Anna Jónsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Anna Jónsdóttir.

Anna Jónsdóttir frá Vopnafirði, húsfreyja, handíðakennari fæddist 20. apríl 1929 í Sólgarði þar.
Foreldrar hennar voru Jón Höskuldsson frá Blöndugerði í Hróarstungu, N-Múl., símaverkstjóri á Sólgarði í Vopnafirði, f. 2. september 1893, d. 22. júlí 1972, og kona hans Lilja Sveinsdóttir frá Gnýstöðum í Vopnafirði, húsfreyja, f. 10. júní 1895, d. 7. apríl 1970.

Anna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum í S-Þing. og og Húsmæðraskólanum á Laugum, settist í handavinnukennaradeild Kennaraskóla Íslands 1951 og lauk námi 1953.
Hún hélt útsaumanámskeið, kenndi við Barnaskólann í Eyjum frá 1955-1965 og frá 1969.
Þau Óskar giftu sig 1955 á Seyðisfirði, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu skamma stund á Skaftafelli, síðan í Heiðardal, Hásteinsvegi 2 í tvö ár, byggðu Herjólfsgötu 11 og bjuggu þar í 50 ár, þá á Herjólfsgötu 12 í 7 ár. Þá fluttu þau í íbúð við Vesturveg 13a, þar sem áður stóð Skálanes og búa þar.

I. Maður Önnu, (16. september 1955), er Óskar Guðjónsson frá Skaftafelli, húsasmíðameistari, f. 26. desember 1927.
Börn þeirra:
1. Kristinn Óskarsson húsasmíðameistari, býr í Svíþjóð, f. 20. júlí 1956 á Vopnafirði. Kona hans er Karina Elisabet Brengesjö
2. Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur, kennari, hefur unnið við hjálparstörf, f. 30. september 1960, ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.