„Örnefnaskrá Gísla Lárussonar“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Örnefnaskrá Gísla Lárussonar framhald I
(Gísli Lárusson örnefnaskrá)
 
(Örnefnaskrá Gísla Lárussonar framhald I)
 
Lína 1: Lína 1:
I. '''Ystiklettur''' (1): '''Klettsnef''' (2) kallast landsuðurshornið á Ystakletti er myndar voginn að norðanverðu, en vestan í Klettsnefi ofanvert er '''Klettsnefstó''' (3). Inn af Klettsnefi er '''Klettshellir''' (4) við sjó niðri; en ofan við hann (fyrir ofan brún) er grasbrekka nefnd '''Réttarfles''' (5) (var réttað í því). Beint norður af og lítið hærra er '''Djúpafles''' (6), en norðar '''Langafles''' (7). Móbergshryggir liggja á milli flesjanna og greina þau sundur; en brúnin hér fyrir ofan er nefnd '''Tindar''' (8) ('''Suðurtindar''' (9)) – af svonefndu „Sviði“ (fiskimiði) S.V. af Álfsey eru brúnir þessar nefndar „'''Kambar'''“ samkv. gömlu „Miðakveri“.  
I. '''Ystiklettur''' (1): '''Klettsnef''' (2) kallast landsuðurshornið á Ystakletti er myndar voginn að norðanverðu, en vestan í Klettsnefi ofanvert er '''Klettsnefstó''' (3). Inn af Klettsnefi er '''Klettshellir''' (4) við sjó niðri; en ofan við hann (fyrir ofan brún) er grasbrekka nefnd '''Réttarfles''' (5) (var réttað í því). Beint norður af og lítið hærra er '''Djúpafles''' (6), en norðar '''Langafles''' (7). Móbergshryggir liggja á milli flesjanna og greina þau sundur; en brúnin hér fyrir ofan er nefnd '''Tindar''' (8) ('''Suðurtindar''' (9)) – af svonefndu „Sviði“ (fiskimiði) S.V. af Álfsey eru brúnir þessar nefndar „'''Kambar'''“ samkv. gömlu „Miðakveri“.  


Lína 56: Lína 55:


'''Litlhöfðahellir''' (252) er upp úr urðinni. Stærsti hellir er hér hefir þekkst. Annar hellir, samnefndur, er austur úr höfðanum – allstór gapi – og eru göng á milli hellranna, niður við sjó. Gólf aðalhellirsins er neðan við sjávarmál um flæði og verður ekki komist landveg í hann nema um stórfjöru – fyrir framan Landstakk; eða í bandi úr Landstakkstó. Frá Litlhöfða að Flúðartanga er vik mikið inn í eyjuna og er Gunnarsurð í botni þess. Vík þessi er nefnd '''Bót''' (253). Í henni innarlega eru drangar 2 '''Stóri-''' (254) og '''Litli-Stakkur''' (255) (þar verpir hvítmávur – Larus clausus – svo og lítið í Stórhöfða, er ókunnugt um varp hans annarsstaðar á landinu?). Sunnan við Litlhöfða taka við '''Brimurðarloft''' (256), lágur móbergsstallur með urð fyrir framan, og fram af þeim nálægt miðju '''Ræningjatangi''' (257) (uppganga Tyrkja 1627). Nær tanginn nokkuð langt í sjó út, flatur og lágur, svo að sjór gengur yfir hann í stórbrimi. Á honum efst er '''Skírnarlónið''' (258) – nafnið frá ca 1854. Fyrstu mormónar á Íslandi skírðir þar. Næst við Brimurðarloft er allstór vík – sandur að austan en urð vestast, '''Brimurð''' (259) og '''Brimurðaralda''' (260), hæðin þar upp af. Fyrir sunnan Brimurð er lágur hamar nefndur '''Garðsendi''' (261). Þá tekur við '''Stórhöfði''' (262). Nyrst og austast undir honum er urð, '''Garðsendaurð''' (263), en upp