Ögmundur Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ögmundur Björnsson fæddist um 1751 og lézt 16. febrúar 1793.
Líklega er hann sá, sem er bóndi á Hvoli í Mýrdal 1777. Hann mun vera af sömu ætt og Ögmundur Árnason frá Kerlingardal í Mýrdal, faðir Jóns í Stakkagerði og síðar í Dalbæ, og faðir Ögmundar í Landakoti og Arnbjarnar í Presthúsum.

Ögmundur fékk legorðssekt vegna barneigna utan hjónabands í Sólheimaþingum í Mýrdal 1787 og 1789. Börnin munu hafa verið Oddur og Kristín.
Hann fluttist til Eyja frá Landeyjum og drukknaði 16. febrúar 1793 ásamt 6 öðrum.
Úr Djáknaannálum 1793: „10 manna skiptapi í Vestmannaeyjum, en 6 náðust lífs.“

Maki, barnsmóðir: Ingigerður Árnadóttir ljósmóðir, f. um 1764.
Börn þeirra hér:
1. Oddur, f. 1787.
2. Kristín, f. 1789.


Heimildir

  • Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson
  • Djáknaannáll.
  • Íslendingabók.is.
  • Ljósmæður á Íslandi. Björg Einarsdóttir og fleiri. Ljósmæðrafélag Íslands. Reykjavík 1984.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.