Anton G. E. Bjarnasen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Anton Gísli Emil Jóhannsson Bjarnasen skrifstofumaður fæddist 30. ágúst 1918 í Dagsbrún og lést 23. júlí 1994 á Faxastíg 1.
Foreldrar hans voru Jóhann Antonsson Bjarnasen kaupmaður, f. 26. júní 1885 í Nýja-Kastala, d. 24. september 1953, og kona hans Hansína Gunnarsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 11. mars 1887, d. 2. nóvember 1973.

Börn Hansínu og Jóhanns:
1. Anton Gísli Emil Jóhannsson Bjarnasen, f. 30. ágúst 1918 í Dagsbrún, d. 23. júlí 1994.
2. Jóhanna María Jóhannsdóttir Bjarnasen, f. 19. nóvember 1919 í Laufási, d. 15. júní 1972.
3. Gunnar Jóhannes Jóhannsson Bjarnasen, f. 10. september 1922 í Laufási, d. 9. nóvember 1987.

Anton var með foreldrum sínum í æsku, í Dagsbrún, í Laufási, á Nýlendu, á Brekastíg 16 og á Brekastíg 32. Síðar bjó hann á Faxastíg 1.
Hann nam í Gagnfræðaskólanum 1933-1935, lauk prófi í Verslunarskóla Íslands 1938.
Anton vann í fyrstu hjá Skattstofunni i Eyjum, en síðar og lengst hjá Fiskiðjunni, nærri 40 ár.
Anton var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.