af urðinni nyrst, '''Garðsendató''' (264). Þar næst fyrir sunnan '''Kepptó''' (265) – nafnið af „fýlakepp“, barefli sem fýll er rotaður með. Þá er '''Stórató''' (266) þar suður af. Sunnan við þá tó er '''Eystrabrunanef''' (267) (bergið mjög brunnið) og niður af því blágrýtisstallur í sjó fram, '''Álkustallur''' (268). Þá er '''Syðrabrunanef''' (269); en milli nefjanna '''Stórhöfðahellir''' (270), ca 1½ faðm neðan við brún. Þar fyrir sunnan er Brunanef en niður af því móbergsstallur, '''Hella''' (271). Þar frá gengur flái í sjó fram, '''Hellutá''' (272) og er það suðausturhorn Stórhöfða. Milli Hellutár og Álkustalls er vik, '''Súlukrókur''' (273) og upp úr honum '''Gat''' (274) og '''Gatnef''' (275). Fyrir vestan Hellutá, sunnan í Stórhöfða er stór grasbekkur með hamri fyrir ofan – var áður vetrarbeit fyrir lömb – '''Stóralambhilla''' (276) en hamarinn '''Lambhilluhamar''' (277). Vestar og hærra er önnur grashilla, '''Litlalambhilla''' (278). Milli Lambhillanna og ofan við brún er '''Runkarof''' (279). (Nafnið frá ca 1880. Lundaveiðistaður síra Runolfs, nú fríkirkjuprests í Gaulverjabæ). Neðan við Litlulambhillu er fýlapláss, '''Gýpur''' (280). En vestar frá brún, er allstór hamar, '''Grásteinshamar''' (281), en neðan við hann '''Kaplapyttar''' (282) (hesthrap að sögn). Þar er fýlatekja, en vestur af hamrinum er '''Grásteinsfles''' (283) – grasbrekka. Í henni er steinn, '''Grásteinn''' (284), en fremst '''Útsuðursnef''' (285). Fyrir neðan Útsuðursnef er sker í sjó út, '''Ketilssker''' (286). En norður af nefinu, upp við brún er grasbekkur, '''Sviptúnspallur''' (287). Þar fyrir norðan er '''Hánef''' (288) – hæsta nefið. En norðar '''Illanef''' (289). Milli nefjanna eru '''Malarkórar''' (290) – allmikil fýlabyggð. Þá er '''Hvannstóð,Efra'''- (291) og '''Neðra-''' (292). Þar fyrir neðan við sjó eru 2 hellrar allmiklir og einkennilegir, og í þeim svartfuglavarp mikið, nefndir '''Fjós''' (293). En norðar '''Jónsskora''' (294) – fýlabekkir og gil.
'''Litlhöfðahellir''' (252) er upp úr urðinni. Stærsti hellir er hér hefir þekkst. Annar hellir, samnefndur, er austur úr höfðanum – allstór gapi – og eru göng á milli hellranna, niður við sjó. Gólf aðalhellirsins er neðan við sjávarmál um flæði og verður ekki komist landveg í hann nema um stórfjöru – fyrir framan Landstakk; eða í bandi úr Landstakkstó. Frá Litlhöfða að Flúðartanga er vik mikið inn í eyjuna og er Gunnarsurð í botni þess. Vík þessi er nefnd '''Bót''' (253). Í henni innarlega eru drangar 2 '''Stóri-''' (254) og '''Litli-Stakkur''' (255) (þar verpir hvítmávur – Larus clausus – svo og lítið í Stórhöfða, er ókunnugt um varp hans annarsstaðar á landinu?). Sunnan við Litlhöfða taka við '''Brimurðarloft''' (256), lágur móbergsstallur með urð fyrir framan, og fram af þeim nálægt miðju '''Ræningjatangi''' (257) (uppganga Tyrkja 1627). Nær tanginn nokkuð langt í sjó út, flatur og lágur, svo að sjór gengur yfir hann í stórbrimi. Á honum efst er '''Skírnarlónið''' (258) – nafnið frá ca 1854. Fyrstu mormónar á Íslandi skírðir þar. Næst við Brimurðarloft er allstór vík – sandur að austan en urð vestast, '''Brimurð''' (259) og '''Brimurðaralda''' (260), hæðin þar upp af. Fyrir sunnan Brimurð er lágur hamar nefndur '''Garðsendi''' (261). Þá tekur við '''Stórhöfði''' (262). Nyrst og austast undir honum er urð, '''Garðsendaurð''' (263), en upp af urðinni nyrst, '''Garðsendató''' (264). Þar næst fyrir sunnan '''Kepptó''' (265) – nafnið af „fýlakepp“, barefli sem fýll er rotaður með. Þá er '''Stórató''' (266) þar suður af. Sunnan við þá tó er '''Eystrabrunanef''' (267) (bergið mjög brunnið) og niður af því blágrýtisstallur í sjó fram, '''Álkustallur''' (268). Þá er '''Syðrabrunanef''' (269); en milli nefjanna '''Stórhöfðahellir''' (270), ca 1½ faðm neðan við brún. Þar fyrir sunnan er Brunanef en niður af því móbergsstallur, '''Hella''' (271). Þar frá gengur flái í sjó fram, '''Hellutá''' (272) og er það suðausturhorn Stórhöfða. Milli Hellutár og Álkustalls er vik, '''Súlukrókur''' (273) og upp úr honum '''Gat''' (274) og '''Gatnef''' (275). Fyrir vestan Hellutá, sunnan í Stórhöfða er stór grasbekkur með hamri fyrir ofan – var áður vetrarbeit fyrir lömb – '''Stóralambhilla''' (276) en hamarinn '''Lambhilluhamar''' (277). Vestar og hærra er önnur grashilla, '''Litlalambhilla''' (278). Milli Lambhillanna og ofan við brún er '''Runkarof''' (279). (Nafnið frá ca 1880. Lundaveiðistaður síra Runolfs, nú fríkirkjuprests í Gaulverjabæ). Neðan við Litlulambhillu er fýlapláss, '''Gýpur''' (280). En vestar frá brún, er allstór hamar, '''Grásteinshamar''' (281), en neðan við hann '''Kaplapyttar''' (282) (hesthrap að sögn). Þar er fýlatekja, en vestur af hamrinum er '''Grásteinsfles''' (283) – grasbrekka. Í henni er steinn, '''Grásteinn''' (284), en fremst '''Útsuðursnef''' (285). Fyrir neðan Útsuðursnef er sker í sjó út, '''Ketilssker''' (286). En norður af nefinu, upp við brún er grasbekkur, '''Sviptúnspallur''' (287). Þar fyrir norðan er '''Hánef''' (288) – hæsta nefið. En norðar '''Illanef''' (289). Milli nefjanna eru '''Malarkórar''' (290) – allmikil fýlabyggð. Þá er '''Hvannstóð,Efra'''- (291) og '''Neðra-''' (292). Þar fyrir neðan við sjó eru 2 hellrar allmiklir og einkennilegir, og í þeim svartfuglavarp mikið, nefndir '''Fjós''' (293). En norðar '''Jónsskora''' (294) – fýlabekkir og gil.
'''Napi''' (295) er nefmyndun er gengur enn norðar í sjó fram og upp af Napa er grasbrekka sem skúti var í ( nú afhrapaður), '''Napabrekka''' (296) og '''Napaból''' (297). Hér austar er allmikil hvilft grasivaxin með hamri fyrir ofan, nefnd '''Rauf''' (298) og '''Raufarhamar''' (299); en austar er '''Litla-Rauf''' (300). Fyrir neðan hana er '''Sölvaflá''' (301) – tangi. Þá er lágur hamar '''Valshilluhamar''' (302); en undir honum '''Valshilluhamarsflá''' (303). Uppi á Stórhöfða er vörðubrot, '''Trölladyngjur''' (304). (Fyrir sunnan Trölladyngjur er nú byggður viti).
