Bjarnarey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2005 kl. 14:52 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2005 kl. 14:52 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarnarey liggur skammt suður af Elliðaey og er næst henni í stærð, 0.32km2. Eyjan er mjög hálend og þverhníptir klettahamrar umliggja eyjuna alla nema á litlu svæði norðaustan megin, þar sem uppgangur er á eyjuna. Á miðri eyjunni er afar hár grasivaxin fjallhnúkur og í miðjum hnúknum er dæld. Fjallhnúkurinn nefnist Búnki og er gjallgígur líkt og á Elliðaey, hæsti punktur þar er 161m yfir sjávarmáli. Bjarnarey myndaðist í eldgosi um svipað leyti og Elliðaey eða fyrir 5-6 þúsund árum. Veiðikofi Bjarnareyinga er sunnan við Bunka og er sá eini á eyjunni. Graslendi þekur alla eyjuna og lundi hefur grafið sér holur mjög víða. Mikill og fjölbreyttur gróður er í eyni. Talsverðum fjölda sauðfjár er beitt í Bjarnarey og lundi er veiddur yfir sumartímann.