„Bjarnarey“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
2.475 bætum bætt við ,  25. nóvember 2005
Setti inn texta eftir Gísla Lárusson
m (breytti um Jón dynk, skv. sögum og sögnum bls 93.)
(Setti inn texta eftir Gísla Lárusson)
Lína 7: Lína 7:


[[Mynd:Bjarnarey-vetur.jpg|thumb|left|300px|Bjarnarey í vetrarbúningi]]
[[Mynd:Bjarnarey-vetur.jpg|thumb|left|300px|Bjarnarey í vetrarbúningi]]
==Úr örnefnaskrá [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]]==
II. '''Bjarnarey'''  liggur suður af [[Elliðaey|Ellirey]] ca ½ mílu frá [[Heimaey]]. Er hún að beit helmingi minni en Ellirey, er þar slægjuland, sem nálega 100 hestar af heyi fást af. [[lundi|Lundatekja]] á ári um 16.000 og svartfugl 3.-5.000 (og hefir hún mestan [[svartfugl]] af öllum eyjunum). Við útnorðursnef eyjarinnar er uppganga erfið, nefnd '''Hvannhilla''', en norðausturnefið '''Brekaflá''', dregið af grunni, sem er þar skammt út frá nefnt '''Breki''' ; en milli nefjanna er nefnt '''Hvannhillubringir'''. Á austurjaðri eyjanna nyrst er vik, nefnt '''Höfn''' ; er uppganga beggja vegna, grasbekkur og nefnt '''Hafnarbrekka'''  að norðan, en efst í henni og upp af Brekaflá, '''Hafnarbrekkuhaus'''.
Fyrir botni Hafnarinnar er urð með einum drang, '''Hafnardrang''' ; en upp af er allstór hamar, '''Glóraveiðar'''. En þar norður af '''Réttarhaus''', dregið af fjárrétt þar skammt frá. Syðri brekkan við Höfnina er nefnd '''Suður-Hafnarbrekka'''  og efst í henni '''Ingimundarflái'''. Góður veiðistaður; nýtt nafn (1880). Þar fyrir sunnan er hátt standberg, sem myndar hvilft. Er nyrst á þessu svæði nefnt '''Skora'''. Landsuðursnefið er nefnt '''Eystra-Haganef''', og er vestan í því hellir við sjó niður, '''Brynjólfshellir'''. En efst í nefinu er stór bekkur, '''Álkustallur'''. En upp af nefinu er '''Hagaskoruhaus'''  og enn ofar '''Hagaskorulágar'''. Suðvesturnefið er nefnt '''Vestra-Haganef''', en milli Haganefja eru '''Bringir'''  nefndir, grasivaxnir stallar. Fyrir norðan Vestra-Haganef er '''Fálkató''', dálítil hvilft í bergið með grasteygingum. Þar niður af í berginu eru '''Bergsteinsofanferðir'''  og þar niður af '''Stórabæli''', stærsti bekkur er svartfugl hefir verpt á hér.
Kringum 1860 var fyrst snarað þar, svo menn viti og höfðust þar 1800 svartfuglar – hér fyrir norðan eru '''Hrútaskorur''', gildrög grasivaxin. Þá kemur '''Matarkrókur''', sem liggur að Hvannhillu, er áður er nefnd (matur dreginn þar upp af fuglamönnum, þegar ekki verður lagt að Steðja). Uppi á háeyjunni er hóll, '''Bunki''', með stórum eldgíg, er nefnist '''Bunkalág'''. Vestan í honum og neðan við hann er slægjuland, '''Slægjan'''.
{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, bls. 93 og 60.
* Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, bls. 93 og 60.
* [[Gísli Lárusson]]. 1914 '''Örnefni á Vestmannaeyjum'''. [http://www.ornefni.is Örnefnastofnun Íslands]
}}


}}


[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Þjóðsögur]]
[[Flokkur:Þjóðsögur]]
[[Flokkur:Örnefni]]

Leiðsagnarval