„Bjarni Rögnvaldsson (húsasmíðameistari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|100px|''Bjarni Rögnvaldsson. '''Bjarni Rögnvaldsson''' húsasmíðameistari fæddist 7. maí 1953 í Eyjum og lést 2...)
 
m (Verndaði „Bjarni Rögnvaldsson (húsasmíðameistari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 13. janúar 2021 kl. 16:22

Bjarni Rögnvaldsson.

Bjarni Rögnvaldsson húsasmíðameistari fæddist 7. maí 1953 í Eyjum og lést 24. desember 2000 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Rögnvaldur Bjarnason frá Skálavík í Fáskrúðsfirði, matsveinn, lögreglumaður, iðnrekandi, f. 3. janúar 1932, d. 26. nóvember 2002, og kona hans Ingveldur Stefánsdóttir frá Hólatungu við Hólagötu 7, húsfreyja, leikfangagerðarkona, baðvörður, f. 1. ágúst 1932, d. 24. október 1999.

Bjarni var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Hólagötu 32 við Gos.
Hann nam húsasmíðar og varð meistari í greininni.
Þau Helga giftu sig 1973, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Reykjavíkur 1977 og bjuggu þar síðan.
Bjarni lést 2000 og Helga 2014.

I. Kona Bjarna, (1973), var Helga Guðnadóttir húsfreyja, f. 21. mars 1954, d. 28. júní 2014.
Börn þeirra:
1. Rögnvaldur Bjarnason tæknimaður, nemi í tölvunarfræði, f. 11. september 1972. Barnsmæður hans Anna Kristín Scheving og Inga Maren Ágústsdóttir. Kona hans Oddný Arnarsdóttir.
2. Anna Margrét Bjarnadóttir húsfreyja, kennari, f. 15. september 1977. Maður hennar Þorvarður Tjörvi Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgublaðið 7. janúar 2000. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.