„Ólafur Vigfússon (verkfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ólafur Vigfússon. '''Ólafur Vigfússon''' rafmagnsverkfræðingur fæddist 13. maí 1951 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Vigfús Ólafsson frá Gíslholti við Landagötu 20, skólastjóri, f. 13. apríl 1918, d. 25. október 2000, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Dal, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 29. október 1917, d. 22. mars 2004. Börn Ragnhe...)
 
m (Verndaði „Ólafur Vigfússon (verkfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 27. mars 2024 kl. 11:26

Ólafur Vigfússon.

Ólafur Vigfússon rafmagnsverkfræðingur fæddist 13. maí 1951 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Vigfús Ólafsson frá Gíslholti við Landagötu 20, skólastjóri, f. 13. apríl 1918, d. 25. október 2000, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Dal, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 29. október 1917, d. 22. mars 2004.

Börn Ragnheiðar og Vigfúsar:
1. Ólafur Vigfússon rafmagnsverkfræðingur, f. 13. maí 1951.
2. Bergsteinn Vigfússon stýrimaður, smiður, bókmenntafræðingur, f. 2. mars 1954.

Ólafur var með foreldrum sínum á Heiðarvegi 61.
Hann varð stúdent í MH , lauk prófi í verkfræði í HÍ 1976.
Ólafur var verkfræðingur hjá Landsvirkjun 1976-1978, hjá Rafteikningu hf. 1978-1985, var verkfræðingur hjá San Conveyor International A/S 1985-1986, hjá IBM Danmark A/S 1986-1990. Hann var sjálfstætt starfandi verkfræðingur í Rvk frá 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.