Óskar Jörundur Engilbertsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2016 kl. 12:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2016 kl. 12:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Óskar Jörundur Engilbertsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Óskar Jörundur Engilbertsson frá Litlabæ, bifvélavirki fæddist 24. desember 1940 í Litlabæ.
Foreldrar hans voru Engilbert Ágúst Guðmundsson bátasmiður, verslunarmaður, f. 4. ágúst 1899 á Dysjum á Álftanesi, d. 2. desember 1945 á Vífilsstöðum, og kona hans Kristín Ástgeirsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1900 í Litlabæ, d. 19. janúar 1991.

Börn Kristínar og Engilberts Ágústs voru:
1. Kristín Jóhanna Engilbertsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. nóvember 1923 í Litlabæ, d. 25. desember 1980.
2. Guðjóna Ásta Engilbertsdóttir, f. 19. desember 1926 í Litlabæ, d. 28. apríl 2012.
3. Ágústa Margrét Engilbertsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 24. september 1929 í Litlabæ, d. 30. janúar 2006.
4. Dagný Engilbertsdóttir, f. 16. september 1932 í Litlabæ, d. 21. nóvember 1932.
5. Eyþór Engilbertsson, f. 24. september 1938 í Litlabæ, d. 2. mars 1939.
6. Óskar Jörundur Engilbertsson, f. 24. desember 1940 í Litlabæ, d. 1. nóvember 2000.

Óskar var með foreldrum sínum í Litlabæ í bernsku. Faðir hans var sjúklingur og fjölskyldan fluttist Suður 1945 þar sem faðir hans léts á Vífilsstöðum í desember. Óskar lærði bifvélavirkjun og vann við hana, en var um skeið í Bandaríkjunum.
Hann kvæntist Ólafíu 1962. Þau eignuðust eitt barn.

Kona Óskars Jörundar, (31. mars 1962), er Ólafía Magnúsdóttir húsfreyja. f. 21. janúar 1942. Foreldrar hennar voru Magnús Dagbjartsson bóndi í Fagurhlíð í Landbroti og sambýliskona hans Jónína Kristín Sigurðardóttir húsfreyja.
Barn þeirra:
1. Kristín Óskarsdóttir, f. 27. janúar 1963 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.