„Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/2014 -“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 31: Lína 31:
Kvennalið ÍBV vann nauman sigur á Selfossi þegar liðin áttust við í nágrannaslag Olísdeildarinnar. Fyrri leikur liðanna, á Selfossi, fyrr í vetur, var jafn og spennandi en þá voru Selfyssingar lengst af yfir en á síðustu tíu mínútunum náði ÍBV að snúa leiknum sér í vil og vinna.  Sama var upp á teningnum í heimaleiknum, Selfoss var yfir nánast allan tímann en á síðustu tíu mínútunum náði ÍBV að breyta stöðunni og vinna.  Lokatölur urðu 30:27 en Selfoss var yfir í hálfleik 14:15.
Kvennalið ÍBV vann nauman sigur á Selfossi þegar liðin áttust við í nágrannaslag Olísdeildarinnar. Fyrri leikur liðanna, á Selfossi, fyrr í vetur, var jafn og spennandi en þá voru Selfyssingar lengst af yfir en á síðustu tíu mínútunum náði ÍBV að snúa leiknum sér í vil og vinna.  Sama var upp á teningnum í heimaleiknum, Selfoss var yfir nánast allan tímann en á síðustu tíu mínútunum náði ÍBV að breyta stöðunni og vinna.  Lokatölur urðu 30:27 en Selfoss var yfir í hálfleik 14:15.


'''Komust vel frá erfiðum leikjum'''
=== '''Komust vel frá erfiðum leikjum''' ===
 
Kvennalið ÍBV lauk erfiðu leikjaprógrammi með tapi gegn Stjörnunni.  Lokatölur urðu 28:19 en Stjarnan hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni og er með fullt hús stiga þegar 15 umferðum af 22 er lokið. Leikurinn var þó í jafnvægi framan af og í hálfleik var staðan 13:11.  Fyrrnefnt leikjaprógramm fólst í heimaleik gegn Val, sem er í öðru sæti, útileik gegn Fram, heimaleik gegn Selfossi og útileik gegn Stjörnunni. Þrír mjög erfiðir leikir og sá sem fyrirfram átti að vera auðveldastur, heimaleikur gegn Selfossi, reyndist vera mjög strembinn en sigur hafðist þó.  ÍBV nældi í fjögur stig úr þessum fjórum leikjum, tveimur stigum meira en fyrirfram hefði mátt reikna með en ÍBV vann glæsilegan sigur á Val.  Nú taka við tveir leikir sem ÍBV ætti að vinna, heimaleikur gegn Aftureldingu og útileikur gegn HK  áður en Grótta kemur í heimsókn.  Það gæti orðið úrslitaleikur um fjórða, jafnvel þriðja sætið og því mikilvægt að misstíga sig ekki áður en kemur að þeim leik.  
Kvennalið ÍBV lauk erfiðu leikjaprógrammi með tapi gegn Stjörnunni.  Lokatölur urðu 28:19 en Stjarnan hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni og er með fullt hús stiga þegar 15 umferðum af 22 er lokið. Leikurinn var þó í jafnvægi framan af og í hálfleik var staðan 13:11.  Fyrrnefnt leikjaprógramm fólst í heimaleik gegn Val, sem er í öðru sæti, útileik gegn Fram, heimaleik gegn Selfossi og útileik gegn Stjörnunni. Þrír mjög erfiðir leikir og sá sem fyrirfram átti að vera auðveldastur, heimaleikur gegn Selfossi, reyndist vera mjög strembinn en sigur hafðist þó.  ÍBV nældi í fjögur stig úr þessum fjórum leikjum, tveimur stigum meira en fyrirfram hefði mátt reikna með en ÍBV vann glæsilegan sigur á Val.  Nú taka við tveir leikir sem ÍBV ætti að vinna, heimaleikur gegn Aftureldingu og útileikur gegn HK  áður en Grótta kemur í heimsókn.  Það gæti orðið úrslitaleikur um fjórða, jafnvel þriðja sætið og því mikilvægt að misstíga sig ekki áður en kemur að þeim leik.  


Mörk ÍBV: Vera Lopes 5, Ester Óskarsdóttir 4, Telma Amado 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Kristrún Hlynsdóttir 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Selma Sigurbjörnsdóttir 1, Sandra D. Sigurðardóttir 1, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Vera Lopes 5, Ester Óskarsdóttir 4, Telma Amado 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Kristrún Hlynsdóttir 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Selma Sigurbjörnsdóttir 1, Sandra D. Sigurðardóttir 1, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1.


'''Karlaliðið á góðri siglingu'''
=== '''Karlaliðið á góðri siglingu''' ===
 
Botnlið HK reyndist lítil fyrirstaða fyrir ÍBV í leik liðanna í Eyjum í byrjun febrúar.  Þetta var fyrsti leikur liðanna í Olísdeildinni eftir um tveggja mánaða hlé vegna Evrópumóts landsliða í Danmörku á dögunum. Leikmenn beggja liða voru nokkuð ryðgaðir en Eyjamenn hristu af sér slenið og skildu HK eftir í rykinu. Lokatölur urðu 25:17 en sigur Eyjamanna var í raun aldrei í hættu.
Botnlið HK reyndist lítil fyrirstaða fyrir ÍBV í leik liðanna í Eyjum í byrjun febrúar.  Þetta var fyrsti leikur liðanna í Olísdeildinni eftir um tveggja mánaða hlé vegna Evrópumóts landsliða í Danmörku á dögunum. Leikmenn beggja liða voru nokkuð ryðgaðir en Eyjamenn hristu af sér slenið og skildu HK eftir í rykinu. Lokatölur urðu 25:17 en sigur Eyjamanna var í raun aldrei í hættu.


HK spilar þokkalegan varnarleik og markvarslan var til fyrirmyndar en sóknarleikur liðsins var fyrir neðan allar hellur gegn ÍBV.  Líklega var það vegna þess að vörn Eyjamanna var firnasterk og markverðir ÍBV vörðu mjög vel.  Kolbeinn A. Ingibjargarson varði um 46% skota sem komu á rammann og norski markvörðurinn Henrik Eidsvaag, sem lék síðustu tíu mínúturnar í fyrsta leik sínum fyrir ÍBV, sýndi að hann kann eitt og annað fyrir sér í handboltafræðunum enda varði hann sjö skot á þessum tíu mínútum.  Sóknarleikur ÍBV var á köflum stirður en það hjálpaði óneitanlega að Róbert Aron Hostert er að stíga upp úr meiðslum en hann skoraði fimm mörk þrátt fyrir að hvíla stóran hluta leiksins.  Þá var gaman að sjá varnartröllið Sindra Haraldsson í sókninni en hann skoraði fjögur mörk og fiskaði eitt víti, auk þess að stýra sínum mönnum í varnarleiknum.
HK spilar þokkalegan varnarleik og markvarslan var til fyrirmyndar en sóknarleikur liðsins var fyrir neðan allar hellur gegn ÍBV.  Líklega var það vegna þess að vörn Eyjamanna var firnasterk og markverðir ÍBV vörðu mjög vel.  Kolbeinn A. Ingibjargarson varði um 46% skota sem komu á rammann og norski markvörðurinn Henrik Eidsvaag, sem lék síðustu tíu mínúturnar í fyrsta leik sínum fyrir ÍBV, sýndi að hann kann eitt og annað fyrir sér í handboltafræðunum enda varði hann sjö skot á þessum tíu mínútum.  Sóknarleikur ÍBV var á köflum stirður en það hjálpaði óneitanlega að Róbert Aron Hostert er að stíga upp úr meiðslum en hann skoraði fimm mörk þrátt fyrir að hvíla stóran hluta leiksins.  Þá var gaman að sjá varnartröllið Sindra Haraldsson í sókninni en hann skoraði fjögur mörk og fiskaði eitt víti, auk þess að stýra sínum mönnum í varnarleiknum.


'''Enduðu í 6. sæti'''
=== '''Enduðu í 6. sæti''' ===
 
Karlalið ÍBV  í knattspyrnu lék gegn Breiðabliki í leik um 5. sætið í Fótbolti.net mótinu, sem hefur verið í gangi síðustu vikur. Leikurinn fór fram í Kórnum en fram að þessu hafði ÍBV tapað tveimur leikjum en unnið einn.  Þriðji tapleikurinn leit dagsins ljós því lokatölur urðu 3:1. Staðan í hálfleik var 1:1 en Víðir Þorvarðarson, sem nýlega krifaði undir nýjan samning við ÍBV, skoraði eina mark ÍBV í leiknum. 
Karlalið ÍBV  í knattspyrnu lék gegn Breiðabliki í leik um 5. sætið í Fótbolti.net mótinu, sem hefur verið í gangi síðustu vikur. Leikurinn fór fram í Kórnum en fram að þessu hafði ÍBV tapað tveimur leikjum en unnið einn.  Þriðji tapleikurinn leit dagsins ljós því lokatölur urðu 3:1. Staðan í hálfleik var 1:1 en Víðir Þorvarðarson, sem nýlega krifaði undir nýjan samning við ÍBV, skoraði eina mark ÍBV í leiknum. 


'''Öruggur sigur á Aftureldingu'''
=== '''Öruggur sigur á Aftureldingu''' ===
 
Kvennalið ÍBV í handbolta vann öruggan sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Eyjum.  Lokatölur urðu 37:24 en staðan í hálfleik var 18:11 ÍBV í vil.  ÍBV hafði öll völd á vellinum og neðsta lið Olísdeildarinnar átti í raun aldrei möguleika.
Kvennalið ÍBV í handbolta vann öruggan sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Eyjum.  Lokatölur urðu 37:24 en staðan í hálfleik var 18:11 ÍBV í vil.  ÍBV hafði öll völd á vellinum og neðsta lið Olísdeildarinnar átti í raun aldrei möguleika.


'''Úr leik í bikarkeppninni'''
=== '''Úr leik í bikarkeppninni''' ===
 
Karlalið ÍBV féll úr leik í bikarkeppninni í handknattleik þegar ÍBV tapaði fyrir 1. deildar-liði Aftureldingar í Mosfellsbæ.  Lokatölur urðu 39:35 en framlengja varð leikinn tvisvar sinnum áður en úrslit fengust. ÍBV var yfir nánast allan leikinn. Í hálfleik var staðan 11:13 fyrir ÍBV en eftir venjulegan leiktíma var staðan 26:26 og 32:32 eftir fyrri framlenginguna.
Karlalið ÍBV féll úr leik í bikarkeppninni í handknattleik þegar ÍBV tapaði fyrir 1. deildar-liði Aftureldingar í Mosfellsbæ.  Lokatölur urðu 39:35 en framlengja varð leikinn tvisvar sinnum áður en úrslit fengust. ÍBV var yfir nánast allan leikinn. Í hálfleik var staðan 11:13 fyrir ÍBV en eftir venjulegan leiktíma var staðan 26:26 og 32:32 eftir fyrri framlenginguna.


Í leiknum kom hins vegar fram stærsti veikleiki ÍBV-liðsins, þunnskipaður leikmannahópur.  Magnús Stefánsson lék ekki vegna meiðsla, Andri Heimir Friðriksson fékk að líta rauða spjaldið eftir þrjár brottvísanir í fyrri hálfleik og Agnar Smári Jónsson meiddist seint í leiknum og gat lítið beitt sér eftir það.  Þá var Róbert Aron Hostert tekinn úr umferð svo til allan leikinn.  Þá voru sumar ákvarðanir leikmanna ÍBV furðulegar, bæði í sókn og vörn en ÍBV var einum færri í 20 mínútur.  Það var mikið í húfi, ekki bara að komast í bikarúrslitahelgina, heldur einnig fjárhagslegur ávinningur sem ÍBV varð af með tapinu.  Afturelding er hins vegar vel að því komin að komast í undanúrslitin enda með hörkulið, betra lið en mörg úrvalsdeildarliðin hafa á að skipa. 
Í leiknum kom hins vegar fram stærsti veikleiki ÍBV-liðsins, þunnskipaður leikmannahópur.  Magnús Stefánsson lék ekki vegna meiðsla, Andri Heimir Friðriksson fékk að líta rauða spjaldið eftir þrjár brottvísanir í fyrri hálfleik og Agnar Smári Jónsson meiddist seint í leiknum og gat lítið beitt sér eftir það.  Þá var Róbert Aron Hostert tekinn úr umferð svo til allan leikinn.  Þá voru sumar ákvarðanir leikmanna ÍBV furðulegar, bæði í sókn og vörn en ÍBV var einum færri í 20 mínútur.  Það var mikið í húfi, ekki bara að komast í bikarúrslitahelgina, heldur einnig fjárhagslegur ávinningur sem ÍBV varð af með tapinu.  Afturelding er hins vegar vel að því komin að komast í undanúrslitin enda með hörkulið, betra lið en mörg úrvalsdeildarliðin hafa á að skipa. 


'''Unglingaflokkurinn í bikarúrslit'''
=== '''Unglingaflokkurinn í bikarúrslit''' ===
 
Unglingaflokkur kvenna í handbolta tryggði sér sæti í bikarúrslitum með sigri á Selfossi. Lokatölur urðu 19:18 í miklum spennuleik en Erla Rós Sigmarsdóttir, markvörður ÍBV gerði sér lítið fyrir og varði 29 skot í leiknum, eða 62% þeirra skota sem hún fékk á sig.  Markahæst hjá ÍBV var Sandra Dís Sigurðardóttir sem skoraði 10 mörk, Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 5 og þær Selma Sigurbjörnsdóttir og Arna Þyrí Ólafsdóttir 2 hvor.  Mikil stemmning var á leiknum en um 300 manns fylgdust með'''.'''
Unglingaflokkur kvenna í handbolta tryggði sér sæti í bikarúrslitum með sigri á Selfossi. Lokatölur urðu 19:18 í miklum spennuleik en Erla Rós Sigmarsdóttir, markvörður ÍBV gerði sér lítið fyrir og varði 29 skot í leiknum, eða 62% þeirra skota sem hún fékk á sig.  Markahæst hjá ÍBV var Sandra Dís Sigurðardóttir sem skoraði 10 mörk, Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 5 og þær Selma Sigurbjörnsdóttir og Arna Þyrí Ólafsdóttir 2 hvor.  Mikil stemmning var á leiknum en um 300 manns fylgdust með'''.''' 
 
'''Stórsigur á Gróttu'''


=== '''Stórsigur á Gróttu''' ===
Kvennalið ÍBV vann átta marka sigur á Gróttu í Eyjum, 31:23 í Olísdeildinni en staðan í hálfleik var 15:12. Sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir ÍBV, enda hefði Grótta með sigri komist fjórum stigum á undan ÍBV í töflunni. Þess í stað eru liðin jöfn, ásamt Fram í þriðja til fimmta sæti og Valur er í öðru sæti aðeins tveimur stigum ofar.  Það stefnir því í æsispennandi lokasprett í Olísdeildinni en efstu fjögur liðin fá heimaleikjarétt í úrslitakeppninni og aðeins fjórar umferðir eftir.
Kvennalið ÍBV vann átta marka sigur á Gróttu í Eyjum, 31:23 í Olísdeildinni en staðan í hálfleik var 15:12. Sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir ÍBV, enda hefði Grótta með sigri komist fjórum stigum á undan ÍBV í töflunni. Þess í stað eru liðin jöfn, ásamt Fram í þriðja til fimmta sæti og Valur er í öðru sæti aðeins tveimur stigum ofar.  Það stefnir því í æsispennandi lokasprett í Olísdeildinni en efstu fjögur liðin fá heimaleikjarétt í úrslitakeppninni og aðeins fjórar umferðir eftir.


