Anna Birna Ragnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Birna Ragnarsdóttir sjúkraliði, húsfreyja fæddist 18. september 1948 á Brimhólabraut 11.
Foreldrar hennar voru Ragnar Axel Helgason lögregluþjónn, f. 20. febrúar 1918 á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, d. 27. janúar 1995, og kona hans Vilborg Hákonardóttir húsfreyja, f. 1. júní 1917 í Merkinesi í Höfnum, Gull., d. 3. apríl 1995.

Börn Vilborgar og Ragnars:
1. Friðrik Helgi Ragnarsson, f. 12. febrúar 1941 á Kirkjuvegi 88.
2. Anna Birna Ragnarsdóttir, f. 18. september 1948 á Brimhólabraut 11.
3. Hafsteinn Ragnarsson, f. 1. desember 1952 á Brimhólabraut 11.
4. Ómar Ragnarsson, f. 14. júlí 1958, d. 22. nóvember 2000.

Anna Birna lauk sjúkraliðaprófi í Sjúkraliðaskóla Íslands 1986.
Hún vann á Grensásdeild Borgarspítalans 1981-1991, við heimaþjónustu aldraðra og í Skógarbæ.
I. Barnsfaðir Önnu Birnu er Gunnar Hilmar Tómasson, f. 24. apríl 1947.
Barn þeirra:
1. Ragnar Vilberg Gunnarsson viðskiptafræðingur, f. 27. maí 1968. Fyrrum kona hans Hödd Vilhjálmsdóttir.

II. Barnsfaðir hennar Paul Uzureau verkfræðingur, arkitekt í Chicago.
Barn þeirra:
2. Hákon Vilhelm Uzureau húsasmíðameistari, rekur Há-hús ehf., f. 16. júní 1970. Kona hans Valgerður Hafdís Jensen.

III. Barnsfaðir hennar Sigurður Magnússon ferðamálafrömuður, f. 19. október 1962.
Barn þeirra:
3. Grétar Mar Sigurðsson myndlistarmaður, f. 14. apríl 1988. Sambúðarkona hans Vigdís Helmuthsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna Birna.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.