„ÍBV“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
611 bætum bætt við ,  17. júlí 2019
Lína 3.104: Lína 3.104:
=== '''Steindautt jafntefli''' ===
=== '''Steindautt jafntefli''' ===
ÍBV spilaði í B-riðli efri deildar deildarbikarkeppninnar  þann 7. apríl en þá lék liðið gegn Fram. Leikurinn fór fram á gervigrasinu í Laugardal við frekar leiðinlegar aðstæður, rok og rigningu sem hafði nokkur áhrif á leikinn. Hvorugu liði tókst að finna réttu leiðina í netmöskvana og skildu þau því jöfn, 0-0. Þar með minnka vonir ÍBV um að komast áfram upp úr riðlinum verulega en þó er engin ástæða til að örvænta fyrir sumarið.
ÍBV spilaði í B-riðli efri deildar deildarbikarkeppninnar  þann 7. apríl en þá lék liðið gegn Fram. Leikurinn fór fram á gervigrasinu í Laugardal við frekar leiðinlegar aðstæður, rok og rigningu sem hafði nokkur áhrif á leikinn. Hvorugu liði tókst að finna réttu leiðina í netmöskvana og skildu þau því jöfn, 0-0. Þar með minnka vonir ÍBV um að komast áfram upp úr riðlinum verulega en þó er engin ástæða til að örvænta fyrir sumarið.
=== '''Vel heppnað fjölliðamót''' ===
Fyrstu helgina í apríl var haldið fyrsta fjölliðamótið í Eyjum en þá komu um 350 strákar í heimsókn frá 15 félögum en þeir eru allir í fimmta flokki karla. Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags, sagði að forráðamenn þeirra liða sem hingað komu hafi verið mjög ánægðir með framkvæmdina í samtali við Fréttir.
„Þetta var mjög stór „tumering" með um 350 peyja sem komu hingað og leikimir hafa örugglega verið hátt í eitt hundrað. Við reyndum að gera svolítið úr þessari turneringu þar sem hún er sú síðasta í íslandsmótinu þannig að úrslitaleikurinn var mjög flottur, ljósasýning og liðin voru kynnt fyrir leik. Núna eigum við möguleika á að fá fleiri mót hingað næsta vetur, reyndar erum við með sjötta flokk kvenna eftir tvær vikur þannig að það eru breyttir tímar með þessu glæsilega hús."
Árangur ÍBV í mótinu var ágætur en A-, B- og C-lið tóku þátt í því. 
=== '''Grótta/KR sló ÍBV óvænt út''' ===
Lið ÍBV og Gróttur/KR mættust í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitillinn þann 4. Apríl í Eyjum. Leikur liðanna var nánast eftir bókinni ef undan eru skildar síðustu tíu mínútur leiksins. IBV náði strax tökum á leiknum og smám saman jókst forysta ÍBV sem mest varð níu mörk. En það var einmitt í stöðunni 24-15 sem leikur ÍBV datt niður og lokatölur leiksins urðu 26-22.
Liðin mættust svo í öðrum leik liðanna á Seltjarnarnesi tveimur dögum síðar.     
Gróttu/KR-stúlkur komu gríðarlega einbeittar til leiks í Eyjum í gær og með frábærri liðsheild náðu þær einum óvæntustu úrslitum vetrarins í handboltanum, sigruðu ÍBV verðskuldað, 25:24, og voru yfir allan leikinn. Gestirnir gerðu fyrstu þrjú mörkin og komu heimamönnum algjörlega í opna skjöldu með frábærum varnarleik og sóknarmenn Eyjamanna vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið og í leikhléi var staðan 10:13. Gestirnir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og spiluðu hreint frábæra vörn. Þeir náðu mest fimm marka forystu og gekk hreinlega allt upp hjá þeim. En heimamenn, studdir vel af rúmlega fjögur hundruð manns, neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í eitt mark, 18:19, um miðjan síðari hálfleik. Í þeirri stöðu fengu Eyjastelpur fjöldann allan af tækifærum til að jafna sem þær náðu ekki að nýta sér, voru ótrúlega óheppnar auk þess sem öll vafaatriði féllu gestunum í vil. Þær nýttu sér það til hins ýtrasta, skoruðu tvö mörk í röð og þá var leikurinn nánast búinn. Liðin þurftu því að mætast á ný í Eyjum í oddaleik.
Í þriðja og síðasta leik liðanna átti ÍBV ekki mikla möguleika. Gestirnir náðu strax þriggja marka forystu og héldu henni allan leikinn. Sigur þeirra var fyllilega sanngjarn og má segja að IBV haft í raun aldrei náð að sýna sitt rétta andlit í viðureignum liðanna. Lokatölur leiksins urðu 24 - 25, eftir að IBV hafði skorað þrjú síðustu mörk leiksins. 
=== '''Andri stóð sig vel''' ===
Andri Ólafsson lék  með íslenska landsliðinu skipað leikmönnum 17 ára og yngri en liðið tók þátt í æfingamóti á Spáni. Íslenska liðið spilaði þrjá leiki, tvo í riðlakeppninni sem töpuðust báðir en sigraði svo Moldavíu í leik um sjöunda sætið. Andri byrjaði alla leiki liðsins og ljóst að þessi efnilegi knattspymumaður hefur alla burði til að ná langt í framtíðinni. 