Lína 69: Lína 62:
gær, skoraði 10 mörk og var einnig sterk í vörninni.
gær, skoraði 10 mörk og var einnig sterk í vörninni.


'''Komnir í 2. sætið eftir 14 umferðir'''
=== '''Komnir í 2. sætið eftir 14 umferðir''' ===
 
Karlalið ÍBV er í öðru sæti þegar tveimur þriðju hlutum deildarkeppninnar er ólokið.  Eftir tvo tapleiki í röð, fyrst gegn 1. deildarliði Aftureldingar og síðan stórt tap fyrir Val á heimavelli í Íslandsmótinu, náðu Eyjamenn sér loks á strik á ný gegn Akureyri.  Sigur í þeim leik þýddi að ÍBV skaust aftur upp í annað sætið og fyrir vikið fær liðið fjóra heimaleiki í þriðja hluta deildarkeppninnar en hefði annars fengið þrjá. 
Karlalið ÍBV er í öðru sæti þegar tveimur þriðju hlutum deildarkeppninnar er ólokið.  Eftir tvo tapleiki í röð, fyrst gegn 1. deildarliði Aftureldingar og síðan stórt tap fyrir Val á heimavelli í Íslandsmótinu, náðu Eyjamenn sér loks á strik á ný gegn Akureyri.  Sigur í þeim leik þýddi að ÍBV skaust aftur upp í annað sætið og fyrir vikið fær liðið fjóra heimaleiki í þriðja hluta deildarkeppninnar en hefði annars fengið þrjá. 


'''Miklar skuldir að sliga félagið'''
=== '''Miklar skuldir að sliga félagið''' ===
 
Á fundi fulltrúaráðs ÍBV-íþróttafélags í endaðan febrúar og félagsfundi á eftir voru kynntar niðurstöður vinnu fjárhagsnefndar félagsins sem skipuð var árið 2012. Helst ber þar að nefna drög að samningi við Ísfélagið, Íslandsbanka, Vinnslustöðina og Vestmannaeyjabæ um að þau leggi félaginu til 60 milljónir króna á næstu þremur árum.  ÍBV undirgengst ákveðin skilyrði um fjárhagslega endurskipulagningu og að ekki verði farið í fjárfestingar á tímabilinu.  
Á fundi fulltrúaráðs ÍBV-íþróttafélags í endaðan febrúar og félagsfundi á eftir voru kynntar niðurstöður vinnu fjárhagsnefndar félagsins sem skipuð var árið 2012. Helst ber þar að nefna drög að samningi við Ísfélagið, Íslandsbanka, Vinnslustöðina og Vestmannaeyjabæ um að þau leggi félaginu til 60 milljónir króna á næstu þremur árum.  ÍBV undirgengst ákveðin skilyrði um fjárhagslega endurskipulagningu og að ekki verði farið í fjárfestingar á tímabilinu.  


Lína 87: Lína 78:
Einnig var kynnt stefnumótun fyrir félagið sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði. Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags, kynnti niðurstöðuna þar sem margt mjög athyglisvert kom fram.
Einnig var kynnt stefnumótun fyrir félagið sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði. Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags, kynnti niðurstöðuna þar sem margt mjög athyglisvert kom fram.


'''Þrjú ungmennalið í bikarúrslitum'''
=== '''Þrjú ungmennalið í bikarúrslitum''' ===
 
Þótt meistaraflokkum ÍBV í handbolta hafi ekki tekist að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar, þá hafa þrjú ungmennalið félagsins komist alla leið í úrslit. Þetta eru yngra ár 4. flokks kvenna, sem leikur gegn KA/Þór, eldra ár 4. flokks karla, sem leikur gegn ÍR og 3. flokkur kvenna, sem leikur gegn Fram. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.
Þótt meistaraflokkum ÍBV í handbolta hafi ekki tekist að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar, þá hafa þrjú ungmennalið félagsins komist alla leið í úrslit. Þetta eru yngra ár 4. flokks kvenna, sem leikur gegn KA/Þór, eldra ár 4. flokks karla, sem leikur gegn ÍR og 3. flokkur kvenna, sem leikur gegn Fram. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.


'''4. sætið þegar þrír leikir eru eftir'''
=== '''4. sætið þegar þrír leikir eru eftir''' ===
 
Kvennalið ÍBV í handbolta komst upp í fjórða sæti Olísdeildarinnar með naumum sigri á Fylki í Árbænum.  Fylkir var yfir í hálfleik, 10:7 en ÍBV náði að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik og hafði betur 23:24.  Með sigrinum komst ÍBV upp fyrir Gróttu, sem gerði aðeins jafntefli gegn Haukum á útivelli en Fram og ÍBV eru nú jöfn að stigum með 28 stig í þriðja og fjórða sæti. 
Kvennalið ÍBV í handbolta komst upp í fjórða sæti Olísdeildarinnar með naumum sigri á Fylki í Árbænum.  Fylkir var yfir í hálfleik, 10:7 en ÍBV náði að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik og hafði betur 23:24.  Með sigrinum komst ÍBV upp fyrir Gróttu, sem gerði aðeins jafntefli gegn Haukum á útivelli en Fram og ÍBV eru nú jöfn að stigum með 28 stig í þriðja og fjórða sæti. 


'''Í góðri stöðu'''
=== '''Í góðri stöðu''' ===
 
Karlalið ÍBV í handbolta er komið í góða stöðu þegar sex leikir eru eftir í deildarkeppninni. Eyjamenn lögðu Akureyri að velli, í annað sinn á sex dögum, en báðir leikirnir fóru fram í Eyjum. Lokatölur  urðu 27:22 en með sigrinum náði ÍBV þriggja stiga forystu á Val, sem er í þriðja sæti deildarinnar.
Karlalið ÍBV í handbolta er komið í góða stöðu þegar sex leikir eru eftir í deildarkeppninni. Eyjamenn lögðu Akureyri að velli, í annað sinn á sex dögum, en báðir leikirnir fóru fram í Eyjum. Lokatölur  urðu 27:22 en með sigrinum náði ÍBV þriggja stiga forystu á Val, sem er í þriðja sæti deildarinnar.


Leikurinn gegn Akureyri þróaðist á margan hátt eins og fyrri leikur liðanna.  Leikmenn beggja liða gerðu talsvert af mistökum og framan af gekk ÍBV mjög illa sóknarlega enda var liðið bara búið að skora fjögur mörk eftir 20 mínútur.  En sem betur fer var vörnin í lagi og bak við hana var Kolbeinn Aron Ingibjargarson í miklu stuði en hann varði 46% skota sem komu á markið og alls 19 skot.  Annars var leikurinn nokkuð kaflaskiptur, Akureyringar byrjuðu betur, svo náði ÍBV þriggja marka forystu en í hálfleik var staðan 10:8.  Akureyringar jöfnuðu snemma í seinni hálfleik en Eyjamenn tóku svo öll völd á vellinum um miðjan síðari hálfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sigur.
Leikurinn gegn Akureyri þróaðist á margan hátt eins og fyrri leikur liðanna.  Leikmenn beggja liða gerðu talsvert af mistökum og framan af gekk ÍBV mjög illa sóknarlega enda var liðið bara búið að skora fjögur mörk eftir 20 mínútur.  En sem betur fer var vörnin í lagi og bak við hana var Kolbeinn Aron Ingibjargarson í miklu stuði en hann varði 46% skota sem komu á markið og alls 19 skot.  Annars var leikurinn nokkuð kaflaskiptur, Akureyringar byrjuðu betur, svo náði ÍBV þriggja marka forystu en í hálfleik var staðan 10:8.  Akureyringar jöfnuðu snemma í seinni hálfleik en Eyjamenn tóku svo öll völd á vellinum um miðjan síðari hálfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sigur.


'''Stefnumótun ÍBV íþróttafélags'''
=== '''Stefnumótun ÍBV íþróttafélags''' ===
 
Gildi ÍBV-íþróttafélags eru gleði, samvinna, barátta og heilbrigði. ÍBV sýnir baráttu,  jákvæðni, vináttu, virðingu og fagmennsku og ÍBV-arar eru stoltir, metnaðarfullir, duglegir og til fyrirmyndar. Þetta eru stór orð, en þetta er það sem ÍBV-örum finnst að ÍBV-íþróttafélag  eigi að standa fyrir og  eru niðurstaða vinnu undanfarinna mánaða.  Í allt voru haldnir fjórir fundir um stefnumörkunina og tóku um 50 manns þátt í verkefninu sem Sigursveinn Þórðarson, formaður, Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og Diljá Magnúsdóttir héldu utan um. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi fulltrúaráðs félagsins og félagsfundi í endaðan febrúar. Með þessu er lagður grunnur að stefnu og áherslum félagsins fyrir árin 2014 til 2018. Að verkinu komu foreldrar, stjórn félagins og og stjórnir ráða, stuðningsmenn, styrktaraðilar og fulltrúaráð og síðasti fundurinn var með þjálfurum og starfsmönnum félagsins.
Gildi ÍBV-íþróttafélags eru gleði, samvinna, barátta og heilbrigði. ÍBV sýnir baráttu,  jákvæðni, vináttu, virðingu og fagmennsku og ÍBV-arar eru stoltir, metnaðarfullir, duglegir og til fyrirmyndar. Þetta eru stór orð, en þetta er það sem ÍBV-örum finnst að ÍBV-íþróttafélag  eigi að standa fyrir og  eru niðurstaða vinnu undanfarinna mánaða.  Í allt voru haldnir fjórir fundir um stefnumörkunina og tóku um 50 manns þátt í verkefninu sem Sigursveinn Þórðarson, formaður, Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og Diljá Magnúsdóttir héldu utan um. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi fulltrúaráðs félagsins og félagsfundi í endaðan febrúar. Með þessu er lagður grunnur að stefnu og áherslum félagsins fyrir árin 2014 til 2018. Að verkinu komu foreldrar, stjórn félagins og og stjórnir ráða, stuðningsmenn, styrktaraðilar og fulltrúaráð og síðasti fundurinn var með þjálfurum og starfsmönnum félagsins.


Lína 115: Lína 102:
'''''Óskýr ábyrgð'''''  
'''''Óskýr ábyrgð'''''  


Einnig var talað um að stærsti veikleiki félagsins sé óskýr ábyrgð – menn geti gengið frá borðinu ef illa gengur. Fólk gerði sér þó grein fyrir að erfitt er að fá fólk í sjálfboðavinnu til að taka á sig persónulega ábyrgð. Óskýrir verkferlar unglingaráðs, upplýsingaskortur milli þjálfara og stjórnenda voru einnig nefnd. Fólk vill einnig fá upplýsingar um afkomu þjóðhátíðar sem er stærsta fjáröflun félagsins. Dóra Björk sagði það ekki ráðlegt en þó sýndi Hörður Orri Grettisson hlutfallslegan kostnað einstakra liða í hátíðarhaldinu og kom þar margt á óvart. Til dæmis er dagskráin um 24 prósent af heildarkostnaði og bara í að losna við sorp og úrgang fer einn tíundi.  „Það er margt sagt um ÍBV og ekki alltaf sannleikanum samkvæmt. Þar þurfa félagsmenn að hjálpa okkur við að stöðva umtalið um félagið og er  
Einnig var talað um að stærsti veikleiki félagsins sé óskýr ábyrgð – menn geti gengið frá borðinu ef illa gengur. Fólk gerði sér þó grein fyrir að erfitt er að fá fólk í sjálfboðavinnu til að taka á sig persónulega ábyrgð. Óskýrir verkferlar unglingaráðs, upplýsingaskortur milli þjálfara og stjórnenda voru einnig nefnd. Fólk vill einnig fá upplýsingar um afkomu þjóðhátíðar sem er stærsta fjáröflun félagsins. Dóra Björk sagði það ekki ráðlegt en þó sýndi Hörður Orri Grettisson hlutfallslegan kostnað einstakra liða í hátíðarhaldinu og kom þar margt á óvart. Til dæmis er dagskráin um 24 prósent af heildarkostnaði og bara í að losna við sorp og úrgang fer einn tíundi.  „Það er margt sagt um ÍBV og ekki alltaf sannleikanum samkvæmt. Þar þurfa félagsmenn að hjálpa okkur við að stöðva umtalið um félagið og er besta leiðin að hafa samband við okkur á skrifstofuna ef fólk vantar upplýsingar,“ sagði Dóra Björk.  
 
besta leiðin að hafa samband við okkur á skrifstofuna ef fólk vantar upplýsingar,“ sagði Dóra Björk.


'''''Ofþjálfun barna'''''  
'''''Ofþjálfun barna'''''  


Skrifstofan og daglegt starf félagsins er talinn veikleiki þess. Helst er það skipulag og stefna félagsins sem er nefnt í því sambandi.  Oftast var komið inn á þjálfun og um leið ofþjálfun barna. M.a. þegar þau æfa upp fyrir sig og kröfur um að mæta á allar æfingar undir slíkum kringumstæðum. Vantar upp á skipulag og reglur félagsins hvað þetta varðar.  Dóra Björk sagði að verið væri að taka á þessu og nú ættu krakkar ekki að æfa upp fyrir sig án þess að fyrir liggi samþykki framkvæmdastjóra, fulltrúa deildar og foreldra. „Einnig er félagið búið að setja upp töflu þar sem kemur fram fjöldi æfinga eftir tímabilum í öllum flokkum. Þessi vinna hefur verið mjög tímafrek og fengum við marga að borðinu til að  
Skrifstofan og daglegt starf félagsins er talinn veikleiki þess. Helst er það skipulag og stefna félagsins sem er nefnt í því sambandi.  Oftast var komið inn á þjálfun og um leið ofþjálfun barna. M.a. þegar þau æfa upp fyrir sig og kröfur um að mæta á allar æfingar undir slíkum kringumstæðum. Vantar upp á skipulag og reglur félagsins hvað þetta varðar.  Dóra Björk sagði að verið væri að taka á þessu og nú ættu krakkar ekki að æfa upp fyrir sig án þess að fyrir liggi samþykki framkvæmdastjóra, fulltrúa deildar og foreldra. „Einnig er félagið búið að setja upp töflu þar sem kemur fram fjöldi æfinga eftir tímabilum í öllum flokkum. Þessi vinna hefur verið mjög tímafrek og fengum við marga að borðinu til að hjálpa okkur við að stilla þessu upp.“  
 
hjálpa okkur við að stilla þessu upp.“  


'''''Átök og ósætti'''''
'''''Átök og ósætti'''''
Lína 131: Lína 114:
félagið sjálft var ekki með flestar athugasemdir. Nú var það þjálfun og yngri flokkastarfið sem félagsmenn höfðu mestar áhyggjur af. Slíkt kemur ekki á óvart enda grunnurinn að öllum rekstri félagsins og eðlilegt að fókusinn sé þar þegar litið er á hvaða ógnanir steðja helst að. Ofþjálfun og æfingaálag fær sinn skammt sem og sú samkeppni sem er innan félagsins um iðkendur.   „Tækifæri félagsins snúa að mestu leyti að félaginu sjálfu. Að auka og efla það samstarf sem stofnað hefur verið til á undanförnum árum. Að akademían verði efld, að samstarf og samvinna innan félagsins verði efld til muna. Tækifærin liggja líka í fræðslustarfi, að auka þann hluta starfseminnar og að vera leiðandi í heilbrigðum lífstíl. Aðstaða félagsins, viðburðir og daglegt starf er einnig talið upp sem tækifæri,“ eru svo lokaorðin.
félagið sjálft var ekki með flestar athugasemdir. Nú var það þjálfun og yngri flokkastarfið sem félagsmenn höfðu mestar áhyggjur af. Slíkt kemur ekki á óvart enda grunnurinn að öllum rekstri félagsins og eðlilegt að fókusinn sé þar þegar litið er á hvaða ógnanir steðja helst að. Ofþjálfun og æfingaálag fær sinn skammt sem og sú samkeppni sem er innan félagsins um iðkendur.   „Tækifæri félagsins snúa að mestu leyti að félaginu sjálfu. Að auka og efla það samstarf sem stofnað hefur verið til á undanförnum árum. Að akademían verði efld, að samstarf og samvinna innan félagsins verði efld til muna. Tækifærin liggja líka í fræðslustarfi, að auka þann hluta starfseminnar og að vera leiðandi í heilbrigðum lífstíl. Aðstaða félagsins, viðburðir og daglegt starf er einnig talið upp sem tækifæri,“ eru svo lokaorðin.


