Alfons Halldór Björgvinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Alfons Halldór Björgvinsson og Svava Hjálmarsdóttir.

Alfons Halldór Björgvinsson vélvirki, járnsmiður fæddist 7. febrúar 1928 í Klöpp og lést 15. ágúst 1979.
Foreldrar hans voru Helgi Björgvin Magnússon sjómaður á Heiði, f. 26. janúar 1900, d. 25. október 1995, og barnsmóðir hans Sigríður Jónína Sigurðardóttir vinnukona, f. 23. september 1898 í Stekkjarnesi í Norðfirði, d. 30. desember 1977.

Alfons Halldór var með móður sinni í Klöpp 1928 og enn 1949.
Þau Svava bjuggu á Boðaslóð 25, á Stóru-Heiði (Sólhlíð 19), er þau eignuðust Ágúst 1954, á Sólheimum við fæðingu Sigurbjargar 1961.
Þau giftu sig við skírn Sigurbjargar um sumarið, fluttust á Hellu á Rangárvöllum 1965 þar sem Alfons vann á bílaverkstæði kaupfélagsins.
Þaðan fluttust þau að Hrafntóftum í Holtum og bjuggu þar 1967-1969, en á því skeiði fæddist Unnsteinn á Selfossi. Þaðan lá leiðin á Ásmundarstaði í Holtum, þar sem þau bjuggu eitt sumar. Þá lá leiðin að Brekkum II þar, þar sem þau bjuggu 1969-1971, en fluttust þá til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan, síðast í Unufelli 25.

Kona Alfons, (17. júní 1961), var Svava Hjálmarsdóttir frá Dölum Jónssonar; hún f. 16. ágúst 1929, d. 16. janúar 1988.
Börn þeirra:
1. Ágúst Alfonsson rafeindavirki, f. 1. ágúst 1954.
2. Sigurbjörg Alfonsdóttir kennari, f. 30. apríl 1961.
3. Unnsteinn Alfonsson hjúkrunarfræðingur, f. 8. janúar 1969.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ágúst Alfonsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.