Þóroddur Sighvatsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þóroddur Sighvatsson vinnumaður fæddist 1. ágúst 1825 u. Eyjafjöllum og lést 2. janúar 1886 á Ofanleiti.
Foreldrar hans voru Sighvatur Þóroddsson vinnumaður, f. 1796 á Aurgötu u. Eyjafjöllum, d. 30. ágúst 1850 á Vilborgarstöðum, og kona hans Elín Þorkelsdóttir vinnukona frá Götu í Holtum, f. 6. september 1789, d. 25. apríl 1859.

Þóroddur var með foreldrum sínum á Núpi u. Eyjafjöllum í æsku, með vinnukonunni móður sinni á Núpi 1840, vinnumaður á Efrihól þar 1845, á Núpi 1850.
Hann var kvæntur vinnumaður hjá móður sinni á Núpi 1855. Þar var einnig kona hans Þórunn Tómasdóttir og tveir synir þeirra, Tómas 4 ára og Jón 3 ára.
1860 var Þóroddur bóndi á Núpi með Þórunni og barninu Tómasi 10 ára, en Jón lést á því ári.
1870 fluttist Þóroddur til Eyja, var í vinnumennsku í Brekkuhúsi til 1873, en Þórunn var giftur niðursetningur í Hvammi u. Eyjafjöllum. Hún lést 1875.
Þóroddur var vinnumaður í París 1873-1877, í Jómsborg 1878-1883, vinnumaður í Nýborg 1884, en 1885 var hann vinnumaður á Ofanleiti og þar lést hann 1886 „við sveit“.

Kona Þórodds var Þórunn Tómasdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1822, d. 21. júní 1875.
Börn þeirra hér:
1. Tómas Þóroddsson vinnumaður, f. 30. ágúst 1851, d. 3. nóvember 1924.
2. Jón Þóroddsson, f. 25. júlí 1852, d. 25. ágúst 1860.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.