'''Átti 3 lið í úrslitum, einstakur árangur'''  
=== '''Átti 3 lið í úrslitum, einstakur árangur''' ===
 
ÍBV náði hreint frábærum árangri í Coca-Cola bikarkeppninni en félagið átti þrjú lið í úrslitum, unglingaflokk kvenna og 4. flokk karla og kvenna.  Síðarnefndu liðin tvö unnu sína leiki, stelpurnar eftir framlengdan leik gegn Þór/KA en strákarnir lögðu ÍR með miklum yfirburðum.  Unglingaflokkur tapaði hins vegar sínum leik eftir hetjulega baráttu en lokasekúndur leiksins voru mjög dramatískar, þar sem Eyjastelpur skutu í stöng, Fram brunaði í sókn og skoraði sigurmarkið þegar fimm sekúndur voru eftir.
ÍBV náði hreint frábærum árangri í Coca-Cola bikarkeppninni en félagið átti þrjú lið í úrslitum, unglingaflokk kvenna og 4. flokk karla og kvenna.  Síðarnefndu liðin tvö unnu sína leiki, stelpurnar eftir framlengdan leik gegn Þór/KA en strákarnir lögðu ÍR með miklum yfirburðum.  Unglingaflokkur tapaði hins vegar sínum leik eftir hetjulega baráttu en lokasekúndur leiksins voru mjög dramatískar, þar sem Eyjastelpur skutu í stöng, Fram brunaði í sókn og skoraði sigurmarkið þegar fimm sekúndur voru eftir.


Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari meistaraflokks og unglingaflokks kvenna, sagði í viðtali við Eyjafréttir að árangur ÍBV sé ótrúlegur.  ''„Það er í raun og veru ótrúlegt að bæjarfélag sem telur um 4.300 manns, eigi þrjú lið í bikarúrslitum um helgina, ekki síst þegar horft er til iðkendafjölda hjá félaginu samanborið við Reykjavíkurfélögin.  Fram er eina félagið sem átti jafn mörg lið í bikarúrslitum en Fram er rekið á tveimur stöðum í Reykjavík og er líklega með fjórfalt fleiri iðkendur.  Stór handboltafélög eins og FH og Haukar eru bara með eitt lið í yngri flokkunum í úrslitum.  Þannig að þessi árangur, að ná þremur liðum í úrslit og að vinna tvo bikara er alveg ótrúlegur.  Helgin var líka mjög eftirminnileg því samheldnin var svo mikil á milli flokka. Þegar eitt liðið var búið að spila, þá fór það upp í stúku og öskraði úr sér lungun fyrir næsta lið.  Þetta er ekkert sjálfgefið.  Auk þess kom fullt af fólki að fylgjast með og talað um að á unglingaflokksleiknum hjá stelpunum, hafi verið meiri stemmning en á úrslitaleik meistaraflokkanna.“'' 
Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari meistaraflokks og unglingaflokks kvenna, sagði í viðtali við Eyjafréttir að árangur ÍBV sé ótrúlegur.  ''„Það er í raun og veru ótrúlegt að bæjarfélag sem telur um 4.300 manns, eigi þrjú lið í bikarúrslitum um helgina, ekki síst þegar horft er til iðkendafjölda hjá félaginu samanborið við Reykjavíkurfélögin.  Fram er eina félagið sem átti jafn mörg lið í bikarúrslitum en Fram er rekið á tveimur stöðum í Reykjavík og er líklega með fjórfalt fleiri iðkendur.  Stór handboltafélög eins og FH og Haukar eru bara með eitt lið í yngri flokkunum í úrslitum.  Þannig að þessi árangur, að ná þremur liðum í úrslit og að vinna tvo bikara er alveg ótrúlegur.  Helgin var líka mjög eftirminnileg því samheldnin var svo mikil á milli flokka. Þegar eitt liðið var búið að spila, þá fór það upp í stúku og öskraði úr sér lungun fyrir næsta lið.  Þetta er ekkert sjálfgefið.  Auk þess kom fullt af fólki að fylgjast með og talað um að á unglingaflokksleiknum hjá stelpunum, hafi verið meiri stemmning en á úrslitaleik meistaraflokkanna.“''
 
'''Úrslitakeppnin handan við hornið'''


=== '''Úrslitakeppnin handan við hornið''' ===
Eftir 28-26 sigur á Haukum, er kvennalið ÍBV  komið með aðra hönd á heimaleikjaréttinn í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Leikurinn var vægast sagt kaflaskiptur.  ÍBV skoraði 22 mörk í fyrri hálfleik en aðeins 6 í þeim síðari, sem reyndar dugði til sigurs.
Eftir 28-26 sigur á Haukum, er kvennalið ÍBV  komið með aðra hönd á heimaleikjaréttinn í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Leikurinn var vægast sagt kaflaskiptur.  ÍBV skoraði 22 mörk í fyrri hálfleik en aðeins 6 í þeim síðari, sem reyndar dugði til sigurs.


Sama má segja um karlaliðið, það er  komnið langleiðina í úrslitakeppni Íslandsmótsins eftir laglegan fimm marka sigur á sjálfum Íslandsmeisturum Fram. Lokatölur urðu 29:24 en Framarar voru einu marki yfir í fyrri hálfleik, 13:14. Eyjamenn þurfa aðeins tvö stig í viðbót til að tryggja sæti sitt í úrslitunum en fimm umferðir eru eftir. 
Sama má segja um karlaliðið, það er  komnið langleiðina í úrslitakeppni Íslandsmótsins eftir laglegan fimm marka sigur á sjálfum Íslandsmeisturum Fram. Lokatölur urðu 29:24 en Framarar voru einu marki yfir í fyrri hálfleik, 13:14. Eyjamenn þurfa aðeins tvö stig í viðbót til að tryggja sæti sitt í úrslitunum en fimm umferðir eru eftir. 


'''Lengjubikarinn'''
=== '''Lengjubikarinn''' ===
 
Karla- og kvennalið ÍBV léku bæði í Lengjubikarnum um miðjan mars.  Kvennaliðið mætti Val og beið afhroð í leiknum, tapaði 7:1 eftir að hafa komist yfir í upphafi leiks.  Mark ÍBV gerði Vesna Smiljkovic en staðan í hálfleik var 2:1 fyrir Val.    
Karla- og kvennalið ÍBV léku bæði í Lengjubikarnum um miðjan mars.  Kvennaliðið mætti Val og beið afhroð í leiknum, tapaði 7:1 eftir að hafa komist yfir í upphafi leiks.  Mark ÍBV gerði Vesna Smiljkovic en staðan í hálfleik var 2:1 fyrir Val.    


Karlaliðið lék á sama tíma við  Stjörnuna og fór leikurinn fram í Reykjaneshöllinni.  Víðir Þorvarðarson fékk að líta rauða spjaldið strax á 23. mínútu. Víðir fékk tvö gul spjöld en bæði spjöldin fékk hann eftir að brotið var illa á honum og fannst mönnum að dómarinn hefði mátt sýna Víði meiri skilning.  Fram að þessu hafði ÍBV verið mun sterkari aðilinn og þrátt fyrir að leika einum færri, tókst ÍBV að halda leiknum í jafnvægi framan af.  Stjarnan náði hins vegar að skora eitt mark þegar langt var liðið á síðari hálfleikinn og vann 1:0. 
Karlaliðið lék á sama tíma við  Stjörnuna og fór leikurinn fram í Reykjaneshöllinni.  Víðir Þorvarðarson fékk að líta rauða spjaldið strax á 23. mínútu. Víðir fékk tvö gul spjöld en bæði spjöldin fékk hann eftir að brotið var illa á honum og fannst mönnum að dómarinn hefði mátt sýna Víði meiri skilning.  Fram að þessu hafði ÍBV verið mun sterkari aðilinn og þrátt fyrir að leika einum færri, tókst ÍBV að halda leiknum í jafnvægi framan af.  Stjarnan náði hins vegar að skora eitt mark þegar langt var liðið á síðari hálfleikinn og vann 1:0. 


'''6. flokkur Íslandsmeistari'''
=== '''6. flokkur Íslandsmeistari''' ===
 
Stelpurnar í 6. flokki, eldra ár, tryggðu sér  Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.  Það gerðu þær þótt enn sé eitt fjölliðamót eftir en liðin safna stigum á mótum vetrarins. Stelpurnar unnu flesta leiki sína nokkuð örugglega og hafa haft nokkra yfirburði í vetur.
Stelpurnar í 6. flokki, eldra ár, tryggðu sér  Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.  Það gerðu þær þótt enn sé eitt fjölliðamót eftir en liðin safna stigum á mótum vetrarins. Stelpurnar unnu flesta leiki sína nokkuð örugglega og hafa haft nokkra yfirburði í vetur.


'''Hlátur og hátíðarréttir á herrakvöldi'''
=== '''Hlátur og hátíðarréttir á herrakvöldi''' ===
 
Herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV fór fram í Golfskálanum 21. mars.  Herrakvöldin hafa verið afar vel sótt undanfarin ár og engin undantekning á því þetta árið.  Kvöldið byrjaði með borðhaldi þar sem sjávarréttir voru í aðalhlutverki.  Létu menn vel af matnum og hólkuðu í sig sem mest þeir máttu.   
Herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV fór fram í Golfskálanum 21. mars.  Herrakvöldin hafa verið afar vel sótt undanfarin ár og engin undantekning á því þetta árið.  Kvöldið byrjaði með borðhaldi þar sem sjávarréttir voru í aðalhlutverki.  Létu menn vel af matnum og hólkuðu í sig sem mest þeir máttu.   


Lína 161: Lína 139:
Auk þess var bingó þar sem veislugestir unnu góða hluti og myndir en eftir að formlegri dagskrá lauk, sátu menn áfram og spjölluðu.
Auk þess var bingó þar sem veislugestir unnu góða hluti og myndir en eftir að formlegri dagskrá lauk, sátu menn áfram og spjölluðu.


'''Leika í  úrslitakeppninni'''
=== '''Leika í  úrslitakeppninni''' ===
 
Karlalið ÍBV tryggði sér sæti í úrslitakeppninni og heimaleikjarétt með glæsilegum útisigri á ÍR. Lokatölur urðu 26:29 en leikurinn var Eyjamönnum mjög erfiður, eins og flestir leikir hafa verið í vetur en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir með því að tryggja sér sigurinn á lokakaflanum.  
Karlalið ÍBV tryggði sér sæti í úrslitakeppninni og heimaleikjarétt með glæsilegum útisigri á ÍR. Lokatölur urðu 26:29 en leikurinn var Eyjamönnum mjög erfiður, eins og flestir leikir hafa verið í vetur en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir með því að tryggja sér sigurinn á lokakaflanum.  


Lína 191: Lína 168:
ÍBV er komið í úrslit Íslandsmótsins eftir sannfærandi sigur á Val í Eyjum. Lokatölur urðu 28:23 en Eyjamenn náðu mest átta marka forystu í seinni hálfleik. Studdir af frábærum stuðningsmönnum sínum náðu þeir að standast áhlaup Valsmanna í lokin og fögnuðurinn varð gríðarlegur í leikslok. Enda ekki skrítið þar sem ÍBV spilaði í 1. deild fyrir ári en keppir nú um stærsta titilinn í handboltanum hér á landi. Hver hefði trúað því síðasta haust? Leikmenn ÍBV léku á als oddi lengst af og sigur þeirra var sanngjarn. Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt. Rimma liðanna tveggja var hnífjöfn og erfitt verkefni að koma til Eyja og sækja sigur. Það afrekuðu þeir tvisvar í vetur en að gera það í þriðja sinn var of mikið. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og augljóst að mikið var undir því leikmenn beggja liða gerðu talsvert af mistökum framan af leik. Þegar 10 mín. voru eftir af fyrri hálfleik skildi hins vegar að. ÍBV náði þá fimm marka forystu en Valsmenn skoruðu aðeins þrjú mörk á síðustu fimmtán mínútum hálfleiksins, sem er auðvitað allt of lítið. Það verður hins vegar ekki tekið af Eyjamönnum að varnarleikur liðsins var mjög öflugur og í kjölfarið fengu þeir auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Valsmenn virtust reyna allt í síðari hálfleik til að brúa bilið en munurinn hélt áfram að aukast og varð mestur átta mörk. En eftir hálftíma ráðaleysi Valsmanna, síðustu fimmtán mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu fimmtán í þeim seinni, náðu þeir loksins áttum og söxuðu jafnt og þétt á forskot ÍBV. Valur fékk tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk ístöðunni 23:20 og rúmar sex mínútur eftir en þeir náðu ekki að komast yfir þann þröskuld og Eyjamenn juku aftur muninn. Nú bíður Eyjamanna verðugt verkefni, að mæta Haukum í úrslitunum. Haukar unnu alla þrjá leiki liðanna í deildinni og þess má geta að síðast þegar ÍBV komst í úrslit, árið 2005, á töpuðu þeir einmitt gegn Haukum, 3:0.
ÍBV er komið í úrslit Íslandsmótsins eftir sannfærandi sigur á Val í Eyjum. Lokatölur urðu 28:23 en Eyjamenn náðu mest átta marka forystu í seinni hálfleik. Studdir af frábærum stuðningsmönnum sínum náðu þeir að standast áhlaup Valsmanna í lokin og fögnuðurinn varð gríðarlegur í leikslok. Enda ekki skrítið þar sem ÍBV spilaði í 1. deild fyrir ári en keppir nú um stærsta titilinn í handboltanum hér á landi. Hver hefði trúað því síðasta haust? Leikmenn ÍBV léku á als oddi lengst af og sigur þeirra var sanngjarn. Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt. Rimma liðanna tveggja var hnífjöfn og erfitt verkefni að koma til Eyja og sækja sigur. Það afrekuðu þeir tvisvar í vetur en að gera það í þriðja sinn var of mikið. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og augljóst að mikið var undir því leikmenn beggja liða gerðu talsvert af mistökum framan af leik. Þegar 10 mín. voru eftir af fyrri hálfleik skildi hins vegar að. ÍBV náði þá fimm marka forystu en Valsmenn skoruðu aðeins þrjú mörk á síðustu fimmtán mínútum hálfleiksins, sem er auðvitað allt of lítið. Það verður hins vegar ekki tekið af Eyjamönnum að varnarleikur liðsins var mjög öflugur og í kjölfarið fengu þeir auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Valsmenn virtust reyna allt í síðari hálfleik til að brúa bilið en munurinn hélt áfram að aukast og varð mestur átta mörk. En eftir hálftíma ráðaleysi Valsmanna, síðustu fimmtán mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu fimmtán í þeim seinni, náðu þeir loksins áttum og söxuðu jafnt og þétt á forskot ÍBV. Valur fékk tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk ístöðunni 23:20 og rúmar sex mínútur eftir en þeir náðu ekki að komast yfir þann þröskuld og Eyjamenn juku aftur muninn. Nú bíður Eyjamanna verðugt verkefni, að mæta Haukum í úrslitunum. Haukar unnu alla þrjá leiki liðanna í deildinni og þess má geta að síðast þegar ÍBV komst í úrslit, árið 2005, á töpuðu þeir einmitt gegn Haukum, 3:0.


