Bjarni Stefánsson (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2012 kl. 20:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2012 kl. 20:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: <br> Bjarni Stefánsson bóndi á Búastöðum, f. á Kirkjubæ um 1791, d. 1855 á Tjörnum u. Eyjafjöllum. Hann var vinnumaður á Vilborgarstöðum 6 1816, sagð...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit


Bjarni Stefánsson bóndi á Búastöðum, f. á Kirkjubæ um 1791, d. 1855 á Tjörnum u. Eyjafjöllum. Hann var vinnumaður á Vilborgarstöðum 6 1816, sagður sjómaður á Búastöðum 1845.
Faðir hans var Stefán Guðmundsson prests á Kirkjubæ, Högnasonar Kona hans var Rakel Bjarnhéðinsdóttir, f. 1794 í Eyjum, d. 1856 í Nýjabæ, en hún var dóttir sr. Bjarnhéðins Guðmundssonar á Kirkjubæ. Móðir hennar var Anna dóttir sr. Guðmundar Högnasonar á Kirkjubæ. Þau Rakel og Bjarni voru því systkinabörn ¹).
Bjarni lærði garðrækt erlendis um 1820, mun hafa farið utan á vegum landbúnaðarfélagsins danska. Mun hann síðar hafa leiðbeint við garðrækt hér, en stjórnin sendi lengi rófna- og grænkálsfræ m.m. hingað til útbýtingar meðal bænda ²).


Heimildir