„Björn Sigurðsson (Heiðarhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jóhann Björn Sigurðsson''' útgerðarmaður frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, fæddist 8. október 1889 og lést 17. september 1972.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson ...)
 
m (Verndaði „Björn Sigurðsson (Heiðarhól)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. desember 2016 kl. 19:41

Jóhann Björn Sigurðsson útgerðarmaður frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, fæddist 8. október 1889 og lést 17. september 1972.
Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson bóndi á Rauðafelli, f. 10. ágúst 1851, d. 24. júní 1920, og kona hans Jakobína Steinvör Skæringsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1858, d. 8. febrúar 1917.

Systkini Björns í Eyjum voru:
1. Skæringur Sigurðsson bóndi, smiður, f. 14. mars 1886, d. 27. febrúar 1973.
2. Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja á Bessastíg 8, f. 24. mars 1888, d. 22. mars 1983.
3. Sigurlína Sigurðardóttir sjúklingur frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, f. 4. desember 1892, d. 8. október 1960.
4. Elín Sigurðardóttir húsfreyja á Skólavegi 25, f. 11. maí 1899, d. 7. maí 1966.

Jóhann Björn var með foreldrum sínum á Rauðafelli í æsku og enn 1910.
Hann og Jónína Þóra fluttust til Eyja 1914.
Þau giftu sig 1914, leigðu á Garðstöðum 1915, á Rafnseyri 1917, á Geithálsi 1919 og 1920, á Hvoli 1922, í Varmadal 1924 og 1927.
Þau voru komin á Heiðarhól 1930 og bjuggu þar síðan, eignuðust 5 börn, en misstu tvö þeirra á unglingsaldri og eitt um tvítugt.
Jónína Þóra lést 1967 og Björn 1972.

Kona Björns, (1914), var Jónína Þóra Ásbjörnsdóttir húsfreyja f. 19. apríl 1896, d. 1. desember 1967.
Börn þeirra:
1. Rútur Eyberg Björnsson, f. 28. desember 1917 á Rafnseyri, d. 23. janúar 1938.
2. Eiríkur Björnsson vélvirki, f. 20. júní 1919 á Geithálsi, d. 26. maí 2001.
3. Filippía Fanney Björnsdóttir, f. 8. desember 1920 á Geirhálsi, d. 10. júní 1933 á Vífilsstöðum.
4. Sigurður Jakob Björnsson, f. 18. júlí 1922 á Hvoli, d. 4. júní 1936.
5. Ásbjörn Björnsson heildsali, forstjóri, f. 22. júlí 1924 í Varmadal, d. 22. mars 2009.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.