'''Tryggðu sér þriðja sætið í Olísdeildinni og síðan sæti í undanúrslitum'''
=== '''Tryggðu sér þriðja sætið í Olísdeildinni og síðan sæti í undanúrslitum''' ===
 
Kvennalið ÍBV tryggði sér þriðja sætið í Olísdeildinni með sigri á FH í síðustu umferð.  Eyjakonur þurftu á sigrinum að halda, þar sem Fram hefði getað stolið þriðja sætinu af ÍBV með sigri ef ÍBV hefði tapað.  En leikmenn ÍBV stóðust prófið með glans og mæta einmitt FH í 8-liða úrslitum.  Lokatölur leiksins urðu 24:21 en staðan í hálfleik var 11:8.
Kvennalið ÍBV tryggði sér þriðja sætið í Olísdeildinni með sigri á FH í síðustu umferð.  Eyjakonur þurftu á sigrinum að halda, þar sem Fram hefði getað stolið þriðja sætinu af ÍBV með sigri ef ÍBV hefði tapað.  En leikmenn ÍBV stóðust prófið með glans og mæta einmitt FH í 8-liða úrslitum.  Lokatölur leiksins urðu 24:21 en staðan í hálfleik var 11:8.


Lína 219: Lína 195:
Hjá ÍBV voru þær Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir atkvæðamestar. Í Eyjaliðinu eru margir ungir leikmenn og um tíma voru fjórir leikmenn inn á hjá þeim úr unglingaflokki félagsins. Reynslan sem þessar stelpur fengu nú mun skila ÍBV sterku liði á komandi árum. Leikmenn liðsins geta borið höfuðið hátt en þær mættu einfaldlega ofjörlum sínum í þetta sinn.
Hjá ÍBV voru þær Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir atkvæðamestar. Í Eyjaliðinu eru margir ungir leikmenn og um tíma voru fjórir leikmenn inn á hjá þeim úr unglingaflokki félagsins. Reynslan sem þessar stelpur fengu nú mun skila ÍBV sterku liði á komandi árum. Leikmenn liðsins geta borið höfuðið hátt en þær mættu einfaldlega ofjörlum sínum í þetta sinn.


'''Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn – æsispennandi frá upphafi'''
=== '''Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn – æsispennandi frá upphafi''' ===
 
ÍBV tapaði fyrsta leik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla gegn Haukum en leikurinn fór fram í Hafnarfirði fengu Haukar  heimaleikjaréttinn.  Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og lokamínútan var ekki fyrir hjartveika. Lokatölur urðu hins vegar 29:28 eftir að staðan hafði verið 15:15 í hálfleik. Þótt hálfleiks- og lokatölur gefi það ekki til kynna, voru nokkrar sveiflur í leiknum.  Haukar voru lengst af með undirtökin en Eyjamenn komu alltaf til baka og jöfnuðu.  Þeir gerðu reyndar gott betur því ÍBV var tveimur mörkum yfir þegar sex mínútur voru eftir en þá hrökk liðið í baklás, Haukar nýttu sér það að vera einum fleiri. ÍBV fékk síðasta tækifærið til að skora en Andri Heimir Friðriksson skaut yfir úr dauðafæri.   
ÍBV tapaði fyrsta leik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla gegn Haukum en leikurinn fór fram í Hafnarfirði fengu Haukar  heimaleikjaréttinn.  Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og lokamínútan var ekki fyrir hjartveika. Lokatölur urðu hins vegar 29:28 eftir að staðan hafði verið 15:15 í hálfleik. Þótt hálfleiks- og lokatölur gefi það ekki til kynna, voru nokkrar sveiflur í leiknum.  Haukar voru lengst af með undirtökin en Eyjamenn komu alltaf til baka og jöfnuðu.  Þeir gerðu reyndar gott betur því ÍBV var tveimur mörkum yfir þegar sex mínútur voru eftir en þá hrökk liðið í baklás, Haukar nýttu sér það að vera einum fleiri. ÍBV fékk síðasta tækifærið til að skora en Andri Heimir Friðriksson skaut yfir úr dauðafæri.   


'''Baráttan um Íslandsmeistaratitlinn, hamskipti í hálfleik'''
=== '''Baráttan um Íslandsmeistaratitlinn, hamskipti í hálfleik''' ===
 
ÍBV jafnaði metin í rimmunni við Hauka í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik á heimavelli með tveggja marka sigri, 25:23, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 13:10, þar sem fátt virtist vera annað í spilunum en að Haukar væru að tryggja sér annan vinning í einvíginu og komast þar með í lykilstöðu. Sú varð ekki raunin. Leikmenn ÍBV sneru taflinu við og unnu öruggan sigur þegar dæmið var gert upp. Þriðji leikur liðanna verður í Hafnarfirði  og alveg ljóst að a.m.k. kemur til fjórða leiks í Eyjum í þessu einvígi.  ''„Þessi sigur var fyrir Eyjamenn og alla okkar frábæru stuðningsmenn,“'' sagði Gunnar Magnússon, annar þjálfari ÍBV, í sigurdansinum miðjum sem myndaðist í íþróttasalnum í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum  þegar flautað var til leiksloka. Stemningin var frábær, örlítið „þýsk“ en alls ekki „makedónsk“ eins og einhver hélt fram eftir fyrsta leik liðanna. „''Með þessum sigri tryggðum við Eyjamönnum einn heimaleik til viðbótar á þriðjudagskvöldið,“'' sagði Gunnar sem var skiljanlega afar ánægður með framgöngu sinna manna í síðari hálfleik þegar þeir sneru leiknum sér í hag.  
ÍBV jafnaði metin í rimmunni við Hauka í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik á heimavelli með tveggja marka sigri, 25:23, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 13:10, þar sem fátt virtist vera annað í spilunum en að Haukar væru að tryggja sér annan vinning í einvíginu og komast þar með í lykilstöðu. Sú varð ekki raunin. Leikmenn ÍBV sneru taflinu við og unnu öruggan sigur þegar dæmið var gert upp. Þriðji leikur liðanna verður í Hafnarfirði  og alveg ljóst að a.m.k. kemur til fjórða leiks í Eyjum í þessu einvígi.  ''„Þessi sigur var fyrir Eyjamenn og alla okkar frábæru stuðningsmenn,“'' sagði Gunnar Magnússon, annar þjálfari ÍBV, í sigurdansinum miðjum sem myndaðist í íþróttasalnum í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum  þegar flautað var til leiksloka. Stemningin var frábær, örlítið „þýsk“ en alls ekki „makedónsk“ eins og einhver hélt fram eftir fyrsta leik liðanna. „''Með þessum sigri tryggðum við Eyjamönnum einn heimaleik til viðbótar á þriðjudagskvöldið,“'' sagði Gunnar sem var skiljanlega afar ánægður með framgöngu sinna manna í síðari hálfleik þegar þeir sneru leiknum sér í hag.  


Lína 231: Lína 205:
''„Við vorum með þriggja marka forskot í hálfleik og töluðum um að koma sterkir til leiks á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks og bæta við fjórða og fimmta markinu í forskot. Það gekk ekki eftir og leikur okkar varð eins ólíkur í síðari hálfleik og hann gat eða átti helst að vera,''“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka''. „Við vorum þolinmóðir. Það færði okkur þennan sigur meðal annars. Við héldum okkar áætlun þótt ekki hefði allt gengið sem skyldi í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik small síðan allt,“'' sagði Gunnar Magnússon“, þjálfari ÍBV.    
''„Við vorum með þriggja marka forskot í hálfleik og töluðum um að koma sterkir til leiks á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks og bæta við fjórða og fimmta markinu í forskot. Það gekk ekki eftir og leikur okkar varð eins ólíkur í síðari hálfleik og hann gat eða átti helst að vera,''“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka''. „Við vorum þolinmóðir. Það færði okkur þennan sigur meðal annars. Við héldum okkar áætlun þótt ekki hefði allt gengið sem skyldi í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik small síðan allt,“'' sagði Gunnar Magnússon“, þjálfari ÍBV.    


'''Baráttan um Íslandsmeistaratitlinn – öllum aðalmönnum skipt út'''
=== '''Baráttan um Íslandsmeistaratitlinn – öllum aðalmönnum skipt út''' ===
 
Stórleikur markvarðar Hauka, Giedrius Morkunas, átti öðru fremur þátt í að Haukar unnu öruggan sjö marka sigur á ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattlek karla í Schenkerhöllinni á Ásvöllum, lokatölur, 26:19. Morkunas varði 22 skot, mörg hver í opnum færum. Hann var með 12 skot í fyrri hálfleik og tíu í þeim seinni, flest hver eftir að leikmenn ÍBV komust í opin færi. Haukar voru með yfirhöndina í leiknum nær því frá upphafi til enda. Þegar flautað var til hálfleik voru heimamenn fjórum mörkum yfir, 14:10. Segja má að meginmunurinna á liðunum að loknum fyrri hálfleik hafi í raun verið markvarslan, 12 skot hjá Morkunas gegn þremur hjá kollegum hans í marki ÍBV.
Stórleikur markvarðar Hauka, Giedrius Morkunas, átti öðru fremur þátt í að Haukar unnu öruggan sjö marka sigur á ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattlek karla í Schenkerhöllinni á Ásvöllum, lokatölur, 26:19. Morkunas varði 22 skot, mörg hver í opnum færum. Hann var með 12 skot í fyrri hálfleik og tíu í þeim seinni, flest hver eftir að leikmenn ÍBV komust í opin færi. Haukar voru með yfirhöndina í leiknum nær því frá upphafi til enda. Þegar flautað var til hálfleik voru heimamenn fjórum mörkum yfir, 14:10. Segja má að meginmunurinna á liðunum að loknum fyrri hálfleik hafi í raun verið markvarslan, 12 skot hjá Morkunas gegn þremur hjá kollegum hans í marki ÍBV.


Eyjamenn reyndu að svara fyrir sig með áhlaupi í upphafi fyrri hálfleiks, eins og þeim tókst á heimavelli. Nú stóðust leikmenn Hauka áhlaupið, ekki síst vegna framúrskarandi leiks Morkunas. Eyjamenn minnkuðu muninn í 15:12, úr 15:10, snemma í hálfleiknum. Nær komust þeir ekki og Haukar skoruðu sex mörk í röð og náðu níu marka forskoti, 21:12. Þar með voru úrslitin ráðin þótt enn væri um stundarfjórðungur til leiksloka. Fljótlega hentu þjálfarar ÍBV hvíta handklæðinu inn í hringinn sem merki um uppgjöf. Öllum aðalmönnum liðsins var skipt út og óreyndari menn fengu að spreyta sig. Sjálfsagt rétt hjá þeim að láta menn spara kraftana fyrir fjórða leikinn sem fram fer í Vestmannaeyjum.
Eyjamenn reyndu að svara fyrir sig með áhlaupi í upphafi fyrri hálfleiks, eins og þeim tókst á heimavelli. Nú stóðust leikmenn Hauka áhlaupið, ekki síst vegna framúrskarandi leiks Morkunas. Eyjamenn minnkuðu muninn í 15:12, úr 15:10, snemma í hálfleiknum. Nær komust þeir ekki og Haukar skoruðu sex mörk í röð og náðu níu marka forskoti, 21:12. Þar með voru úrslitin ráðin þótt enn væri um stundarfjórðungur til leiksloka. Fljótlega hentu þjálfarar ÍBV hvíta handklæðinu inn í hringinn sem merki um uppgjöf. Öllum aðalmönnum liðsins var skipt út og óreyndari menn fengu að spreyta sig. Sjálfsagt rétt hjá þeim að láta menn spara kraftana fyrir fjórða leikinn sem fram fer í Vestmannaeyjum.


'''Baráttan um Íslandsmeistaratitlinn – Við erum með Haukana sagði Grétar'''
=== '''Baráttan um Íslandsmeistaratitlinn – Við erum með Haukana sagði Grétar''' ===
 
''„Við fórum vel yfir þrjá fyrstu leikina og þar kom í ljós að við erum með Haukana. Það vantaði upp á markvörsluna hjá okkur í þriðja leiknum en annars erum við með þá og við sýndum það að þessu sinni,“'' sagði glaðbeittur Grétar Eyþórsson, hornamaður ÍBV, eftir að Eyjamenn skelltu Haukum, 27:20, í fjórða leik liðanna í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Þar með er ljóst að það kemur til oddaleiks á milli Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. ''„Mér finnst við hafa lausnir við þeirra leik en þeir hafa færri lausnir áokkar leik. Þannig að við berum höfuðið hátt á Ásvöllum í fimmta leiknum. Maður er búinn á því eftir svona leiki en þegar maður lítur upp í stúkuna og heyrir í áhorfendum fær fólkið mann til þess að trúa að nóg sé eftir á tanknum. Á því flýtur maður áfram,“'' sagði Grétar Eyþórsson, leikmaður ÍBV, en sem fyrr var stemningin meðal áhorfenda mögnuð í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Vel yfir eitt þúsund áhorfendur troðfylltu húsið, þar af var vaskur hópur stuðningsmanna Hauka sem einnig lét vel í sér heyra að vanda.  
''„Við fórum vel yfir þrjá fyrstu leikina og þar kom í ljós að við erum með Haukana. Það vantaði upp á markvörsluna hjá okkur í þriðja leiknum en annars erum við með þá og við sýndum það að þessu sinni,“'' sagði glaðbeittur Grétar Eyþórsson, hornamaður ÍBV, eftir að Eyjamenn skelltu Haukum, 27:20, í fjórða leik liðanna í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Þar með er ljóst að það kemur til oddaleiks á milli Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. ''„Mér finnst við hafa lausnir við þeirra leik en þeir hafa færri lausnir áokkar leik. Þannig að við berum höfuðið hátt á Ásvöllum í fimmta leiknum. Maður er búinn á því eftir svona leiki en þegar maður lítur upp í stúkuna og heyrir í áhorfendum fær fólkið mann til þess að trúa að nóg sé eftir á tanknum. Á því flýtur maður áfram,“'' sagði Grétar Eyþórsson, leikmaður ÍBV, en sem fyrr var stemningin meðal áhorfenda mögnuð í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Vel yfir eitt þúsund áhorfendur troðfylltu húsið, þar af var vaskur hópur stuðningsmanna Hauka sem einnig lét vel í sér heyra að vanda.  


