Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 161-163

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2017 kl. 14:08 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2017 kl. 14:08 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) (Ný síða: Hr. Ágúst Árnason, sem hefir tekið aðalpróf í alþýðu- og gagnfræðaskólanum í Flensborg, og í mörg ár verið kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjum (en hefir far...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hr. Ágúst Árnason, sem hefir tekið aðalpróf í alþýðu- og gagnfræðaskólanum í Flensborg, og í mörg ár verið kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjum (en hefir farið fram á að kennaralaun sín yrðu hækkuð) er hjer með ráðinn kennari við greindan barnaskóla, að áskildum 850 – áttahundruð og fimmtíukróna launum fyrir 6 mánaða kennslu á skólaárinu 1916/17 og eftirleiðis.

  Hvorugur samningsaðili getur sagt upp þessum samningi seinna á ári en í lok maímánaðar nema með beggja samþykkir.

Vestmannaeyjum í nóvembermánuði 1916 Í skólanefnd Vestmannaeyja

Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Brynj. Sigfússon J. A. Gíslason









Að jeg sje ofanskrifuðum samningi samþykkur votta jeg með undirskrift minni.

Ágúst Árnason








Hr. Eiríkur Hjálmarsson, sjálfmenntaður maður sem í mörg ár hefir verið kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjum (en hefir farið fram á að kennaralaun sín yrðu hækkuð) er hjer með ráðinn kennari við greindan barnaskóla, að áskildum 850 – átta hundruð og fimmtíu – króna launum fyrir 6 mánaða kennslu á skólaárinu 1916/17 og eftirleiðis.

  Hvorugur samningsaðili getur sagt upp þessum samningi seinna á ári en í lok maímánaðar, nema með beggja samþykki.

Vestmannaeyjum í nóvembermánuði 1916 Í skólanefnd Vestmannaeyja

Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Brynj. Sigfússon J. A. Gíslason












Að jeg sje ofanskrifuðum samningi samþykkur votta jeg með undirskrift minni.

Eiríkur Hjálmarsson






1918

Herra Björn H. Jónsson, sem hefir tekið próf við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg og við háskólann í Frederiksborg og Askov, er hjer með ráðinn, af hlutaðeigandi skólanefnd, til að vera aðalkennari og skólastjóri við barnskólann í Vestmannaeyja skólahjeraði.

  Kennslutími skal vera 6 –sex-  mánuðir á ári, og árleg laun 1500 –fimmtán hundruð-  krónur, og leigulaus bústaður, með ljósum, fyrir nefndan kennara og skyldulið hans.
  Ef unglingskóli verður settur og haldinn í skólahúsi hjeraðsins, hefir nefndur Björn H. Jónsson einnig á hendi stjórn þess skóla, án sjerstaks endurgjalds, en að því leyti sem hann kann að takast á hendur kennslu í þeim skóla, skal hún honum borguð, sem öðrum kennurum unglingaskólans, hlutfallslega eftir tölu kennslustunda.
  Hvorugur samningsaðilja getur sagt upp samningi þessum seinna á ári en í lok maímánaðar, nema með beggja samþykki.

Vestmanneyjum í septembermánuði 1918. Í skólanefnd Vestmannaeyja.

Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Gunnar Ólafsson Brynj. Sigfússon J. A. Gíslason








Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni

Björn H. Jónsson






1918

Herra Ágúst Árnason, sem hefir tekið aðalpróf við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg, og í mörg ár verið kennari við barnaskólann í Vetmannaeyja skólahjeraði, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer m eð ráðinn kennari við greindan barnaskóla.

  Kennslutími skal vera 6 –sex- mánuðir á ári, og árleg laun 1000- eitt þúsund – krónur.

Hvorugur samningsaðilja, getur sagt upp samningi þessum seinna á ári en í lok maímánaðar, nema með beggja samþykki.

Vestmannaeyjum í septembermánuði 1918 Í skólanefnd Vestmannaeyja.

Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Gunnar Ólafsson Brynj. Sigfússon J.A.Gíslason









Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni

Ágúst Árnason







Herra Eiríkur Hjálmarsson, sem er sjálfmenntaður maður og hefir í mörg ár verið kennari við barnaskólann í Vestmannaeyja skólahjeraði, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðinn kennari við greindan barnaskóla. Kennslutími skal vera 6 –sex- mánuðir á ári og árleg laun 1000 –eitt þúsund- krónur.

