Baldvin G. Sigurbjörnsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2022 kl. 13:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2022 kl. 13:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: 150px|thumb|''Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson. '''Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson''' frá Sauðaneskoti í Svarfaðardal, skipstjóri, vélstjóri fæddist þar 9. júlí 1906 og lést 2. maí 1970 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Sigurbjörn Friðriksson sjómaður á Ólafsfirði, f. 20. ágúst 1873 í Brekkukoti í Tjarnarsókn í Svarfaðardal, d. 14. janúar 1946, og kona hans Lilja Friðfinnsdóttir húsfreyja, f. 10....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson frá Sauðaneskoti í Svarfaðardal, skipstjóri, vélstjóri fæddist þar 9. júlí 1906 og lést 2. maí 1970 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurbjörn Friðriksson sjómaður á Ólafsfirði, f. 20. ágúst 1873 í Brekkukoti í Tjarnarsókn í Svarfaðardal, d. 14. janúar 1946, og kona hans Lilja Friðfinnsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1880 í Sauðanesi í Upsasókn í Svarfaðardal, d. 19. apríl 1971.

Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson.

Baldvin var með foreldrum sínum í æsku, á Ólafsfirði og á Þingvöllum á Akureyri.
Hann lauk vélstjóraprófi á Akureyri 1925, hinu minna fiskimannaprófi á Akureyri 1930, fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1946.
Baldvin var ungur sjómaður við Norðurland, fór síðan á vertíð til Vestmannaeyja og var 5 vertíðir á mb. Kára, Glað og Ófeigi.
Hann var skipstjóri í 32 ár á ýmsum fiskiskipum frá Ólafsfirði og Akureyri, var þekktur aflamaður á síldveiðum, var m.a. með mb. Bris á síldveiðum 1944 og landaði um 16 þúsund málum og tunnum það sumar. Hann var einnig með báta frá Eyjum, m.a. Þorgeir goða. Síðari árin var hann vélstjóri á togurum.
Þau Snjólaug giftu sig 1931, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu lengst við Munkaþverárstræti á Akureyri, en fluttu 1954 til Reykjavíkur og síðan til Hafnrfjarðar.
Þau Baldvin fluttu til Eyja 1969. Hann lést 1970.
Snjólaug bjó við Birkihlíð 7, síðar í Hraunbúðum. Hún lést 2000.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.