Anna Friðbjörg Jensdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. júlí 2023 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. júlí 2023 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Friðbjörg Jensdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Anna Friðbjörg Jensdóttir Joensen kennari fæddist 6. september 1940 í Þórshöfn í Færeyjum.
Foreldrar hennar voru Jens Elías Sören Joensen netagerðarmaður í Eyjum, Hveragerði, síðar í Þorlákshöfn, f. 6. október 1911, d. 3. febrúar 1997, og kona hans Hanna Tomina Andrea Joensen húsfreyja, f. 20. janúar 1915, d. 19. nóvember 1997.

Anna Friðbjörg Jensdóttir Joensen.

Anna lauk kennaraprófi 1964, stundaði sérkennaranám í framhaldsdeild Kennaraháskólans 1983-1984, hefur sótt nokkur námskeið.
Hún kenndi í Barnaskólanum í Eyjum 1964-1973, Grunnskólanum í Hveragerði 1973-1979 og 1980-1981, Grunnskólanum í Þorlákshöfn 1981-1998, í Rimaskóla 1998-2001, í Hjallaskóla í Kópavogi frá 2008 og í Álfhólsskóla eftir samruna Hjallaskóla og Digranesskóla til 2017.
Anna vann á Hótel H.B. í Eyjum sumarið 1962 og 1964, á Hótel Skjaldbreið í Rvk sumarið 1963 og veturna 1963-1964 (með námi).
Þau Bogi giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn og fósturbarn. Þau bjuggu á Kanastöðum við Hásteinsveg 22 1972.
Bogi lést 2008.

I. Maður Önnu Friðbjargar, ( 6. febrúar 1965), var Bogi Leifs Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 6. júlí 1927, d. 13. febrúar 2008. Foreldrar hans voru Sigurður Gísli Vigfússon verkamaður á Akureyri, f. 30. apríl 1890, d. 31. maí 1971, og kona hans Katrín Björnsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1889, d. 19. mars 1973.
Börn þeirra:
1. Jens Jóhann Bogason, f. 1. október 1965 í Eyjum. Kona hans Viktoría Gísladóttir Jónassonar.
2. Sigurður Karsten Bogason, f. 31. október 1972 í Eyjum. Kona hans Guðný Elva Ólafsdóttir.
3. Friðmar Leifs Bogason, f. 20. mars 1977 í Eyjum. Kona hans Ingibjörg Ingibergsdóttir. Fósturbarn þeirra:
4. Þór Jóhannesson, f. 25. desember 1983. Kona hans Fanney Friðriksdóttir .


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 16. mars 2008. Minning Boga Leifs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.