Norðan við Stórhöfða er stórt sandvik nefnt '''Vík''' (305). En syðst í því hefir frá ómunatíð verið uppsátur frá Ofanleitisbæjum (upprunalega fyrir ofan leiti). Þar upp af, eða nyrst á Stórhöfða eru húsabrot, eftir fiskikrær þeirra, '''Erlindarkrær''' (306), en vestan við þær er '''Dys''' (307). Er sögn manna að þar séu 4-6 menn grafnir er fundust í enskri skútu, er róin var upp í Víkina, vestan fyrir Stórhöfða ca 1820–30. Var skútan á hliðinni og full af sjó. Var góss flutt á land en líkin dysjuð þarna. Gjörðust reimleikar svo miklir, er góssið var vaktað, þar til selt var, að enginn hélst þar við, utan kona ein Guðrún Laugadóttir (sbr. Ystaklett).
Fyrir norðan Vík taka við klappir. Er sú hæsta nefnd '''Brattaskál''' (308). Þar fyrir norðan er '''Lónhillusandur''' (309). Á honum nyrst móbergsdrangur, nú hrapaður að ofan, '''Steinketill''' (310). Þá er '''Klaufin''' (311). Dálítið sandvik en móbergsklöpp vestast og er það annað uppsátur frá Ofanleitisbæjum. Upp af þessu svæði að Vík og Brimurðaröldu er nefndur '''Aur''' (312) (er það hnullunga blágrýti). Upp af Klauf er smábrekka, '''Sauðatorfa''' (313), en vestast '''Klaufarskál''' (314). Þar framar og vestar er blágrýtisurð stór, '''Þorlaugargerðisgrjót''' (315). Þá tekur við '''Ofanleitishamar''' (316), alla leið norður undir Herjólfsdal, er hamarinn lágur að sunnan og þar nefndur '''Tögl''' (317) að '''Hafursdæl''' (318), sem er slétt laut, er gengur að brún niður, sunnan til í hamarinn. Upp af Töglum er grasi vaxið láglendi nefnt '''Breiðibakki''' (319). Þar norðar (þar sem brúnin er hæst á Hamrinum) '''Háufoldir''' (320). En litlu sunnar niður við urð '''Ketilsbekkur''' (321). Norðan í Háufoldum er '''Mangasnið''' (322), sem margir hafa hrapað úr. Þá '''Vítisofanferð''' (323) og '''Góðaofanferð''' (324), en neðan við þær '''Urðarbekkur''' (325). Urðin neðan við Hamarinn kallast '''Hamarsurð''' (326). Norðan við Góðuofanferð, sem er grastó, eru 2 krókar eða vik, '''Blákrókar, Syðri-''' (327) og '''Nyrðri-''' (328) (blágrýtiskennt berg). Rekapláss gott. Þá er nokkuð langt svæði, sem ekkert örnefni hefur, en í því er hellir ekki alllítill, sem aðeins verður komist í um stórstraumsfjöru og myndar tvo hellra að framan af bergsúlu, '''Teistuhellrar''' (329) – verpir teista í honum.  Þá tekur við '''Torfmýri''' (330); láglendi er liggur suður af Herjólfsdal og er ofurlítið stykki af því mýrarkennt. Var þar um nokkurn tíma mótekja dálítil, og er það sá eini staður á eynni er mór hefir fundist.