Lína 245: Lína 217:
''„Þetta var fyrst og fremst vilji, stemning og flottur handbolti,“'' sagði Arnar Pétursson, annar þjálfari ÍBV, eftir sigurleikinn í Eyjum. ''„Ég fann það strax inni í klefa að menn voru klárir í slaginn í okkar síðasta heimaleik fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn. Menn ætluðu að selja sig dýrt og sú varð og raunin,“'' sagði Arnar, sem eins og nærri má geta brosti eins og sólin eftir þennan sjö marka sigur, 27:20. Spurður hvort Eyjamenn væru nú komnir í óskastöðu sagði Arnar svo vera. ''„Úr því sem komið var þá var þetta staðan sem við vildum komast í; oddaleikur. Það er óskastaða fyrir okkur og fyrir handboltann,“ sagði Arnar Pétursson,'' annar þjálfari ÍBV.
''„Þetta var fyrst og fremst vilji, stemning og flottur handbolti,“'' sagði Arnar Pétursson, annar þjálfari ÍBV, eftir sigurleikinn í Eyjum. ''„Ég fann það strax inni í klefa að menn voru klárir í slaginn í okkar síðasta heimaleik fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn. Menn ætluðu að selja sig dýrt og sú varð og raunin,“'' sagði Arnar, sem eins og nærri má geta brosti eins og sólin eftir þennan sjö marka sigur, 27:20. Spurður hvort Eyjamenn væru nú komnir í óskastöðu sagði Arnar svo vera. ''„Úr því sem komið var þá var þetta staðan sem við vildum komast í; oddaleikur. Það er óskastaða fyrir okkur og fyrir handboltann,“ sagði Arnar Pétursson,'' annar þjálfari ÍBV.


'''Baráttan um Íslandsmeistaratitlinn endaði  með sigri ÍBV'''
=== '''Baráttan um Íslandsmeistaratitlinn endaði  með sigri ÍBV''' ===
 
Það varð enginn vonsvikinn af því að hafa fylgt karlaliði ÍBV í síðasta leik liðsins í úrslitarimmunni. Verið var að leika hreinan úrslitaleik gegn Haukum og stuðningsmenn ÍBV voru sem fyrr frábærir.  Meira en klukkutíma fyrir leik var stúkan orðin full Eyjamegin þar sem allir stóðu í um þrjár klukkustundir til að hvetja sitt lið og til að fleiri gætu komist fyrir.  Þetta sýndi hug Eyjamanna, - titlinum skyldi landað.
Það varð enginn vonsvikinn af því að hafa fylgt karlaliði ÍBV í síðasta leik liðsins í úrslitarimmunni. Verið var að leika hreinan úrslitaleik gegn Haukum og stuðningsmenn ÍBV voru sem fyrr frábærir.  Meira en klukkutíma fyrir leik var stúkan orðin full Eyjamegin þar sem allir stóðu í um þrjár klukkustundir til að hvetja sitt lið og til að fleiri gætu komist fyrir.  Þetta sýndi hug Eyjamanna, - titlinum skyldi landað.


Lína 257: Lína 228:
Árangurinn náðist því allir lögðust á eitt, leikmenn, þjálfarar, forráðamenn, stuðningsmenn og fleiri.  Að nýliðar ÍBV skuli standa uppi sem sigurvegarar í Íslandsmótinu í fyrsta sinn er ótrúlegt, ekki síst í ljósi þess að fyrir aðeins rúmum tveimur árum var ÍBV næstlélegasta lið landsins.  Þessi vegferð hófst ekki í haust, hún hófst fyrir nokkrum árum þegar deildin var í skuldaklafa.  Skuldirnar voru greiddar upp og þá hófst uppbyggingin sem Arnar Pétursson stýrði.  Fjölmargir hafa komið að uppbyggingarvinnunni og of langt mál að telja þá alla upp.  En uppskeran er góð, ÍBV er besta handboltalið landsins'''.'''
Árangurinn náðist því allir lögðust á eitt, leikmenn, þjálfarar, forráðamenn, stuðningsmenn og fleiri.  Að nýliðar ÍBV skuli standa uppi sem sigurvegarar í Íslandsmótinu í fyrsta sinn er ótrúlegt, ekki síst í ljósi þess að fyrir aðeins rúmum tveimur árum var ÍBV næstlélegasta lið landsins.  Þessi vegferð hófst ekki í haust, hún hófst fyrir nokkrum árum þegar deildin var í skuldaklafa.  Skuldirnar voru greiddar upp og þá hófst uppbyggingin sem Arnar Pétursson stýrði.  Fjölmargir hafa komið að uppbyggingarvinnunni og of langt mál að telja þá alla upp.  En uppskeran er góð, ÍBV er besta handboltalið landsins'''.'''


'''''Heimkoma sem seint gleymist'''''
=== '''''Heimkoma sem seint gleymist''''' ===
 
''„Við komum kl. hálftvö í nótt með Herjólfi og það var full bryggjan af fólki til að taka á móti okkur. Það var slegið upp flugeldasýningu og fleira til gamans gert. Þá var slegið upp veislu sem stóð fram eftir nóttu. Það var seint farið að sofa og snemma farið á fætur í morgun þar sem konan mín var að byrja að vinna eftir fæðingarorlof. Sonur minn 10 mánaða hafði engan skilning á að ég var þreyttur í morgun,“'' sagði Gunnar Magnússon, annar þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik karla, glaður í bragði.
''„Við komum kl. hálftvö í nótt með Herjólfi og það var full bryggjan af fólki til að taka á móti okkur. Það var slegið upp flugeldasýningu og fleira til gamans gert. Þá var slegið upp veislu sem stóð fram eftir nóttu. Það var seint farið að sofa og snemma farið á fætur í morgun þar sem konan mín var að byrja að vinna eftir fæðingarorlof. Sonur minn 10 mánaða hafði engan skilning á að ég var þreyttur í morgun,“'' sagði Gunnar Magnússon, annar þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik karla, glaður í bragði.


Lína 277: Lína 247:
''(umfjöllunin um Íslandsmeistaratitlinn er tekin af síðum Eyjafrétta)''
''(umfjöllunin um Íslandsmeistaratitlinn er tekin af síðum Eyjafrétta)''


'''Íslands- og bikarmeistarar'''
=== '''Íslands- og bikarmeistarar''' ===
 
Eyjamenn eignuðust enn á ný Íslandsmeistara í handbolta þegar 4. flokkur kvenna, yngri, vann Fram í úrslitaleik mótsins í Austurbergi.  Lokatölur urðu 20:18 eftir framlengingu en eftir venjulegan leiktíma var staðan 17:17. Eyjaliðið var lengi í gang enda var Fram yfir í hálfleik 11:7.  En stelpurnar unnu sig inn í leikinn með mikilli baráttu og eiga hrós skilið fyrir veturinn, enda bæði Íslands- og bikarmeistarar.
Eyjamenn eignuðust enn á ný Íslandsmeistara í handbolta þegar 4. flokkur kvenna, yngri, vann Fram í úrslitaleik mótsins í Austurbergi.  Lokatölur urðu 20:18 eftir framlengingu en eftir venjulegan leiktíma var staðan 17:17. Eyjaliðið var lengi í gang enda var Fram yfir í hálfleik 11:7.  En stelpurnar unnu sig inn í leikinn með mikilli baráttu og eiga hrós skilið fyrir veturinn, enda bæði Íslands- og bikarmeistarar.


Lína 285: Lína 254:
ÍBV endaði í öðru sæti í 1. deild, á eftir KA sem ÍBV lagði einmitt í bikarúrslitum en þegar deildarkeppni lýkur, tekur við úrslitakeppni.  ''„Við unnum Selfoss, efsta lið 2. deildar nokkuð sannfærandi í 8-liða úrslitum og unnum svo HK hér heima í undanúrslitum með fjórum mörkum.  Úrslitaleikurinn fór fram í Austurbergi og eftir á að hyggja held ég að það hafi verið einhver værukærð í okkur fyrir leik.  Við reiknuðum með að mæta KA en Fram vann þær í undanúrslitum.  ÍBV og KA hafa verið sterkustu liðin í þessum aldursflokki. Við höfðum unnið Fram tvisvar og gert einu sinni jafntefli við þær þannig að kannski var eitthvert vanmat til að byrja með.  En stelpurnar sýndu mikinn karakter að vinna sig inn í leikinn aftur, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik.  Ég breytti um vörn þegar fimmtán mínútur voru eftir og það virtist gefa þeim smá kraft.  Þær sýndu svo sitt rétta andlit í framlengingunni enda skoraði Fram bara eitt mark á þeim tíu mínútum sem framlengingin er.  Við erum með jafnt og gott lið og mjög góða liðsheild sem skilaði okkur þessum sigri.  Árangurinn í vetur hefur verið frábær, tveir titlar, 19 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap.“'' sagði Unnur. En ætlar þú að halda áfram með stelpurnar næsta vetur?  ''„Ég hef nú bara ekki tekið neina ákvörðun með það.  Í dag er ég bara svo þakklát að geta skilað góðum leikmönnum áfram inn í starf ÍBV.  Markmið okkar þjálfara á að vera að halda krökkunum í íþróttum og búa til sterka leikmenn.  Maður verður alltaf mjög stoltur þegar maður sér leikmann, sem maður hefur þjálfað, fara alla leið í landslið,“'' sagði Unnur að lokum.
ÍBV endaði í öðru sæti í 1. deild, á eftir KA sem ÍBV lagði einmitt í bikarúrslitum en þegar deildarkeppni lýkur, tekur við úrslitakeppni.  ''„Við unnum Selfoss, efsta lið 2. deildar nokkuð sannfærandi í 8-liða úrslitum og unnum svo HK hér heima í undanúrslitum með fjórum mörkum.  Úrslitaleikurinn fór fram í Austurbergi og eftir á að hyggja held ég að það hafi verið einhver værukærð í okkur fyrir leik.  Við reiknuðum með að mæta KA en Fram vann þær í undanúrslitum.  ÍBV og KA hafa verið sterkustu liðin í þessum aldursflokki. Við höfðum unnið Fram tvisvar og gert einu sinni jafntefli við þær þannig að kannski var eitthvert vanmat til að byrja með.  En stelpurnar sýndu mikinn karakter að vinna sig inn í leikinn aftur, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik.  Ég breytti um vörn þegar fimmtán mínútur voru eftir og það virtist gefa þeim smá kraft.  Þær sýndu svo sitt rétta andlit í framlengingunni enda skoraði Fram bara eitt mark á þeim tíu mínútum sem framlengingin er.  Við erum með jafnt og gott lið og mjög góða liðsheild sem skilaði okkur þessum sigri.  Árangurinn í vetur hefur verið frábær, tveir titlar, 19 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap.“'' sagði Unnur. En ætlar þú að halda áfram með stelpurnar næsta vetur?  ''„Ég hef nú bara ekki tekið neina ákvörðun með það.  Í dag er ég bara svo þakklát að geta skilað góðum leikmönnum áfram inn í starf ÍBV.  Markmið okkar þjálfara á að vera að halda krökkunum í íþróttum og búa til sterka leikmenn.  Maður verður alltaf mjög stoltur þegar maður sér leikmann, sem maður hefur þjálfað, fara alla leið í landslið,“'' sagði Unnur að lokum.


'''Lokahóf yngri flokkanna í handbolta'''
=== '''Lokahóf yngri flokkanna í handbolta''' ===
 
Það var mikið um dýrðir á lokahófi yngri flokka ÍBV í handbolta þar sem hetjurnar í Íslandsmeistaraliði ÍBV, Theódór Sigurbjörnsson og Agnar Smári Jónsson  afhentu verðlaunin. Veitt voru verðlaun fyrir framfarir í vetur bestu ástundunina og ÍBV-arinn valinn í hverjum flokki.  
Það var mikið um dýrðir á lokahófi yngri flokka ÍBV í handbolta þar sem hetjurnar í Íslandsmeistaraliði ÍBV, Theódór Sigurbjörnsson og Agnar Smári Jónsson  afhentu verðlaunin. Veitt voru verðlaun fyrir framfarir í vetur bestu ástundunina og ÍBV-arinn valinn í hverjum flokki.  


Lína 305: Lína 273:
Allt eru þetta glæsilegir krakkar sem eiga framtíðina fyrir sér og geta náð langt ef þau leggja hart að sér.  Eftir verðlaunaafhendinguna var svo haldin veisla þar sem allir tóku vel til matar síns og þar með lauk flottu lokahófi. 
Allt eru þetta glæsilegir krakkar sem eiga framtíðina fyrir sér og geta náð langt ef þau leggja hart að sér.  Eftir verðlaunaafhendinguna var svo haldin veisla þar sem allir tóku vel til matar síns og þar með lauk flottu lokahófi. 


'''Lokahóf eldri flokkanna í handbolta'''
=== '''Lokahóf eldri flokkanna í handbolta''' ===
 
Þjálfarar, leikmenn, handknattleiksráðsmenn og hópurinn sem starfaði með handbolta karla í vetur hafa lagt áherslu á að Íslandsmeistaratitlinum sé ekki bara þeirra verk. Stór hluti Vestmannaeyinga hafi staðið að baki liðinu og það hafi skilað þessum glæsilega árangri. Það var andinn sem sveif yfir vötnunum á lokahófi handboltans í síðustu viku. Hátt í 300 manns mættu í Höllina til að fagna með strákunum og stelpunum líka og úr varð skemmtilegt kvöld þar sem hápunkturinn var verðlaunaafhendingin. Kom fáum á óvart að Róbert Aron Hostert og Ester Óskarsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka ÍBV árið 2014. Frábært handboltafólk sem er vel að verðlaunum komin. Það gaf tóninn að skemmtilegu kvöldi þegar Íslandsmeistarar ÍBV gengu í salinn, strákarnir  voru hetjurnar, þeir vissu það og það gerði salurinn líka enda fögnuðurinn mikill.
Þjálfarar, leikmenn, handknattleiksráðsmenn og hópurinn sem starfaði með handbolta karla í vetur hafa lagt áherslu á að Íslandsmeistaratitlinum sé ekki bara þeirra verk. Stór hluti Vestmannaeyinga hafi staðið að baki liðinu og það hafi skilað þessum glæsilega árangri. Það var andinn sem sveif yfir vötnunum á lokahófi handboltans í síðustu viku. Hátt í 300 manns mættu í Höllina til að fagna með strákunum og stelpunum líka og úr varð skemmtilegt kvöld þar sem hápunkturinn var verðlaunaafhendingin. Kom fáum á óvart að Róbert Aron Hostert og Ester Óskarsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka ÍBV árið 2014. Frábært handboltafólk sem er vel að verðlaunum komin. Það gaf tóninn að skemmtilegu kvöldi þegar Íslandsmeistarar ÍBV gengu í salinn, strákarnir  voru hetjurnar, þeir vissu það og það gerði salurinn líka enda fögnuðurinn mikill.


