Ólöf Oddgeirsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Oddgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, myndlistarmaður fæddist 27. apríl 1953 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Oddgeir Ólafsson vélaeftirlitsmaður, f. 27. júní 1924, d. 7. júlí 2001, og Guðbjörg Einarsdóttir læknaritari, f. 17. apríl 1919, d. 6. nóvember 1992.

Ólöf Oddgeirsdóttir.

Ólöf varð gagnfræðingur í Ármúlaskóla í Rvk 1970, nam í framhaldsdeild Lindargötuskóla í Rvk 1970-1972, lauk námi í H.S.Í. i október 1975. Hún stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1989 til 1994.
Hún var hjúkrunarfræðingur á kvennadeild og handlækningadeild Lsp frá nóvember 1975 til janúar 1980, á lyflæknisdeild Sjúkrahússins í Eyjum desember 1980 til nóvember 1981, Heilsugæslunni í Árbæ í Rvk febrúar 1982 til ágúst 1985, á Kleppsspítala og Reykjalundi um skeið, á geislaeiningu krabbameinsdeildar Lsp frá nóvember 1985, (þannig 1988).
Hún var í sýningarnefnd FÍM, Félagi íslenskra myndlistarmann frá 1996 og var formaður sýningarnefndar 1997-1999.
Ólöf hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum, í galleríi sínu á Þrúðvangi, auk þess í Listasal Mosfellsbæjar og verið driffjöður við samsýningar erlendra listamanna í Mosfellsbæ. Hún hefur unnið markvisst að uppbyggingu listar í Mosfellsbæ, bæði með sýningum og kennslu. Hún hefur hlotið listamannalaun og var kjörin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2007. Hún á m.a. verk á ýmsum stofnunum í Mosfellsbæ.
Þau Magnús giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Maður Ólafar er Magnús Hlíðdal Magnússon rafvirki, f. 15. október 1950. Foreldrar hans voru Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon frá Langa-Hvammi, sjómaður, f. 11. júlí 1910, d. 13. maí 1995, og kona hans Halldóra Halldórsdóttir frá Skálum á Langanesi, húsfreyja, f. 6. janúar 1913 í Hátúni á Húsavík, d. 15. mái 2000.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 16. desember 1976.
2. Einar Magnússon, f. 15. ágúst 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Google.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.