Ólafur Thorarensen (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ólafur Stefán Stefánsson Thorarensen læknir fæddist 6. október 1794 á Möðruvöllum í Hörgárdal og lézt 10. júní 1870 á Hofi í Hörgárdal.
Foreldrar hans voru Stefán Þórarinsson amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal, - (börn hans tóku sér Thorarensen-nafnið)- og kona hans Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving.
Ólafur lauk læknaprófi í Kaupmannahöfn 1819. Hann var sendur til Eyja 1821 m.a. til rannsókna á ginklofanum og dvaldi í eitt ár í Kornhól, fór að Möðruvöllum 1822.
Ólafur skrifaði skýrslu til yfirvalda að starfi sínu loknu um lifnaðarhætti fólks og ástandið í heilbrigðismálum.
Hann settist ekki í embætti, en gerðist bóndi á Espihóli í Hrafnagilshreppi, síðan að Hofi í Hörgárdal í Eyjafirði. Var hann stundum settur læknir í austurhéraði Norðuramtsins.

Kona Ólafs var Halldóra Thorarensen húsfreyja, f. 6. nóvember 1806, d. 8. júní 1875, Þorláksdóttir bónda að Skriðu í Hörgárdal Hallgrímssonar og síðari konu Þorláks, Margrétar Björnsdóttur húsfreyju.
Þau eignuðust 7 börn, 5 komust upp:
1. Lárus Ólafsson Thorarensen, f. 9. desember 1826 á Espihóli, d. 26. júní 1826 á Espihóli.
2. Lárus Ólafsson Thorarensen bóndi, hreppstjóri og snikkari á Ásláksstöðum, Stóru-Brekku og Hofi í Hörgárdal, f. 1. mars 1827, d. 10. október 1877. Kona hans Þrúður Einarsdóttir Thorlacius.
3. Ragnheiður Ólafsdóttir Thorlacius húsfreyja á Nausti í Hrafnagilshreppi, f. 22. desember 1828 á Hofi, d. 8. maí 1872. Maður hennar Jóhannes Halldórsson.
4. Margrét Ólafsdóttir Thorlacius húsfreyja á Ósi, f. 28. ágúst 1830 á Hofi, d. 30. maí 1870. Maður hennar Þórður Þórðarson Jónassen.
5. Jóhann Stefán Ólafsson Thorarensen bóndi, smiður á Stóru-Brekku í Arnarneshreppi, Eyj., f. 26. júní 1832 á Litlu-Brekku, d. 13. október 1904 í Lönguhlíð í Skriðuhreppi í Eyj. Fyrri kona hans Margrét Pétursdóttir Thorarensen. Síðari kona hans Rósa Jónsdóttir.
6. Þorlákur Ólafsson Thorarensen, f. 12. febrúar 1840 á Hofi, d. 1. ágúst 1840 á Hofi.
7. Þorlákur Ólafsson Thorarensen stúdent, kennari í Vesturheimi, f. 10. júlí 1842 á Hofi. Barnsmóðir hans Guðfinna Kristín Bjarnadóttir vinnukona á Akureyri, f. 23. desember 1857.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.