Í dalnum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Þjóðhátíðarlag
1998 1999 2000
Heimaklettur heilsar hress að vanda,
Herjólfsdalur býður góðan dag.
Gleði ríki milli álfa og anda
er manna á meðal raula lítið lag.
Er kvölda tekur færast yfir mannskapinn
undurfagrir straumar, ljúfur blær.
Ástin kviknar, ljósadýrð um himininn
kveikt í hjörtum okkar alltaf fær.
Brekkusöngur, bálkösturinn, allt á sínum stað.
Blíðar meyjar, vaskir sveinar, saman fylgjast að.
Rómantík í rökkurhúmi varir ár og síð
þegar rjóðir vangar bera við frá bjarma á
Þjóðhátíð
Morgunroðinn mókir yfir dalnum
meðan yfir tjöldin færist ró.
Ævintýr í Heimaeyjarsalnum
byrja síðan seinna um þessa nótt.

Lag og texti: Helgi Jónsson