„Blik 1936, 1. tbl./Úr skólaslitaræðu“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:


<JR SKÓLASLITARÆÐU
<JR SKÓLASLITARÆÐU
Eftir ÞORSTEIN Þ. VÍGLUNDSSON skólastióra
eftir ÞORSTEIN Þ. VÍGLUNDSSON skólastióra


Nemendur á ykkar aldri, og þó eldri séu, hugsa æði mikið um prófeinkunnir. Og mig grunar, að hræðslan við þær aftri hér blátt áfram sumum unglingum frá framhaldsnámi. Það er illa farið, ef svo er, því að eins og við höfum oft áður minnst á,  þá lærum við fyrst, og fremst fyrir lífið, þótt próf hafi hins vegar reynzt nauðsynleg hjálpartæki, ef svo mætti segja, til þess að skerpa viljann og auka kappið.
Nemendur á ykkar aldri, og þó eldri séu, hugsa æði mikið um prófeinkunnir. Og mig grunar, að hræðslan við þær aftri hér blátt áfram sumum unglingum frá framhaldsnámi. Það er illa farið, ef svo er, því að eins og við höfum oft áður minnst á,  þá lærum við fyrst, og fremst fyrir lífið, þótt próf hafi hins vegar reynzt nauðsynleg hjálpartæki, ef svo mætti segja, til þess að skerpa viljann og auka kappið.

Útgáfa síðunnar 4. september 2009 kl. 15:01

Úr skólaslitaræðu

Eftir Þorstein Þ. Víglundsson skólastjóra

<JR SKÓLASLITARÆÐU eftir ÞORSTEIN Þ. VÍGLUNDSSON skólastióra

Nemendur á ykkar aldri, og þó eldri séu, hugsa æði mikið um prófeinkunnir. Og mig grunar, að hræðslan við þær aftri hér blátt áfram sumum unglingum frá framhaldsnámi. Það er illa farið, ef svo er, því að eins og við höfum oft áður minnst á, þá lærum við fyrst, og fremst fyrir lífið, þótt próf hafi hins vegar reynzt nauðsynleg hjálpartæki, ef svo mætti segja, til þess að skerpa viljann og auka kappið.

Þótt einkunnir þær, sem þið hafið hlotið, séu æði misjafnar, geta þær allar, hinar lágu sem hinar háu, verið ykkur hvatning, ef rétt er á litið.

Til ykkar, sem hlotið hafið háu einkunnirnar, vildi ég segja þetta: Kappkostið að halda þeim í skóla lífsins, ekki fremur en verða vill fyrir dómi mannanna, heldur umfram allt fyrir dómi ykkar eigin samvizku. Leggið alúð við hana, en daufheyrizt ekki við röddu hennar, þá mun ykkur ávalt takast að gera mun á réttu og röngu. Og í ljósi trúarinnar munu þið þá finna til hins guðdómlega samhengis í lífinu. Ályktanir hennar munu leiða til þess sannleika, sem sigrar að lokum.

Þið, sem hlotið hafið lægri einkunnirnar, skoðið þær ekki réttan mælikvarða á manngildi ykkar og manndóm. Látið því ekki hugfallast. Það sannast mjög oft, að starfshæfni mannsins kemur ekki í ljós við prófborðið. Margt próflágt ungmenni hefir orðið hinn nýtasti maður í þjóðfélaginu. Og það vona ég, að sannist á ykkur. Sá orðstír er sú einkunn, sem mest er um vert. Og verið þá fyrst og fremst trú yfir litlu.

Þið hafið langflest gert eins og þið hafið getað, og reynzt okkur prýðilegir unglingar, siðprúðir, duglegir og ástundunarsamir.

Við kennararnir megum því gleðjast og þakka ykkur. Slíkir ágætir eiginleikar nemenda gera kennslustarfið auðveldara og skemmtilegra, og það er aðdáan­legt, hvað sum ykkar hafa lagt mikið á sig og afkastað miklu.

Börnin og unglingarnir bera heimilum sínum, foreldrum og skólum vitni.

Dýrmætasta eign skólanna, eins og foreldranna, eru góð börn, góð, dugleg og siðprúð ungmenni.