Þorgerður Guðmundsdóttir (Höfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona, fæddist 13. mars 1890 og lést 19. júní 1979.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi, f. 5 nóvember 1855, d. 16. maí 1901, og kona hans Valgerður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1859 í Stóra-Dalssókn, d. 1. nóvember 1942.

Bróðir Þorgerðar í Eyjum var
Eymundur Guðmundsson sjómaður, verkamaður á Hásteinsvegi 35, f. 12. ágúst 1900 í Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, d. 26. maí 1970.

Þorgerður var með ekkjunni móður sinni og systkinum í Hrútafellskoti syðra 1901, en faðir þeirra lést á því ári. Hún var vinnukona á Hrútafelli 1910 og vesturbænum þar 1920.
Hún fluttist til Eyja 1921, var vinnukona á Bólstað 1922 og 1923, lausakona í Hlíð 1927, vinnukona á Hásteinsvegi 21 1930.
Hún fluttist undir Eyjafjöll og vann fyrir sér, en dvaldi að síðustu í Steinum í A-Eyjafjallahreppi, en lést í Sjúkrahúsinu í Eyjum. Þorgerður var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.