Fyrir norðan Torfmýri, en við Dalfjall er mjótt vik 70-80 faðmar á lengd, en breidd 4 faðmar minnst er klapparnef gengur lengst fram, annars 5-7 faðmar, en 10-11 faðmar fremst. Sjávardýpt 5 faðmar utast, annars 2-2½ faðm. og 1 faðmur því nær innst. Mælt með hálfflæði. Í botni er malarfjara, en nú fallnir 2 steinar  allstórir í vörina, svo ómögulegt er að koma báti þar upp. Landmegin eru klappir með stöllum og skörum 2 til 4 faðma yfir sjávarflöt. Þar ofar grasi vaxin brekka. Verður hæðin öll 5-7 faðmar og innst allt að 10 föðmum. Á aðra hlið afmarkar Dalfjall vik þetta, og er fjallið þar standberg (stuðlaberg). Vik þetta hefir í langan tíma verið nefnt Kaplagjóta (341). (Segir sr. Gissur Pétursson: „þar var óskila færleikum hrundið ofan er fundust fram yfir regluna“.) Almenn sögn er sbr. séra Gissur, Jón Austmann o.fl. að hér hafi „Ægisdyr“ verið nefndar (sbr. Landnáma). Hér er hægt að róa út og inn litlum bát, ef lítið brim er. En brimsamt er hér í vestan og suðvestan brimi. Í austan og norðanátt er oft ágætt að róa hér út og inn. Er merkilegt að sumir er hér um hafa skrifað, segja ómögulegt að róa hér inn báti og alltaf sé brim, svo útræði væri óhugsanlegt (sbr. Árbók Fornleifafélagsins 1913. Er lýsing sú á Kaplagjótu allsendis röng sem og fleira sem ég hefi séð). (Sjálfur hefi ég í fleiri skipti farið hér inn, með bát hlaðinn fugli, og affermt hér, og eitt skipti á nokkuð stórum bát – 12 manna fari).
Úr Dalfjalli gengur hryggur fram í berginu „Tíkartóaröxl“ og móts við hann landmegin, fyrir innan miðja gjótuna er hæð, eða hryggmyndun. Mætti hugsa að hryggur þessi hafi fyrst náð yfir um. Fyrst étist gat að neðan (sem víða má sjá) og síðan hafi haftið fallið. Hafi þannig í landnámi verið hér gat og nafnið „Ægisdyr“ þar af dregið.
Hér fyrir innan er '''Herjólfsdalur''' (332) og dregur nafn af Herjólfi er Landnáma (Hauksbók) segir að fyrstur hafi reist bú í eyjunum (inni í dalnum) fyr innan Ægisdyr. Þar er grjóthaugur mikill vestan megin í dalnum, og á skriða að hafa hlaupið á bæ Herjólfs er þar hafi staðið. Nyrst í þessum haugum er dálítil uppspretta nefnd '''Silfurbrunnar''' (333). En önnur uppspretta er í miðjum dalnum, og er þar hleðsla forn nefnd '''Lind''' (334). Móbergslag er hér undir jarðveginum og er líklegt að ofan á því renni vatn til Lindarinnar úr Dalfjalli.
Afrennsli úr Lindinni myndar tjörn, nefnd '''Daltjörn''' (335). Fjöll þau er mynda Herjólfsdal eru einu nafni nefnd '''Dalfjall''' (336). Samtengir þau '''Dalfjallshryggur''' (337) og því oft verið nefnd '''Austur-''' (338) og '''Vestur'''-'''Dalfjall''' (339). Er Dalfjallshryggur grasivaxinn, nema að austanverðu hafa skriður fallið. Vestan við Daltjörn er móbergssteinn stór, '''Fjósaklettur''' (340). Í honum má sjá holur klappaðar, eiga bitar að hafa staðið hér inn í; en þarna hafi verið fjós Herjólfs. Upp af tjörninni en framan í Dalfjallshrygg er móbergsnef, '''Saltaberg''' (341) (líklega dregið af hvítum rákum í berginu). Hæsti tindur á Vestur-Dalfjalli er nefndur '''Blátindur''' (342). En á Austur-Dalfjalli, '''Há''' (343) (eða '''Háey''' (344) sbr. séra Gissur). Nú oft nefnd „'''Bláhá'''“ (345) til aðgreiningar frá '''Austur-Há''' (346) sem er bergstallur austur úr Dalfjalli, er hann nú í daglegur tali nefndur
„'''Há'''“ (347).
