Arngrímur Pétursson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2005 kl. 16:32 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2005 kl. 16:32 eftir Skapti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Arngrímur Pétursson var Prestur að Kirkjubæ frá árinu 1732 til ársins 1740. Foreldrar hans voru séra Pétur Gissurarson, prestur að Ofanleiti og kona hans Guðrún Jónsdóttir lögréttumanns í Hróarsholti, Magnússonar.

Hann varð stúdent úr Skálholtsskóla og var í eitt og hálft ár sveinn Þórðar Þorlákssonar, þáverandi biskups. Hann hafði gegnt allmörgum prestaköllum áður en hann fékk veitingu fyrir Kirkjubæ.

Séra Arngrímur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigrún Ólafsdóttir að Heylæk og síðari kona hans var Ragnheiður Markúsdóttir sýslumanns að Ási í Holtum. Hann dó árið 1742, þá rúmlega áttræður að aldri.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.