Björn Eyberg Ásbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. september 2020 kl. 14:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2020 kl. 14:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Björn Eyberg Ásbjörnsson''' smiður, múrarameistari fæddist 5. október 1951.<br> Foreldrar hans voru Ásbjörn Björnsson frá Heiða...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Björn Eyberg Ásbjörnsson smiður, múrarameistari fæddist 5. október 1951.
Foreldrar hans voru Ásbjörn Björnsson frá Heiðarhól, forstjóri, kaupsýslumaður, iðnrekandi, f. 22. júlí 1922 í Varmadal, d. 22. mars 2009, og kona hans Bjarney Sigurðardóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, verslunarmaður, saumakona, f. 28. september 1926, d. 19. desember 2019.

Börn Bjarneyjar og Ásbjörns:
1. Rannveig Jónína Ásbjörnsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1949. Maður hennar Stefán Carlsson.
2. Björn Eyberg Ásbjörnsson smiður, múrarameistari, f. 5. október 1951. Kona hans Valgerður Sveinsdóttir.
3. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri, f. 17. apríl 1956. Maður hennar Tómas Jóhannesson Tómassonar.
4. Ester Ásbjörnsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1957. Maður hennar Einar Egilsson.

Björn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam smíðar og múrverk, varð sveinn 1975, varð meistari í múrverki 2. júní 2003.
Björn flutti til Eyja 1975, vann við uppbyggingu eftir Gosið.
Þau Valgerður giftu sig 1977, eignuðust þrjú börn og Björn varð fósturfaðir Helgu Bjarkar.
Þau bjuggu í fyrstu í Blokkinni við Hásteinsveg, en byggðu húsið við Áshamar 42 og bjuggu þar meðan þau dvöldu í Eyjum.
Þau fluttu til Lands 2001, búa í Andarhvarfi í Kópavogi.
Börn þeirra:
1. Bjarney Björnsdóttir leikskólastjóri, f. 6. janúar 1978. Maður hennar Þorkell Máni Pétursson.
2. Birna Björnsdóttir verslunarstjóri, f. 2. júní 1982. Maður hennar Jóhann Valdimarsson.
3. Ásbjörn Björnsson smiður, f. 27. mars 1993, ókvæntur.
Barn Valgerðar og fósturbarn Björns:
4. Helga Björk Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri, f. 18. apríl 1972. Sambýlisnaður hennar Sigursteinn Bjarni Leifsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.