Upp af Kaplagjót er vegur upp á Dalfjall og er það svæði nefnt einu nafni '''Hæltær''' (348). En efst á þeim '''Hæltóarnef''' (349), en neðar '''Hæltóargil''' (350) og '''Gilsbakkar''' (351). En vestar og upp af Kaplagjót utanverðri eru '''Tíkartær'''  og '''Tíkartóarnef''' .  Þar á milli '''Tíkartóaröxl''' (352). Upp af þeim, en ofar er fjárból, '''Bótólfsból''' (353), en austar '''Langibekkur''' (354) og upp af honum '''Eyra''' (355), smá tó í berginu. Þar vestur af er '''Hvíldarjaðar''' (356), hár grashryggur. Fyrir vestan hann er '''Hvíld''' (357), kvosmynduð grasbrekka. Í Hvíld er jurtagróður sagður fjölskrúðugastur á eyjunni. Þar niður og vestar er '''Halldórsskora''' (358). Er það grastó og lömbum beitt þar á vetrum. Upp af skorunni eru kórar, sumir grasivaxnir, nefndir '''Halldórsskorukórar''' (359). Þá er '''Eggjabekkur''' (360), samt frá brún norðar. Þar norður af eru '''Sauðabólsbekkir''' (361), en '''Sauðaból''' (362) þar niður af (er fjárból). Þá tekur við allmikill hryggur er liggur til vesturs, og er allur hryggurinn nefndur '''Niður með Standi''' (363). Er fremst á honum móbergsdrangur nefndur '''Standur''' (364). Ofarlega á hryggnum að sunnan er kór, '''Sandkór''' (365). Fyrir norðan Stand myndast 2 stór nef af djúpum giljum, er hið syðra nefið nefnt '''Illanef''' (366); en hitt '''Hvannstóðarnef''' (367) eða '''Hvannstóð''' (368). Hér fyrir neðan, að Standi, er dálítil grasbrekka, '''Sauðatorfa''' (369). Upp af nefjunum norðar, en vestan við Blátind er stórt fles, nefnt '''Djúpafles''' . Hér niður af Sveinar – '''Suður-''' (370) og '''Norður-Sveinar''' (371). Allmikið fýlapláss. Þar fyrir neðan gengur langur móbergstangi í sjó út, grasivaxinn að ofan, nefnt '''Stafnsnes''' (372) ( er eins og stafn á skipi fremst). Myndar það smá vik, samnefnt, með malarkambi í botni. Hefir vik þetta frá ómunatíð verið þrautalending Eyjamanna.
Við uppgönguna úr Stafnsnesi á Dalfjallshrygg er fjárból, '''Stafnsnesból''' (373). Austan í Blátindi er allmikil fýlabyggð. Er nyrst á honum nefnd '''Öxl''' (374), þá '''Brunakórar''' (375) við brún. En þar niður af '''Hlaup''' (376). Neðar '''Gýpur''' (377). Þá er sunnar '''Brattató''' (378) suður af Blátindi. Sunnar, '''Hellugil''' (379). Er þar lítið hellutak (blágrýti er klofnar í hellur).
Fyrir neðan Hellugil er '''Langibekkur''' (380), en vestar '''Blátindsbekkir''' (381). Norður úr Dalfjallshrygg gengur hamar í sjó niður nefnt '''Ufsaberg''' (382), en norður úr því að austan skerst tangi; hryggmyndun ofan frá brún, og er utan við hann drangur í sjó út, nefndur '''Gat''' (383) (hefir hrunið). Hér fyrir utan er flúð, sem getur verið hættuleg bátum. Stendur hún uppúr um stórfjöru; nefnd '''Gatflúð''' (384). Vestan við Gatið landmegin er önnur flúð, '''Vasaflúð''' (385). Þar upp af en vestan í tanganum er smátó, '''Gíslató''' (386) (Gísli Lárusson fór fyrst í hana). Fyrir austan Upsaberg er móbergstangi er myndar smá vík landmegin, nefnd '''Eysteinsvíkurtangi''' (387) og '''Eysteinsvík''' (388). En ofar '''Eysteinsvíkurkórar''' (389). Þar austur af eru nefndar '''Skriður''' (390), en niður af þeim '''Æðarsandur''' (391) (lítið æðarvarp) og rétt við sandinn er '''Æðarhellir''' (392). Fyrir austan Æðarsand eru '''Vatnshellrar''' (393). En austan megin við þá '''Krókar''' (394). Hér fyrir ofan, frá Dalfjallshrygg að '''Náttmálaskarði''' (395) – sem aðskilur Klifið frá Dalfjalli – er brúnin nefnd '''Eggjar''' (396) (áður nefndar „'''Skersli'''“ (397) skv. gömlu miðakveri).
