Benedikt Guðmundsson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. maí 2014 kl. 10:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. maí 2014 kl. 10:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Benedikt Guðmundsson vinnumaður í Háagarði fæddist 19. apríl 1821 að Ártúnum á Rangárvöllum og drukknaði 26. mars 1842 í Eyjum.
Faðir hans var Guðmundur bóndi í Ártúnum, síðar á Búlandi í A-Landeyjum, f. 1779 í Ólafshúsum u. Eyjafjöllum, d. 23. febrúar 1848 í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, Benediktsson bónda í Ólafshúsum, f. 1740, Árnasonar bónda í Álfhólum í V-Landeyjum, f. 1712, á lífi 1801, Jónssonar, og konu Árna, Þorgerðar húsfreyju, f. 1711, á lífi 1801, Guðmundsdóttur.
Móðir Guðmundar í Ártúnum og kona Benedikts í Ólafshúsum var Sigríður húsfreyja, skírð 16. júlí 1751, d. 22. apríl 1819, Guðmundsdóttir bónda á Steinkrossi á Rangárvöllum, f. 1712, Hallvarðssonar, og konu Guðmundar, Katrínar húsfreyju, f. 1721, d. 17. júlí 1799, Helgadóttur.

Móðir Benedikts í Háagarði og kona Guðmundar í Ártúnum var Guðrún húsfreyja, f. 18. júní 1879, d. 14. janúar 1842, Vigfúsdóttir bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) í A-Landeyjum, síðar í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1749, d. 27. febrúar 1813, Magnússonar bónda á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1702, á lífi 1763, Ólafssonar, og konu Magnúsar, Kristínar húsfreyju, f. 1712, d. 18. desember 1809, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Ártúnum og kona Vigfúsar í Búðarhóls-Austurhjáleigu var Guðlaug húsfreyja, f. 1754, d. 5. júní 1820, Jónsdóttir bónda á Vindási á Landi, f. 1727, d. 12. febrúar 1787, Bjarnasonar, og konu hans, Ástríðar húsfreyju, f. 1729, d. 28. nóvember 1785, Jónsdóttur.

Systkini Benedikts í Eyjum voru:
1. Árni Guðmundsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 18. desember 1817, d. 20. júlí 1889, kvæntur Þóru Stígsdóttur.
2. Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona í Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1824, d. 1. júní 1866, ógift.
3. Guðmundur Guðmundsson gullsmiður, mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, síðar í Lehi í Utah, f. 10. mars 1825, d. 20. september 1883, kvæntur Maríu Guðmundsson (dönsk kona).
4. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Vanangri, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860, gift Magnúsi Eyjólfssyni silfursmið.
5. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Draumbæ, f. 26. desember 1813, drukknaði 29. september 1855.

Benedikt var tökubarn á Hemlu í V-Landeyjum 1835, 20 ára vinnumaður þar 1840, og þar var þá Þóra Pétursdóttir 33 ára vinnukona.
Hann fluttist til Eyja 1841 og var vinnumaður í Háagarði. Hann drukknaði 26. mars 1842 með Ellert Kristjáni Schram o.fl.

I. Barnsmóðir Benedikts Guðmundssonar var Þóra Pétursdóttir frá Kirkjulandi í A-Landeyjum, vinnukona á Hemlu í Breiðabólstaðarsókn 1840.
Faðir Þóru var Pétur Ólafsson, f. 1782 í Berjanesi í V-Landeyjum, d. 5. október 1836 í Vestmannaeyjum, bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, síðar í Hólmahjáleigu þar.
Móðir Þóru Pétursdóttir var Sigríður húsfreyja, fyrri kona Péturs, f. 1773, d. 30. september 1826, Jónsdóttir bónda á Efri-Úlfsstöðum, Sigurðssonar og konu Jóns á Efri-Úlfsstöðum Guðfinnu Magnúsdóttur.
Barn Benedikts og Þóru var
1. Pétur Benediktsson bóndi í Þorlaugargerði, f. 12. febrúar 1841, d. 16. október 1921. Hann var faðir Jóns Péturssonar bónda og smiðs í Þorlaugargerði og Marteu Guðlaugar húsfreyju á Oddsstöðum fyrri konu Guðjóns líkkistusmiðs. Hún var fædd 1. mars 1876 og lést 24. júní 1921.
Pétur var einnig faðir Guðmundar sjómanns í Grindavík langafa Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og Guðmundar Tuma jarðeðlisfræðiprófessors.
Þóra Pétursdóttir var líka móðir Þórarins Jónssonar föður Guðmundar Þórarinssonar bónda á Vesturhúsum, föður Holtsættarinnar (eldri barnanna), Vesturhúsaættarinnar, Sælundsættarinnar (eldri barnanna), Norðurbæjarættarinnar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.