Lína 321: Lína 288:
Vey-arnir sem eru gamlir leikmenn, flestir komnir í yfirvigt, hafa stutt dyggilega við bakið á handboltanum í gegnum tíðina. Kallaði talsmaður þeirra, Helgi Bragason þá á svið og var þeim vel fagnað.  Þá var komið að verðlaunaafhendingu og voru systkinin Sindri og Dröfn Haraldsbörn valin ÍBV-arar meistaraflokkanna en efnilegust voru þau Arna Þyrí Ólafsdóttir og Theodór Sigurbjörnsson. Róbert Aron Hostert og Ester Óskarsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokkanna tveggja og eru bæði vel að því komin.   Bestu leikmenn í elstu flokkum fengu svo Fréttabikarana en það voru þau Hallgrímur Júlíusson og Díana Dögg Magnúsdóttir.  
Vey-arnir sem eru gamlir leikmenn, flestir komnir í yfirvigt, hafa stutt dyggilega við bakið á handboltanum í gegnum tíðina. Kallaði talsmaður þeirra, Helgi Bragason þá á svið og var þeim vel fagnað.  Þá var komið að verðlaunaafhendingu og voru systkinin Sindri og Dröfn Haraldsbörn valin ÍBV-arar meistaraflokkanna en efnilegust voru þau Arna Þyrí Ólafsdóttir og Theodór Sigurbjörnsson. Róbert Aron Hostert og Ester Óskarsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokkanna tveggja og eru bæði vel að því komin.   Bestu leikmenn í elstu flokkum fengu svo Fréttabikarana en það voru þau Hallgrímur Júlíusson og Díana Dögg Magnúsdóttir.  


'''Knattspyrna karla, nýr þjálfari'''
=== '''Knattspyrna karla, nýr þjálfari''' ===
 
Karlalið ÍBV í knattspyrnu spilað fyrsta leik sinn í Íslandsmótinu 4. maí. Og það voru nýliðar sem stálu senunni þegar Fram og ÍBV hófu Íslandsmótið í knattspyrnu þetta árið á gervigrasinu í Laugardal. Leikurinn bar lítil merki um vorbrag eins og algengt er í upphafi móts og boðið var upp á fjörugan leik. Markaskorararnir voru báðir að skora sín fyrstu mörk í efstu deild; Bjarni Gunnarsson fyrir ÍBV og Arnþór Ari Atlason fyrir Fram, sem jafnframt þreytti frumraun sína á stóra sviðinu. Nýr þjálfari stýri nú liði ÍBV, Sigurður Eyjólfsson, sem áður var landsliðsþjálfari Íslands hjá konunum.  
Karlalið ÍBV í knattspyrnu spilað fyrsta leik sinn í Íslandsmótinu 4. maí. Og það voru nýliðar sem stálu senunni þegar Fram og ÍBV hófu Íslandsmótið í knattspyrnu þetta árið á gervigrasinu í Laugardal. Leikurinn bar lítil merki um vorbrag eins og algengt er í upphafi móts og boðið var upp á fjörugan leik. Markaskorararnir voru báðir að skora sín fyrstu mörk í efstu deild; Bjarni Gunnarsson fyrir ÍBV og Arnþór Ari Atlason fyrir Fram, sem jafnframt þreytti frumraun sína á stóra sviðinu. Nýr þjálfari stýri nú liði ÍBV, Sigurður Eyjólfsson, sem áður var landsliðsþjálfari Íslands hjá konunum.  


'''Dýrt að skora sjálfsmark'''
=== '''Dýrt að skora sjálfsmark''' ===
 
Það var furðulegt að horfa á markatöfluna þegar flautað var til hálfleiks í leik karlaliða ÍBV og Stjörnunnar. Taflan sýndi 0:1 þrátt fyrir að ÍBV hefði fengið mörg úrvalsfæri í fyrri hálfleik, m.a. vítaspyrnu. Til að bæta gráu ofan á svart skoruðu Eyjamenn svo sjálfsmark í seinni hálfleik en náðu að laga stöðuna. Stjarnan hafði hins vegar betur, 1:2, og er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Á 26. mínútu hefðu Eyjamenn átt að komast yfir. Víðir Þorvarðarson var þá með boltann við endalínuna í vítateig Stjörnunnar, með bakið í markið, en einhverra hluta vegna ákvað Ingvar markvörður að renna sér í Víði og um leið brjóta á honum. Víðir tók spyrnuna sjálfur en Ingvar bætti fyrir mistökin með frábærri markvörslu. Allt stefndi markalausan fyrri hálfeik þegar Eyjamenn gerðu sjaldséð mistök í vörninni. Þetta nýtti Ólafur Karl Finsen sér og kom Stjörnunni yfir í uppbótartíma. Markið var eins og rothögg á lið ÍBV. Stjarnan skoraði svo annað mark, sem var sjálfsmark Eyjamanna. Undir lokin fengu Eyjamenn svo aftur vítaspyrnu og aftur var það Ingvar markvörður sem braut klaufalega af sér.  Eyjamenn minnkuðu muninn og reyndu hvað þeir gátu til að jafna en lengra komust þeir ekki. Þrátt fyrir tapið léku Eyjamenn ágætlega. Jonathan Glenn frá Trínidad var fenginn til að hressa upp á sóknarleik Eyjaliðsins. Hann virkar ekki sá liðsstyrkur sem Eyjamenn  
Það var furðulegt að horfa á markatöfluna þegar flautað var til hálfleiks í leik karlaliða ÍBV og Stjörnunnar. Taflan sýndi 0:1 þrátt fyrir að ÍBV hefði fengið mörg úrvalsfæri í fyrri hálfleik, m.a. vítaspyrnu. Til að bæta gráu ofan á svart skoruðu Eyjamenn svo sjálfsmark í seinni hálfleik en náðu að laga stöðuna. Stjarnan hafði hins vegar betur, 1:2, og er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Á 26. mínútu hefðu Eyjamenn átt að komast yfir. Víðir Þorvarðarson var þá með boltann við endalínuna í vítateig Stjörnunnar, með bakið í markið, en einhverra hluta vegna ákvað Ingvar markvörður að renna sér í Víði og um leið brjóta á honum. Víðir tók spyrnuna sjálfur en Ingvar bætti fyrir mistökin með frábærri markvörslu. Allt stefndi markalausan fyrri hálfeik þegar Eyjamenn gerðu sjaldséð mistök í vörninni. Þetta nýtti Ólafur Karl Finsen sér og kom Stjörnunni yfir í uppbótartíma. Markið var eins og rothögg á lið ÍBV. Stjarnan skoraði svo annað mark, sem var sjálfsmark Eyjamanna. Undir lokin fengu Eyjamenn svo aftur vítaspyrnu og aftur var það Ingvar markvörður sem braut klaufalega af sér.  Eyjamenn minnkuðu muninn og reyndu hvað þeir gátu til að jafna en lengra komust þeir ekki. Þrátt fyrir tapið léku Eyjamenn ágætlega. Jonathan Glenn frá Trínidad var fenginn til að hressa upp á sóknarleik Eyjaliðsins. Hann virkar ekki sá liðsstyrkur sem Eyjamenn  


þurftu á að halda. Það verður þó ekki af Eyjamönnum tekið að þeir sköpuðu sér fullt af færum í fyrri hálfleik en þá vantar einfaldlega markaskorara, nú sem fyrr. Stjörnuliðið lék ágætlega í gær, ekkert meira en það. Fyrsta hálftímann voru Garðbæingar ekki með, vörnin hjá þeim var of flöt og Eyjamenn nýttu sér það ágætlega. Varnarleikurinn skánaði hins vegar mikið þegar á leið en Garðbæingar geta þakkað Eyjamönnum fyrir mörkin tvö. Þau fengu þeir á silfurfati.
þurftu á að halda. Það verður þó ekki af Eyjamönnum tekið að þeir sköpuðu sér fullt af færum í fyrri hálfleik en þá vantar einfaldlega markaskorara, nú sem fyrr. Stjörnuliðið lék ágætlega í gær, ekkert meira en það. Fyrsta hálftímann voru Garðbæingar ekki með, vörnin hjá þeim var of flöt og Eyjamenn nýttu sér það ágætlega. Varnarleikurinn skánaði hins vegar mikið þegar á leið en Garðbæingar geta þakkað Eyjamönnum fyrir mörkin tvö. Þau fengu þeir á silfurfati.


'''Ollu vonbrigðum'''
=== '''Ollu vonbrigðum''' ===
 
Kvennalið ÍBV tapaði einnig fyrir Stjörnunni 0:4 á Hásteinsvelli í Pepsídeild kvenna.  Það verður að segjast eins og er að Stjarnan var sterkari aðilinn í leiknum, þær fengu fleiri færi og nýttu fjögur þeirra.
Kvennalið ÍBV tapaði einnig fyrir Stjörnunni 0:4 á Hásteinsvelli í Pepsídeild kvenna.  Það verður að segjast eins og er að Stjarnan var sterkari aðilinn í leiknum, þær fengu fleiri færi og nýttu fjögur þeirra.


Lína 339: Lína 303:
Kvennalið ÍBV tapaði öðrum leik sínum í röð þegar liðið lá gegn Þór á Akureyri.  Lokatölur urðu 2:0 en Þór var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var 1:0 yfir í hálfleik.  ÍBV var hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik en undir lokin náði Þór að skora gegn gangi leiksins.  
Kvennalið ÍBV tapaði öðrum leik sínum í röð þegar liðið lá gegn Þór á Akureyri.  Lokatölur urðu 2:0 en Þór var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var 1:0 yfir í hálfleik.  ÍBV var hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik en undir lokin náði Þór að skora gegn gangi leiksins.  


'''Rödd Hásteinsvallar'''
=== '''Rödd Hásteinsvallar''' ===
 
Rödd Hásteinsvallar síðasta 21. árið, Geir Reynisson var leystur út með gjöfum í hálfleik í leik ÍBV og Víkings en Geir ákvað að stíga til hliðar.  Geir hefur lagt mikinn metnað í starfið og eftirsjá í kappanum.
Rödd Hásteinsvallar síðasta 21. árið, Geir Reynisson var leystur út með gjöfum í hálfleik í leik ÍBV og Víkings en Geir ákvað að stíga til hliðar.  Geir hefur lagt mikinn metnað í starfið og eftirsjá í kappanum.


'''Sigur í bikarkeppninni'''
=== '''Sigur í bikarkeppninni''' ===
 
Eyjamenn lögðu 1. deildarlið Hauka að velli á Hásteinsvelli 3:0 og er ÍBV því komið í 16-liða úrslit keppninnar.  Þetta var jafnframt fyrsti sigurleikur sumarsins á Hásteinsvelli þar sem kvennalið ÍBV tapaði heimaleik gegn Stjörnunni í síðustu viku.
Eyjamenn lögðu 1. deildarlið Hauka að velli á Hásteinsvelli 3:0 og er ÍBV því komið í 16-liða úrslit keppninnar.  Þetta var jafnframt fyrsti sigurleikur sumarsins á Hásteinsvelli þar sem kvennalið ÍBV tapaði heimaleik gegn Stjörnunni í síðustu viku.


'''Skortir alla baráttu'''
=== '''Skortir alla baráttu''' ===
 
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu var heldur óhress eftir tapleik gegn Fylki á Hásteinsvelli en lokatölur urðu 0:1 fyrir Fylki.  Þetta var jafnframt þriðja tap ÍBV í röð en liðið tapaði fyrir Stjörnunni á Hásteinsvelli og gegn Þór/KA fyrir norðan eftir laglegan sigur á Selfossi í fyrstu umferð Íslandsmótsins.
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu var heldur óhress eftir tapleik gegn Fylki á Hásteinsvelli en lokatölur urðu 0:1 fyrir Fylki.  Þetta var jafnframt þriðja tap ÍBV í röð en liðið tapaði fyrir Stjörnunni á Hásteinsvelli og gegn Þór/KA fyrir norðan eftir laglegan sigur á Selfossi í fyrstu umferð Íslandsmótsins.


Úrslit leiksins voru í raun ekki sanngjörn því jafntefli hefði gefið rétta mynd af leiknum þar sem bæði lið fengu sín færi en Fylkir nýtti eitt þeirra á meðan ÍBV gerði það ekki. Úrslit leiksins voru í raun ekki sanngjörn því jafntefli hefði gefið rétta mynd af leiknum þar sem bæði lið fengu sín færi en Fylkir nýtti eitt þeirra á meðan ÍBV gerði það ekki''. „Menn verða að vilja skora.  Það er ekki nóg að hlaupa fram, þú verður að vilja koma boltanum í netið og sýna það.  Það vantar miklu meiri kraft, ákefð og baráttu í þetta.  Það þýðir ekkert bara að hlaupa þangað sem þjálfarinn segir þér að hlaupa ef þú hefur ekki viljann til að skora.  Það er bara enginn Vestmannaeyingur í þessu hjá okkur, engin barátta,“'' sagði Jón Ólafur í samtali við blaðamann Eyjafrétta.  Hann sagðist hins vegar hafa átt von á erfiðri byrjun í Íslandsmótinu.  ''„Þetta er eitthvað sem ég vissi að yrði.  Ég þekki veikleikana í mínu liði og persónuleika leikmanna og ég vissi hvernig þetta gæti farið.“ Nú er næsti leikur gegn Aftureldingu, sem er án stiga í neðsta sæti.  Þið hljótið að eiga möguleika gegn þeim? „Það held ég ekki. Afturelding spilaði mjög vel gegn Þór/KA í síðasta leik þannig að Akureyringar skoruðu bara tvö mörk hjá þeim.'' 
Úrslit leiksins voru í raun ekki sanngjörn því jafntefli hefði gefið rétta mynd af leiknum þar sem bæði lið fengu sín færi en Fylkir nýtti eitt þeirra á meðan ÍBV gerði það ekki. Úrslit leiksins voru í raun ekki sanngjörn því jafntefli hefði gefið rétta mynd af leiknum þar sem bæði lið fengu sín færi en Fylkir nýtti eitt þeirra á meðan ÍBV gerði það ekki''. „Menn verða að vilja skora.  Það er ekki nóg að hlaupa fram, þú verður að vilja koma boltanum í netið og sýna það.  Það vantar miklu meiri kraft, ákefð og baráttu í þetta.  Það þýðir ekkert bara að hlaupa þangað sem þjálfarinn segir þér að hlaupa ef þú hefur ekki viljann til að skora.  Það er bara enginn Vestmannaeyingur í þessu hjá okkur, engin barátta,“'' sagði Jón Ólafur í samtali við blaðamann Eyjafrétta.  Hann sagðist hins vegar hafa átt von á erfiðri byrjun í Íslandsmótinu.  ''„Þetta er eitthvað sem ég vissi að yrði.  Ég þekki veikleikana í mínu liði og persónuleika leikmanna og ég vissi hvernig þetta gæti farið.“ Nú er næsti leikur gegn Aftureldingu, sem er án stiga í neðsta sæti.  Þið hljótið að eiga möguleika gegn þeim? „Það held ég ekki. Afturelding spilaði mjög vel gegn Þór/KA í síðasta leik þannig að Akureyringar skoruðu bara tvö mörk hjá þeim.'' 