'''Moldi''' (398) er nyrst á Hánni, dalmegin, bjarg með grastætlum, en neðar '''Vesturhúsabyrgi''' (399) – smáhillur – var áður fiskbyrgi. En sunnar, neðan við bergið eru '''Mykjudagsgrjót''' (400). Fyrir sunnan Molda tekur við tó allmikil, var hún nokkuð grasivaxin fram eftir síðastliðni öld, en er nú moldrunnin mjög. Tó þessi hefur frá ómunatíð verið nefnd '''Mykjudagstó''' (401). Nafnið „'''Mykjuteigstó'''“ (402) er nýbúið til. Dregið af líkum. Hitt þótt málleysa. Mykjuteigur hvergi til eða Mykjuteigshlaup, sem nefnt er í Árbók Fornleifafélagsins 1913. Mætti eins vel ætla að nafnið væri afbakað úr „Miðdagstó“. Þá er hádegi er sól skín í tóna, og var það dagsmark notað frá Ofanleitisbæjum.
Syðst í Austur-Dalfjalli eru '''Fiskhellrar''' (403). Er bjargið þar burstmyndað og voru þar áður fiskbyrgi Eyjarbúa, hlaðin á smábekki. Grjótið dregið upp til byrgisgerðar. Efsta byrgið er nefnt '''Þorlaugargerðishilla''' (404). Þar áttu nokkrir menn að hafa komist af í Tyrkjaráninu. Ofarlega í berginu er grasivaxinn bekkur, '''Neftó''' (405). En efst '''Fiskhellranef''' (406). Fiskhellranef er miðað af „'''Klökkum'''“ (407) – fiskimiði austur af Stórhöfða og er nefið þaðan nefnt „'''Vaðhorn'''“ (408). Neðsta hillan á leið upp að byrgjunum er nefnd '''Steðjabringur''' (409), en austast '''Sporðhilla''' (410).
Fyrir austan Fiskhellra er Austur-Há, sem áður er nefnd. Lágur hamar með grasbrekku neðan undir. Suðaustan í brekkunni stendur stór steinn, '''Hásteinn''' (411). En norðar, neðst í berginu er '''Sýslumannskór''' (412) (nafnið frá ca 1872–90. Skemmtistaður Aagaards sýslumanns hér). Hér fyrir norðan móberg ekki allhátt, '''Skiphellrar''' (413), smíðaslóð báta að fornu og nýju. Milli þessara fjalla hafa áður verið nefndar '''Skarðslágar''' (414) (sbr. séra Gissur Pétursson). Nafnið nú týnt. Uppúr '''Eystri-Skarðslág''' (415) er móbergsflái, sem nær upp að brún, í honum er laut, '''Steinketill''' (416). Fyrir norðan Skiphellra er bergstalli, á ská liggjandi, '''Langaberg''' (417) en uppi yfir því grasbrekka, '''Kaldakinn''' (418). Norður úr Dalfjalli gengur fjallgarður, '''Klifið''' (419) og er Náttmálaskarð á milli, er það (Náttmálaskarð) allt sandi orpið og hamrabelti vestanmegin. Er sögn um að kýr hafi verið reknar vestur með Klifi að norðan, eftir morgunmjaltir en komið upp úr skarði þessu að kvöldi. Hafi þá brekkur verið neðan undir Klifi að norðan og vestan sem nú eru hamrar, en fram að þessum tíma þó mótað fyrir brekkum hér og þar.

Leiðsagnarval