Óskar Magnús Gíslason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júlí 2005 kl. 14:17 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júlí 2005 kl. 14:17 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Magnús Gíslason fæddist 27. maí 1915 í Eyjum og ólst upp á Arnarhóli. Óskar var alinn upp á útvegsbændaheimili og var faðir hans, Gísli Jónsson, skipsstjóri og útgerðarmaður. Móðir Óskars var Guðný Einarsdóttir. Óskar var númer 3 í röðinni í 6 barna systkinahópnum. Einn bróðir Óskars, Einar, var mjög náinn honum og unnu þeir saman á sjó og í safnaðarstarfi.

Eiginkona Óskars var Kristín Jónína Þorsteinsdóttir og giftust þau 21. desember 1946. Þau eignuðust 6 börn, eitt þeirra dó sem barn. Börn Óskars eru Þorsteinn, eðlisfræðingur í Álverksmiðjunni, Anna hjúkrunarfræðingur og Gísli, Snorri og Kristinn kennarar. Gísli er einn búsettur í Vestmannaeyjum en hin búa á Akureyri, Hafnarfirði og Kanada.

Sjómennskan

Óskar hóf sjómennskustörf 14 ára hjá föður sínum og nokkrum árum seinna aflaði hann sér skipstjórnarréttinda hjá Sigfúsi Scheving og árið 1937 varð hann skipsstjóri á bát fjölskyldunnar, Víkingi. Óskar öðlaðist dýrmæta þekkingu með því að alast upp á sjómannsheimilinu og að taka þátt í öllu sem sjávarútvegnum við kemur. Það fór því þannig að Óskar varð gæfuríkur skipsstjóri og gjörþekkti miðin í kringum Vestmannaeyjar. Altalað var að Óskar hefði gott skyn á fiskimiðunum og að hann sýndi góða sjómennsku.

Starf í landi

Trú