''Ég er ekki að sjá að við eigum eftir að brjóta niður þann varnarmúr ef við spilum sama sóknarleik og í dag.  Það er ekki nóg að reyna, þú verður að sýna að þú viljir skora.“'' 
''Ég er ekki að sjá að við eigum eftir að brjóta niður þann varnarmúr ef við spilum sama sóknarleik og í dag.  Það er ekki nóg að reyna, þú verður að sýna að þú viljir skora.“''
 
'''3 stig í sarpinn'''


=== '''3 stig í sarpinn''' ===
ÍBV tvöfaldaði stigafjölda sinn með því að gera jafntefli gegn Þór á Akureyri.  Lokatölur urðu 1:1 en Brynjar Gauti Guðjónsson kom ÍBV yfir á 38. mínútu.  Stuttu síðar fékk Dean Martin að líta rauða spjaldið fyrir frekar litlar sakir og léku Eyjamenn því einum færri í síðari hálfleik.  Allt stefndi í að ÍBV myndi standa af sér sóknartilburði Þórsara, allt þar til á þriðju mínútu í uppbótartíma að heimamönnum tókst að koma boltanum í netið og jafna þar með metin.  Svekkjandi fyrir Eyjamenn sem fyrir leikinn hefðu eflaust sætt sig við að taka stig frá Akureyri, svona í ljósi gengi liðsins það sem af er sumars. ÍBV er í neðsta sæti með tvö stig eftir sex leiki.   
ÍBV tvöfaldaði stigafjölda sinn með því að gera jafntefli gegn Þór á Akureyri.  Lokatölur urðu 1:1 en Brynjar Gauti Guðjónsson kom ÍBV yfir á 38. mínútu.  Stuttu síðar fékk Dean Martin að líta rauða spjaldið fyrir frekar litlar sakir og léku Eyjamenn því einum færri í síðari hálfleik.  Allt stefndi í að ÍBV myndi standa af sér sóknartilburði Þórsara, allt þar til á þriðju mínútu í uppbótartíma að heimamönnum tókst að koma boltanum í netið og jafna þar með metin.  Svekkjandi fyrir Eyjamenn sem fyrir leikinn hefðu eflaust sætt sig við að taka stig frá Akureyri, svona í ljósi gengi liðsins það sem af er sumars. ÍBV er í neðsta sæti með tvö stig eftir sex leiki.   


'''Yngri flokkarnir'''
=== '''Yngri flokkarnir''' ===
 
Annar flokkur karla lagði Gróttu að velli í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar en leikurinn fór fram í Eyjum.  Lokatölur urðu 2:0 en mörkin gerðu þeir Óskar Elías Zoega Óskarsson og Atli Fannar Jónsson. Strákarnir hafa ekki farið vel af stað í Íslandsmótinu, hafa tapað þremur leikjum og gert eitt jafntefli en ÍBV leikur í B-deild.  Annar flokkur kvenna gerði jafntefli gegn Gróttu/KR á útivelli. Lokatölur urðu 2:2 en þetta var fyrsti leikur ÍBV í B-deild Íslandsmótsins.
Annar flokkur karla lagði Gróttu að velli í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar en leikurinn fór fram í Eyjum.  Lokatölur urðu 2:0 en mörkin gerðu þeir Óskar Elías Zoega Óskarsson og Atli Fannar Jónsson. Strákarnir hafa ekki farið vel af stað í Íslandsmótinu, hafa tapað þremur leikjum og gert eitt jafntefli en ÍBV leikur í B-deild.  Annar flokkur kvenna gerði jafntefli gegn Gróttu/KR á útivelli. Lokatölur urðu 2:2 en þetta var fyrsti leikur ÍBV í B-deild Íslandsmótsins.


'''Þriggja leikja taphrina endaði með stórsigri'''
=== '''Þriggja leikja taphrina endaði með stórsigri''' ===
 
Kvennalið ÍBV lagði Aftureldingu að velli  þegar liðin áttust við í Mosfellsbæ.  Lokatölur urðu 0:4 en mörkin gerðu þær Kristín Erna Sigurlásdóttir (2), Sigríður Lára Garðarsdóttir og Vesna Smiljkovic.  ÍBV fór upp um eitt sæti með sigrinum, úr 8. sæti í 7. en nú verður gert hlé á deildarkeppninni vegna landsleikja.  Uppskeran eftir fimm leiki verður seint talin stórkostleg, ÍBV hefur unnið tvo leiki en tapað þremur.  Engu að síður er árangurinn ekki eins afleitur og ætla mætti enda er ÍBV búið að spila gegn bæði Þór/ KA og Stjörnunni sem eru í efstu tveimur sætum deildarinnar.  Það er helst heimaleikurinn gegn Fylki í síðustu umferð sem svíður undan en ÍBV tapa.ði þeim leik á heimavelli 0:1.
Kvennalið ÍBV lagði Aftureldingu að velli  þegar liðin áttust við í Mosfellsbæ.  Lokatölur urðu 0:4 en mörkin gerðu þær Kristín Erna Sigurlásdóttir (2), Sigríður Lára Garðarsdóttir og Vesna Smiljkovic.  ÍBV fór upp um eitt sæti með sigrinum, úr 8. sæti í 7. en nú verður gert hlé á deildarkeppninni vegna landsleikja.  Uppskeran eftir fimm leiki verður seint talin stórkostleg, ÍBV hefur unnið tvo leiki en tapað þremur.  Engu að síður er árangurinn ekki eins afleitur og ætla mætti enda er ÍBV búið að spila gegn bæði Þór/ KA og Stjörnunni sem eru í efstu tveimur sætum deildarinnar.  Það er helst heimaleikurinn gegn Fylki í síðustu umferð sem svíður undan en ÍBV tapaði þeim leik á heimavelli 0:1.
 
'''Dapurt gengi, er Sigurður rétti þjálfarinn'''


=== '''Dapurt gengi, er Sigurður rétti þjálfarinn''' ===
Talsverðar umræður sköpuðust á spjallsíðu stuðningsmanna ÍBV á Facebook eftir jafntefli ÍBV gegn Val í síðasta leik um hvort Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, væri rétti maðurinn í starfið.  Eyjamenn komust í 2:1 eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik og voru yfir þegar komið var fram í uppbótartíma.  En í þriðja sinn í sjö leikjum fékk ÍBV á sig mark í uppbótartíma. Ef ÍBV hefði ekki fengið þessi þrjú mörk á sig, væri liðið sjö stigum ríkara en uppskar þess í stað aðeins tvö.  Eyjamenn eru því sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjú jafntefli í fyrstu sjö leikjunum en hafa þó ekki tapað síðustu þremur leikjum í deild og bikar.
Talsverðar umræður sköpuðust á spjallsíðu stuðningsmanna ÍBV á Facebook eftir jafntefli ÍBV gegn Val í síðasta leik um hvort Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, væri rétti maðurinn í starfið.  Eyjamenn komust í 2:1 eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik og voru yfir þegar komið var fram í uppbótartíma.  En í þriðja sinn í sjö leikjum fékk ÍBV á sig mark í uppbótartíma. Ef ÍBV hefði ekki fengið þessi þrjú mörk á sig, væri liðið sjö stigum ríkara en uppskar þess í stað aðeins tvö.  Eyjamenn eru því sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjú jafntefli í fyrstu sjö leikjunum en hafa þó ekki tapað síðustu þremur leikjum í deild og bikar.


Lína 375: Lína 332:
fylkja sér frekar á bak við liðið og styðja það í stað þess að rífa það niður''.  „Sigurður Ragnar verður þjálfari hjá okkur. Það var gerður þriggja ára samningur við hann og ég þarf þá að fara á undan ef hann á að fara,“'' er haft eftir Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnuráðs ÍBV á Vísi.is.  ''„Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki. Það er bara svoleiðis. Við viljum Sigurð'',“ bætir hann við og hefði mátt orða þetta öðruvísi enda eflaust ekki nema lítill hluti stuðningsmanna ÍBV sem vill skipta um þjálfara.   Sigurður Ragnar lagði jafnframt orð í belg í umræðunni á stuðningsmannasíðunni og benti réttilega á að félagið í heild sinni er að vinna sig út úr fjárhagslegum erfiðleikum.  ''„Árangur ÍBV hefur ekki verið eins góður í byrjun móts eins og við vonuðumst eftir en það er engin uppgjöf í leikmönnum, þjálfurum eða knattspyrnuráðinu. Það er þegar á móti blæs sem liðið þarf á stuðningi að halda. Það geta allir verið stuðningsmenn þegar vel gengur en það er kannski mest varið í þá sem standa við bakið á liðinu þegar illa gengur. Svo verður hver og einn að gera upp við sig hvorum hópnum hann vill tilheyra. Áfram ÍBV,“'' skrifar Sigurður.   
fylkja sér frekar á bak við liðið og styðja það í stað þess að rífa það niður''.  „Sigurður Ragnar verður þjálfari hjá okkur. Það var gerður þriggja ára samningur við hann og ég þarf þá að fara á undan ef hann á að fara,“'' er haft eftir Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnuráðs ÍBV á Vísi.is.  ''„Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki. Það er bara svoleiðis. Við viljum Sigurð'',“ bætir hann við og hefði mátt orða þetta öðruvísi enda eflaust ekki nema lítill hluti stuðningsmanna ÍBV sem vill skipta um þjálfara.   Sigurður Ragnar lagði jafnframt orð í belg í umræðunni á stuðningsmannasíðunni og benti réttilega á að félagið í heild sinni er að vinna sig út úr fjárhagslegum erfiðleikum.  ''„Árangur ÍBV hefur ekki verið eins góður í byrjun móts eins og við vonuðumst eftir en það er engin uppgjöf í leikmönnum, þjálfurum eða knattspyrnuráðinu. Það er þegar á móti blæs sem liðið þarf á stuðningi að halda. Það geta allir verið stuðningsmenn þegar vel gengur en það er kannski mest varið í þá sem standa við bakið á liðinu þegar illa gengur. Svo verður hver og einn að gera upp við sig hvorum hópnum hann vill tilheyra. Áfram ÍBV,“'' skrifar Sigurður.   


'''Sérstakt mál milli ÍBV og Kára Kristjánssonar'''
=== '''Sérstakt mál milli ÍBV og Kára Kristjánssonar''' ===
 
Ansi sérstakt mál kom upp fyrripart sumars sem varðar handknattleikslið ÍBV og Eyjamanninn sterka, Kára Kristján Kristjánsson.  Kári hefur verið atvinnumaður í íþróttinni síðustu ár erlendis en hyggst flytja aftur heim til Íslands og skoðaði m.a. þann möguleika að koma til Eyja og spila með ÍBV.  Það virðist hins vegar ekki ætla að verða enda virðast Kári og handboltaráð vera komin í hár saman.
Ansi sérstakt mál kom upp fyrripart sumars sem varðar handknattleikslið ÍBV og Eyjamanninn sterka, Kára Kristján Kristjánsson.  Kári hefur verið atvinnumaður í íþróttinni síðustu ár erlendis en hyggst flytja aftur heim til Íslands og skoðaði m.a. þann möguleika að koma til Eyja og spila með ÍBV.  Það virðist hins vegar ekki ætla að verða enda virðast Kári og handboltaráð vera komin í hár saman.


Kári Kristján sagði í viðtali við Vísi.is að samningar milli sín og handboltaráðs hafi verið langt komnir, nánast búið að semja en þá hafi forráðamenn ÍBV dregið samningstilboð sitt til baka.  ''„Viðræðurnar við ÍBV voru komnar á það stig að flugstjórinn var búinn að tilkynna að vélinni yrði lent eftir korter. Þá kom stopp í viðræðurnar sem mér fannst furðulegt, enda voru menn búnir að sættast á stoðir samningsins og í raun bara fínpússning eftir. Ég skildi ekki hvað var eiginlega í gangi og hafði því samband við þá aftur. Þá er mér tilkynnt að þetta gangi ekki upp,“'' sagði Kári í viðtalinu við Vísi.  Þar kemur einnig fram að Kári hafi fengið góð tíðindi vegna æxlis sem greindist í baki kappans en æxlið er góðkynja og þarf Kári ekki að fara í aðgerð vegna þess.  Kári segir að handboltaráði hafi verið fullkunnugt um veikindi hans.  ''„Ég er mjög sár og svekktur út í uppeldisfélag mitt og átta mig eiginlega ekki á þessum vinnubrögðum. Ég var mjög spenntur fyrir því að koma heim í mitt félag og taka þátt í þessum skemmtilega uppgangi sem er þar í gangi. Mér finnst ég hafa verið svikinn af uppeldisfélaginu og er svekktur með mína menn,“'' sagði Kári í samtali við Vísi.  Handknattleiksráð sendi svo í gær frá sér fréttatilkynningu til að skýra sitt sjónarmið á málinu.  Í tilkynningunni kemur fram að viðræður við Kára hafi hafist 30. apríl og hafi félagið og leikmaðurinn skipst á tilboðum.  2. maí hafi allt bent til að viðræðurnar væru að sigla í strand.  „''Þann 7. maí hafði hljóðið aðeins breyst hjá Kára og sendum við honum því annað tilboð um leið og ítrekað var að ekki yrði farið hærra í fjárhæðum, við réðum einfaldlega ekki við það.  Því tilboði var ekki tekið og voru síðustu samskipti Kára og ÍBV vegna þessara samningsumleitana þann 8. maí sl.  Þar sem enn bar nokkuð á milli og ekkert heyrðist í Kára í rúmar fimm vikur, þó svo að við fréttum af honum á Eyjunni fögru á þessum tíma, gerðum við ráð fyrir að hann væri einfaldlega að ræða við önnur lið eins og hann tók fram að hefðu verið í sambandi við sig.  Þannig ganga þessi mál fyrir sig hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Við brugðumst við því með því að leita annað enda annað ekki í boði að okkar mati. Við hörmum þær ásakanir sem beinast að handknattleiksdeild ÍBV.  Þær eru á engum rökum reistar og honum ósæmilegar, enda komum við fram við Kára af fullum heilindum.  Við höfðum bara ekki það fjármagn sem til þurfti.  Kára óskum við alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni,“'' segir í tilkynningu handboltaráðs ÍBV. 
Kári Kristján sagði í viðtali við Vísi.is að samningar milli sín og handboltaráðs hafi verið langt komnir, nánast búið að semja en þá hafi forráðamenn ÍBV dregið samningstilboð sitt til baka.  ''„Viðræðurnar við ÍBV voru komnar á það stig að flugstjórinn var búinn að tilkynna að vélinni yrði lent eftir korter. Þá kom stopp í viðræðurnar sem mér fannst furðulegt, enda voru menn búnir að sættast á stoðir samningsins og í raun bara fínpússning eftir. Ég skildi ekki hvað var eiginlega í gangi og hafði því samband við þá aftur. Þá er mér tilkynnt að þetta gangi ekki upp,“'' sagði Kári í viðtalinu við Vísi.  Þar kemur einnig fram að Kári hafi fengið góð tíðindi vegna æxlis sem greindist í baki kappans en æxlið er góðkynja og þarf Kári ekki að fara í aðgerð vegna þess.  Kári segir að handboltaráði hafi verið fullkunnugt um veikindi hans.  ''„Ég er mjög sár og svekktur út í uppeldisfélag mitt og átta mig eiginlega ekki á þessum vinnubrögðum. Ég var mjög spenntur fyrir því að koma heim í mitt félag og taka þátt í þessum skemmtilega uppgangi sem er þar í gangi. Mér finnst ég hafa verið svikinn af uppeldisfélaginu og er svekktur með mína menn,“'' sagði Kári í samtali við Vísi.  Handknattleiksráð sendi svo í gær frá sér fréttatilkynningu til að skýra sitt sjónarmið á málinu.  Í tilkynningunni kemur fram að viðræður við Kára hafi hafist 30. apríl og hafi félagið og leikmaðurinn skipst á tilboðum.  2. maí hafi allt bent til að viðræðurnar væru að sigla í strand.  „''Þann 7. maí hafði hljóðið aðeins breyst hjá Kára og sendum við honum því annað tilboð um leið og ítrekað var að ekki yrði farið hærra í fjárhæðum, við réðum einfaldlega ekki við það.  Því tilboði var ekki tekið og voru síðustu samskipti Kára og ÍBV vegna þessara samningsumleitana þann 8. maí sl.  Þar sem enn bar nokkuð á milli og ekkert heyrðist í Kára í rúmar fimm vikur, þó svo að við fréttum af honum á Eyjunni fögru á þessum tíma, gerðum við ráð fyrir að hann væri einfaldlega að ræða við önnur lið eins og hann tók fram að hefðu verið í sambandi við sig.  Þannig ganga þessi mál fyrir sig hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Við brugðumst við því með því að leita annað enda annað ekki í boði að okkar mati. Við hörmum þær ásakanir sem beinast að handknattleiksdeild ÍBV.  Þær eru á engum rökum reistar og honum ósæmilegar, enda komum við fram við Kára af fullum heilindum.  Við höfðum bara ekki það fjármagn sem til þurfti.  Kára óskum við alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni,“'' segir í tilkynningu handboltaráðs ÍBV. 


