„Björn Oddgeirsson (Ofanleiti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Björn Oddgeirsson. '''Björn Oddgeirsson''' frá Ofanleiti, verkamaður í Winnipeg fæddist 18. mars 1886 í Miklaholti í Hnappada...)
 
m (Verndaði „Björn Oddgeirsson (Ofanleiti)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 25. september 2016 kl. 10:38

Björn Oddgeirsson.

Björn Oddgeirsson frá Ofanleiti, verkamaður í Winnipeg fæddist 18. mars 1886 í Miklaholti í Hnappadalssýslu og lést 9. janúar 1983 í Winnipeg.
Foreldrar hans voru sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen prestur, síðast að Ofanleiti, f. 11. ágúst 1849, d. 2. janúar 1924, og kona hans Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1848, d. 2. desember 1919.

Björn var með foreldrum sínum í Miklaholti í Hnappadalssýslu, var með þeim í Kálfholti í Holtum 1886-1889 og fluttist með þeim að Ofanleiti 1890.
Á Ofanleiti var hann enn 1895, en hverfur úr húsvitjun 1896 og kom til Eyja frá Reykjavík 1909. Hann hverfur af húsvitjanaskrá 1916.
Björn fluttist til Kanada, stundaði þar ýmis störf.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Hann lést 1983 í Winnipeg.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.