Arnaldur Bjarnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2005 kl. 16:45 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2005 kl. 16:45 eftir Skapti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Arnaldur var bæjarstjóri Vestmannaeyja frá 1986 til 1990. Arnaldur var fæddur þann 28. desember árið 1942 í Borgarnesi. Foreldrar hans eru Bjarni Pétursson og Júlíana Sigurjónsdóttir.

Arnaldur stundaði gagnfræði- og menntaskólanám í Bandaríkjunum á árunum 1956 til 1959. Hann tók landspróf í Reykjavík árið 1960 og síðan próf í Iðnskóla Akureyrar árið 1962. Arnaldur tók samvinnuskólapróf árið 1980. Hann stundaði nám í bifvélavirkjun frá 1960 til ársins 1965. Arnaldur hóf eigin atvinnurekstur, m.a. verslunarstörf, á árunum 1965 til 1969 og svo aftur frá 1970 til 1980. Arnaldur var framkvæmdarstjóri Héraðssambands Suður-Þingeyinga frá 1972 til 1977 og var erindreki Íþróttasambands Íslands frá 1977 til 1980. Arnaldur var sveitarstjóri í Mývatnssveit frá 1980 til 1986. Hann tók þátt í Lions- og Kiwanisklúbbum. Arnaldur var í nefnd um nýsköpun atvinnulífs í Mývatnssveit frá 1985 til 1986 og var í stjórn Fjórðungssambands Norðlendinga frá 1974 til 1985. Arnaldur var ritstjóri ársrit Héraðssambands Suðurþingeyinga frá 1972 til 1977. Hann tók saman sögu og sérkenni Mývatnssveitar árið 1985 og sá um skýrslur um ferða- og íþróttamál.

Arnaldur kvæntist árið 1962 henni Jónínu Helgu Björgvinsdóttur.



Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.