'''Áfram í bikarkeppninni'''
=== '''Áfram í bikarkeppninni''' ===
 
Karlalið ÍBV lagði Val að velli í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins.  Liðin áttust við á Hásteinsvelli en lokatölur urðu 3:0 ÍBV í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 0:0.  Eyjamenn áttu sigurinn fyllilega skilið enda voru þeir sterkari aðilinn í leiknum, sérstaklega framan af í seinni hálfleik þegar Valsmenn sáu vart til sólar.
Karlalið ÍBV lagði Val að velli í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins.  Liðin áttust við á Hásteinsvelli en lokatölur urðu 3:0 ÍBV í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 0:0.  Eyjamenn áttu sigurinn fyllilega skilið enda voru þeir sterkari aðilinn í leiknum, sérstaklega framan af í seinni hálfleik þegar Valsmenn sáu vart til sólar.


'''Pæjumótið -360 leikir'''
=== '''Pæjumótið -360 leikir''' ===
 
Pæjumót TM fór fram dagana 12. - 14. júní. Um 800 þátttakendur komu til Eyja en 24 félög sendu til leiks 72 lið.  Þegar upp var staðið var það Víkingur Reykjavík sem vann Pæjumótsbikarinn annað árið í röð en mótið var haldið með örlítið breyttu  sniði í ár.
Pæjumót TM fór fram dagana 12. - 14. júní. Um 800 þátttakendur komu til Eyja en 24 félög sendu til leiks 72 lið.  Þegar upp var staðið var það Víkingur Reykjavík sem vann Pæjumótsbikarinn annað árið í röð en mótið var haldið með örlítið breyttu  sniði í ár.


Lína 399: Lína 353:
Sigurvegarar Pæjumótsins Pæjumótsbikarinn: Víkingur 1 Huginsbikarinn: Breiðablik 1 Ísleifsbikarinn: Selfoss 1 Bergsbikarinn: Breiðablik 4 Glófaxabikarinn: Snæfellsnes 1 Dala-Rafnsbikarinn: KR 2 Gullbergsbikarinn: ÍA 2 Drangavíkurbikarinn: KR 3 Stígandabikarinn: ÍBV 3
Sigurvegarar Pæjumótsins Pæjumótsbikarinn: Víkingur 1 Huginsbikarinn: Breiðablik 1 Ísleifsbikarinn: Selfoss 1 Bergsbikarinn: Breiðablik 4 Glófaxabikarinn: Snæfellsnes 1 Dala-Rafnsbikarinn: KR 2 Gullbergsbikarinn: ÍA 2 Drangavíkurbikarinn: KR 3 Stígandabikarinn: ÍBV 3


'''Yngri flokkarnir'''
=== '''Yngri flokkarnir''' ===
 
''Við skrif á sögu eða annál ÍBV íþróttafélags hafa skrif Eyjafrétta verið helsta upplýsingarveitan, enda hafa íþróttir alla tíð verið stór hluti af blaðinu. Þessi umfjöllun um yngri flokkanna og annað það efni sem í annálnum er birt, ef tekið af síðum Eyjafrétta.''  
''Við skrif á sögu eða annál ÍBV íþróttafélags hafa skrif Eyjafrétta verið helsta upplýsingarveitan, enda hafa íþróttir alla tíð verið stór hluti af blaðinu. Þessi umfjöllun um yngri flokkanna og annað það efni sem í annálnum er birt, ef tekið af síðum Eyjafrétta.''  


Lína 411: Lína 364:
Við heyrðum aðeins í Eysteini Húna Haukssyni eftir mótið en hann þjálfar strákana. Við spurðum hann út í það hvernig honum fannst ganga og hvað hann var ánægður með.  
Við heyrðum aðeins í Eysteini Húna Haukssyni eftir mótið en hann þjálfar strákana. Við spurðum hann út í það hvernig honum fannst ganga og hvað hann var ánægður með.  


''„Ég var fyrst og fremst stoltur af því að fara með svona marga flotta fulltrúa ÍBV á mótið. Ég dáðist að því hvað strákarnir í öllum liðum sýndu mikinn dugnað og keppnisskap. Hef aldrei áður séð stráka á þessum aldri keyra sig svona gjörsamlega út. Þeir gáfu hreinlega allt sitt í leikina og komu þreyttir og glaðir heim.   Framtíðin er björt með þennan flotta hóp til staðar og mikilvægt að hlúa vel að þessum strákum á næstu árum og byggja þá jafnt og þétt upp í að verða góður kjarni fyrirmyndar ÍBV félaga. Burtséð frá úrslitunum, þá hafa þeir mikinn áhuga og mæta vel á æfingar og það telur meira hjá mér en sigrar á þessum aldri. Með sama anda, hefði ég verið jafn ánægður með helgina, þó engir bikarar hefðu unnist.“'' 
''„Ég var fyrst og fremst stoltur af því að fara með svona marga flotta fulltrúa ÍBV á mótið. Ég dáðist að því hvað strákarnir í öllum liðum sýndu mikinn dugnað og keppnisskap. Hef aldrei áður séð stráka á þessum aldri keyra sig svona gjörsamlega út. Þeir gáfu hreinlega allt sitt í leikina og komu þreyttir og glaðir heim.   Framtíðin er björt með þennan flotta hóp til staðar og mikilvægt að hlúa vel að þessum strákum á næstu árum og byggja þá jafnt og þétt upp í að verða góður kjarni fyrirmyndar ÍBV félaga. Burtséð frá úrslitunum, þá hafa þeir mikinn áhuga og mæta vel á æfingar og það telur meira hjá mér en sigrar á þessum aldri. Með sama anda, hefði ég verið jafn ánægður með helgina, þó engir bikarar hefðu unnist.“''
 
'''2. flokkur áfram í bikarnum'''  


=== '''2. flokkur áfram í bikarnum''' ===
2. flokkur kvenna komst áfram í bikarnum með sigri á sameiginlegu liði HK og Víkings en leikurinn var mjög skemmtilegur þrátt fyrir að aðeins eitt mark hafi litið dagsins ljós en það var Þóra Kristín Bergsdóttir sem skoraði á 51. mínútu leiksins. Eyjastúlkur eru því eitt af þeim sex liðum sem komin eru áfram í 8-liða úrslitin.  3. flokkur kvenna lék við sameiginlegt lið Fram og Aftureldingar  og byrjaði leikurinn vel fyrir Eyjapæjur, en það var Sóldís Eva Gylfadóttir sem kom liðinu yfir eftir 20 mínútna leik, þegar fór að líða á leikinn komust gestirnir hægt og rólega inn í leikinn og sigldu loks heim 1:3 sigri þrátt fyrir harða baráttu ÍBV.
2. flokkur kvenna komst áfram í bikarnum með sigri á sameiginlegu liði HK og Víkings en leikurinn var mjög skemmtilegur þrátt fyrir að aðeins eitt mark hafi litið dagsins ljós en það var Þóra Kristín Bergsdóttir sem skoraði á 51. mínútu leiksins. Eyjastúlkur eru því eitt af þeim sex liðum sem komin eru áfram í 8-liða úrslitin.  3. flokkur kvenna lék við sameiginlegt lið Fram og Aftureldingar  og byrjaði leikurinn vel fyrir Eyjapæjur, en það var Sóldís Eva Gylfadóttir sem kom liðinu yfir eftir 20 mínútna leik, þegar fór að líða á leikinn komust gestirnir hægt og rólega inn í leikinn og sigldu loks heim 1:3 sigri þrátt fyrir harða baráttu ÍBV.


'''Enn beðið eftir fyrsta sigrinum'''
=== '''Enn beðið eftir fyrsta sigrinum''' ===
 
Eyjamenn fengu KR-inga í heimsókn á Hásteinsvöll í endaðan júní. Liðinu sárvantar stig á botni Pepsi-deildarinnar en þar sátu Eyjamenn með fjögur stig úr fyrstu átta leikjunum. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir Eyjamenn sem komust yfir með marki Jonathan Glenn, sem skoraði því í fjórða leiknum í röð en hann stýrði sendingu Dean Martin í netið með höfðinu eftir mistök í vörn KR-inga.  
Eyjamenn fengu KR-inga í heimsókn á Hásteinsvöll í endaðan júní. Liðinu sárvantar stig á botni Pepsi-deildarinnar en þar sátu Eyjamenn með fjögur stig úr fyrstu átta leikjunum. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir Eyjamenn sem komust yfir með marki Jonathan Glenn, sem skoraði því í fjórða leiknum í röð en hann stýrði sendingu Dean Martin í netið með höfðinu eftir mistök í vörn KR-inga.  


Víðir Þorvarðarson vann stuttu seinna boltann fyrir Eyjamenn rétt fyrir utan vítateig gestanna og lét vaða á markið en boltinn fór af slánni áður en hann fór í netið,  glæsilegt skot Víðis og Eyjamenn komnir með tveggja marka forystu. Umdeilt atvik átti sér stað skömmu seinna en þá slapp Jonathan Glenn í gegn og var tekinn niður inni í vítateig af Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR-inga en Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, sá ekki ástæðu til þess að benda á punktinn.  Englendingurinn Gary Martin skallaði boltann inn af stuttu færi eftir sendingu utan að kanti rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og minnkaði muninn fyrir KR í 2:1.  Eyjamenn áttu á brattann að sækja í seinni hálfleik en KR-ingar sýndu flestar sínar bestu hliðar og tókst að koma inn tveimur mörkum skömmu fyrir leikslok en þar voru að verki þeir Kjartan Henry Finnbogason, sem er alls ekki að skora sitt fyrsta mark gegn ÍBV og Gary Martin sem skoraði með öðrum skalla á 89. mínútu.  ÍBV þarf því að bíða aðeins lengur eftir fyrsta sigrinum í deildinni og lítur allt út fyrir það að Evrópusætið sem talað var um fyrir leiktíð sé orðið ansi langsótt en tólf stig skilja að liðið og Evrópusætið. 
Víðir Þorvarðarson vann stuttu seinna boltann fyrir Eyjamenn rétt fyrir utan vítateig gestanna og lét vaða á markið en boltinn fór af slánni áður en hann fór í netið,  glæsilegt skot Víðis og Eyjamenn komnir með tveggja marka forystu. Umdeilt atvik átti sér stað skömmu seinna en þá slapp Jonathan Glenn í gegn og var tekinn niður inni í vítateig af Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR-inga en Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, sá ekki ástæðu til þess að benda á punktinn.  Englendingurinn Gary Martin skallaði boltann inn af stuttu færi eftir sendingu utan að kanti rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og minnkaði muninn fyrir KR í 2:1.  Eyjamenn áttu á brattann að sækja í seinni hálfleik en KR-ingar sýndu flestar sínar bestu hliðar og tókst að koma inn tveimur mörkum skömmu fyrir leikslok en þar voru að verki þeir Kjartan Henry Finnbogason, sem er alls ekki að skora sitt fyrsta mark gegn ÍBV og Gary Martin sem skoraði með öðrum skalla á 89. mínútu.  ÍBV þarf því að bíða aðeins lengur eftir fyrsta sigrinum í deildinni og lítur allt út fyrir það að Evrópusætið sem talað var um fyrir leiktíð sé orðið ansi langsótt en tólf stig skilja að liðið og Evrópusætið. 


'''Shellmótið flott að venju'''
=== '''Shellmótið flott að venju''' ===
 
Eins og undanfarin ár er leikjafyrirkomulagið þannig að mótinu er skipt upp í nokkur smærri mót þar sem keppt er um alls þrettán bikara, sem allir heita eftir örnefnum eyjanna. Stærsti bikarinn er þó Shellmótsbikarinn þar sem tvö bestu lið mótsins mætast í úrslitaleik, sem er hápunktur síðasta mótsdags.  Í ár voru það Stjarnan og Breiðablik sem mættust í úrstlitunum og leikurinn hefði varla getað verið jafnari en honum lauk með 2:1 sigri Stjörnunnar.
Eins og undanfarin ár er leikjafyrirkomulagið þannig að mótinu er skipt upp í nokkur smærri mót þar sem keppt er um alls þrettán bikara, sem allir heita eftir örnefnum eyjanna. Stærsti bikarinn er þó Shellmótsbikarinn þar sem tvö bestu lið mótsins mætast í úrslitaleik, sem er hápunktur síðasta mótsdags.  Í ár voru það Stjarnan og Breiðablik sem mættust í úrstlitunum og leikurinn hefði varla getað verið jafnari en honum lauk með 2:1 sigri Stjörnunnar.


Lína 457: Lína 407:
Helgafellsbikarinn 1. Fjölnir-2 2. ÍR-1 
Helgafellsbikarinn 1. Fjölnir-2 2. ÍR-1 


'''2. flokkur úr leik'''
=== '''2. flokkur úr leik''' ===
 
2. flokkur karla er úr leik í bikarkeppninni þetta árið eftir að  FH-ingar komu í heimsókn til Eyja.  
2. flokkur karla er úr leik í bikarkeppninni þetta árið eftir að  FH-ingar komu í heimsókn til Eyja.