Þórarinn Guðlaugsson (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórarinn Guðlaugsson.

Þórarinn Guðlaugsson frá Lundi við Vesturveg 12, sjómaður, farmaður, húsasmíðameistari fæddist 3. ágúst 1931 í Höfða við Hásteinsveg 21 og lést 19. apríl 2005 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Brynjólfsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972, og síðari kona hans Valgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1895, d. 29. september 1937.

Börn Valgerðar og Guðlaugs:
1. Halldóra Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Seltjarnarnesi, f. 18. júní 1920 í Odda, d. 21. febrúar 1998.
2. Brynjólfur Gunnar Guðlaugsson togarasjómaður, f. 30. júlí 1921 í Odda, drukknaði 26. desember 1949.
3. Guðrún Briet Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1923 í Odda, d. 13. janúar 2015.
4. Ingibjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1925 í Odda, d. 23. desember 2018.
5. Ásta Kristný Guðlaugsdóttir iðnaðarmaður í Reykjavík, f. 24. júlí 1926 í Odda.
6. Guðmundur Guðlaugsson sjómaður, skipstjóri, f. 24. september 1929 í Höfða, d. 30. desember 2010.
7. Þórarinn Guðlaugsson sjómaður, húsasmíðameistari , f. 3. ágúst 1931 í Höfða, d. 19. apríl 2005.
Barn Höllu fyrri konu Guðlaugs:
8. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973.
Börn Höllu fyrri konu Guðlaugs og hans:
9. Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson verslunarstjóri, fiskimatsmaður, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994.
10. Andvana drengur, f. 28. október 1915 í Odda.
11. Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 5. nóvember 1918 í Odda, d. 17. ágúst 1997.

Þórarinn var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var sex ára. Hann var í sveit á sumrum, flutti með föður sínum til Reykjavíkur 1943.
Hann lærði húsasmíði, öðlaðist meistararéttindi.
Þórarinn varð ungur sjómaður, aðallega í Eyjum, varð farmaður 18 ára, sigldi á þýskum og norskum flutningaskipum um átta ára skeið.
Hann flutti til Íslands 1957, hóf nám í húsasmíði og vann við iðnina.
Þau Þorgerður Una giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu til Skagastrandar. Þar reisti Þórarinn trésmíðaverkstæði, byggði hús til íbúðar og atvinnuhúsnæði.
Þau fluttu á Seltjarnarnes 1965 og til Grindavíkur 1966. Til Keflavíkur fluttu þau 1991 og Þórarinn vann við viðhald á húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli síðari hluta starfsævinnar til 1999, er hann hætti störfum.
Þorgerður Una lést 2002 og Þórarinn 2005.

I. Kona Þórarins, (1958), var Þorgerður Una Bogadóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 25. júlí 1931, d. 29. janúar 2002. Foreldrar hennar voru Bogi Theódór Björnsson, f. 3. september 1903, d. 29. janúar 1968, og kona hans Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1896, d. 4. mars 1970.
Börn þeirra:
1. Sæbjörg Brynja Þórarinsdóttir, f. 8. ágúst 1958. Maður hennar Pétur S. Stefánsson.
2. Sigrún Þórarinsdóttir, f. 29. maí 1963. Maður hennar Ólafur Þorri Gunnarsson.
3. Guðlaugur Þórarinsson, f. 5. júní 1965. Kona hans Kristín Elfa Ingólfsdóttir.
Börn Þorgerðar Unu áður:
4. Birna Sólveig Lúkasdóttir, f. 27. desember 1949. Maður hennar Ellert Karl Guðmundsson.
5. Bogi Ingvar Traustason, f. 8. febrúar 1952. Kona hans Gerður Guðnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.