Þuríður Bjarnadóttir (Júlíushaab)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. maí 2015 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. maí 2015 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Bjarnadóttir vinnukona í Júlíushaab fæddist 25. nóvember 1835 í Stóra-Dalssókn u. Eyjafjöllum og lést 20. ágúst 1889 í Norðurgarði.
Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, þá bóndi á Helgusöndum u. Eyjafjöllum, áður bóndi á Strönd á Rangárvöllum, en síðar á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, f. 21. febrúar 1799, d. 25. apríl 1877, og kona hans Þuríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1794, d. 5. júlí 1863.

Hálfbróðir Þuríðar, samfeðra, var Samúel Bjarnason mormónaprestur.

Þuríður var með foreldrum sínum u. Eyjafjöllum frá fæðingu til ársins 1863 og með ekklinum föður sínum og systkinum í Efri-Kvíhólma til ársins 1873.
Hún fluttist til Eyja 1873 og réðst vinnukona í Júlíushaab. Þar var hún 1880. Við andlát 1889 var hún niðursetningur í Norðurgarði.
Þuríður giftist ekki.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.