  Hvorugur samningsaðilja getur sagt upp samningi þessum seinna á ári en í lok maímánaðar, nema með samþykki beggja.

Vestmannaeyjum í septembermánuði 1918 Í skólanefnd Vestmannaeyja.

Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Gunnar Ólafsson Brynj. Sigfússon J. A. Gíslason











Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.

Eiríkur Hjálmarsson






1918

Frú Jónína G. Þórhallsdóttir, sem hefir tekið aðalpróf við kennaraskólann í Reykjavík, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðin til að vera kennari við barnaskólann í Vestmannaeyja skólahjeraði.

  Kennslutími skal vera 6 –sex- mánuðir á ári og árleg laun 800 –átta hundruð- krónur.

Hvorugur samningsaðilja getur sagt upp samningi þessum seinna á ári en í lok maímánaðar, nema með beggja samþykkir.

Vestmannaeyjum í septembermánuði 1918. Í skólanefnd Vestmannaeyja.

Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Gunnar Ólafsson Brynj. Sigfússon J. A. Gíslason









Að jeg sje samþykk ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.

Jónína G. Þórhallsdóttir








Ungfrú Dýrfinna Gunnarsdóttir, sem hefir tekið aðalpróf við kvennaskólann í Reykjavík og notið fræðslu á námskeiði kennaraskólans þar, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðin til að vera kennari við barnaskólann í Vestmannaeyja skólahjeraði. Kennslutími skal veta 6 –sex- mánuðir á ári, og árleg laun 800 –átta hundruð- krónur.

  Hvorugur samningaðilja getur sagt upp samningi þessum seinna á ári en í lok maímánaðar, nema með beggja samþykki.

Vestmannaeyjum í septembermánuði 1918 Í skólanefnd Vestmannaeyja.

Árni Filippsson Sveinn P. Scheving Gunnar Ólafsson J. A. Gíslason Brynj. Sigfússon










Að jeg sje samþykk ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.

Dýrfinna Gunnarsdóttir







1919/20

Hr. Björn H. Jónsson, sem tekið hefir próf við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg og við háskólana í Fredreksborg og Askov, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjermeð ráðinn forstöðumaður barnaskólans í Vestmannaeyja-kaupstað skóla-árið 1919/20.

  Kennslutími skal vera 6 mánuðir, en um launakjör og önnur nánari ráðningarskilyrði fer eftir lögum þeim, um skipun barnakennara og laun þeirra, sem samþykkt voru á síðast höldnu alþingi.

Vestmannaeyjum í septembermánuði 1919 Í skólanefnd Vestmannaeyjakaupstaðar

Árni Filippusson J. A. Gíslason Gunnar Ólafsson Oddg. Guðmundsson









Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.

Björn H. Jónsson








Hr. Ágúst Árnason, sem hefir tekið aðalpróf við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg og í mörg ár verið kennari við barnaskóla, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðinn kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjakaupstað skólaárið 1919/20.

  Kennslutími skal vera 6 mánuðir, 5 klst. hvern virkan dag, en um launakjör og önnur nánari ráðningarskilyrði fer eftir lögum þeim, um skipun barnakennara og laun þeirra, sem samþykkt voru á seinast höldnu alþingi.

Vestmannaeyjum í septembermánuði 1919 Í skólanefnd Vestmannaeyjakaupstaðar.

Árni Filippusson J. A. Gíslason Gunnar Ólafsson Oddg. Guðmundsson










Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.

Ágúst Árnason








1919/20

Hr. Eiríkur Hjálmarsson, sem er sjálfmenntaður maður og hefir í mörg ár verið kennari við barnaskóla, er af hlutaðeigandi skólanefnd hjer með ráðinn kenari við barnaskólann í Vestmannaeyjakaupstað skóla-árið 1919/20

  Kennslutími skal vera 6 mánuðir, 5 klst. hvern virkan dag, en um launakjör og önnur nánari ráðningarskilyrði fer eftir lögum þeim, um skipan barnakennara og laun þeirra, sem samþykkt voru á seinast höldnu alþingi.

Vestmannaeyjum í septembermánuði 1919 Í skólanefnd Vestmannaeyjakaupstaðar

Árni Filippusson J. A. Gíslason Gunnar Ólafsson Oddg. Guðmundsson








Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.

Eiríkur Hjálmarsson