Ísleifur Jónsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. september 2018 kl. 21:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. september 2018 kl. 21:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ísleifur Jónsson (Vilborgarstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ísleifur Jónsson frá Vilborgarstöðum, vinnumaður fæddist 14. febrúar 1878 á Seljalandi u. V-Eyjafjöllum og lést 31. ágúst 1896.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson á Hrauni, bóndi, útgerðarmaður, bókavörður, f. 26. mars 1851, d. 3. ágúst 1924 og kona hans Þórunn Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1850, d. 15. mars 1903.

Börn Þórunnar og Jóns:
1. Ísleifur Jónsson vinnumaður, f. 14. febrúar 1878, d. 31. ágúst 1896, fórst í jarðskjálftunum.
2. Þorsteinn Jónsson útgerðarmaður og skipstjóri í Laufási.
3. Einar Jónsson vinnumaður á Krossi í Landeyjum, f. 23. janúar 1883, í apríl 1903, ókvæntur.
4. Sigrún Jónsdóttir húsfreyja á Melstað, f. 10. febrúar 1886, d. 16. febrúar 1978.
5. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. ágúst 1887, d. 20. mars 1974, gift Ara Magnússyni fiskkaupmanni.
6. Sigurður Jónsson, f. 4. október 1892, d. 13. október 1892.
7. Drengur, f. andvana 28. desember 1897.

Ísleifur var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim úr Landeyjum til Eyja 1884.
Hann var í fýlaferð í Heimakletti 1896, er jarðskjálfti reið yfir. Hann fékk stein á bakið og lést á þriðja degi.
Sjá Blik 1969/Jarðskjálftarnir í Vestmannaeyjum 1896 eftir Harald Guðnason.
Ísleifur var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.