Ólafur Vilhjálmsson (Múla)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. nóvember 2015 kl. 20:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. nóvember 2015 kl. 20:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Til aðgreiningar frá alnöfnum.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur

Ólafur Vilhjálmsson, Múla, fæddist að Botnum í Meðallandi 12. september 1900 og lést 24. febrúar 1972.

Ólafur byrjaði sem formaður á Esther árið 1924.

Þann 16. desember 1924 lenti Ólafur í sjávarháska þegar 9 menn fóru frá Eiðinu í Vestmannaeyjum út í Gullfoss á opnum báti. Er þeir höfðu ýtt frá sökk báturinn og 8 drukknuðu en Ólafi var bjargað af Soffí sem lá við Gullfoss. Formaður á Soffí var Andrés Einarsson.

Árið 1926 tekur Ólafur við formennsku á Garðari III og var með hann tvær vertíðir. Eftir að Ólafur hætti formennsku á Garðari fluttist hann til Reykjavíkur og vann sem togarasjómaður í fjöldamörg ár.

Myndir


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. 6-7 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.