=== '''ÍBV vann alla sína leiki á æfingamóti''' ===
=== '''ÍBV vann alla sína leiki á æfingamóti''' ===
Milli jóla og nýárs fór fram æfingamót milli liða í Essodeild kvenna en þátttökuliðin voru þrjú, ÍBV, Haukar og Víkingur. Leikin var tvöföld umferð og fóru Eyjastelpur í gegnum mótið án þess að tapa leik. Úrslit leikjanna urðu þau að gegn Víkingum endaði fyrri leikurinn 26 - 21 og seinni leikurinn 28-21. Fyrri leikurinn gegn Haukum endaði með jafntefli 30 -30 en seinni leikurinn endaði með sigri ÍBV.25-21. Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari IBV sagði í samtali við Fréttir að ferðin hefði fyrst og fremst verið hugsuð til þess að hrista saman mannskapinn. ''„Við höfum auðvitað verið dreifðar um allan heim, þrjár fóru út til sinna heimalanda og austurrísku stelpurnar komu t.d. í hálfleik í fyrsta leiknum. Það var stígandi í þessu hjá okkur, í fyrsta leiknum vorum við dálítið ryðgaðar en svo náðum við tökum á þessu og lékum ágætlega það sem eftir var.''
Milli jóla og nýárs fór fram æfingamót milli liða í Essodeild kvenna en þátttökuliðin voru þrjú, ÍBV, Haukar og Víkingur. Leikin var tvöföld umferð og fóru Eyjastelpur í gegnum mótið án þess að tapa leik. Úrslit leikjanna urðu þau að gegn Víkingum endaði fyrri leikurinn 26 - 21 og seinni leikurinn 28-21. Fyrri leikurinn gegn Haukum endaði með jafntefli 30 -30 en seinni leikurinn endaði með sigri ÍBV.25-21. Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari IBV sagði í samtali við Fréttir að ferðin hefði fyrst og fremst verið hugsuð til þess að hrista saman mannskapinn. ''„Við höfum auðvitað verið dreifðar um allan heim, þrjár fóru út til sinna heimalanda og austurrísku stelpurnar komu t.d. í hálfleik í fyrsta leiknum. Það var stígandi í þessu hjá okkur, í fyrsta leiknum vorum við dálítið ryðgaðar en svo náðum við tökum á þessu og lékum ágætlega það sem eftir var.''


== 2003 ==
== '''2003 -''' ==


=== '''JANÚAR''' ===
=== '''JANÚAR''' ===
Lína 4.449: Lína 4.468:


Karlalið ÍBV spilaði við Valsara eftir að hafa farið erfiðu leiðina í bikarúrslitin, liðið sló út Huginsmenn, Stjörnuna, Breiðablik og FH. Í úrslitaleiknum mætti liðið Val  og ekki byrjaði leikurinn gæfulega fyrir Eyjamenn.   Valsarinn Sigurður Egill Lárusson fékk fyrsta færið og skoraði fyrsta markið eftir tæpar tíu mínútur, hann var síðan aftur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forystuna eftir tuttugu mínútna leik. Í millitíðinni hafði Gunnar Heiðar Þorvaldsson fengið gott tækifæri til að jafna leikinn fyrir Eyjamenn.  Restin af leiknum var nokkuð tíðindalítill og ekki mikið sem gerðist í síðari hálfleik, ÍBV fékk fá eða engin færi til að minnka muninn og Valsarar í raun verðskuldaðir sigurvegarar.
Karlalið ÍBV spilaði við Valsara eftir að hafa farið erfiðu leiðina í bikarúrslitin, liðið sló út Huginsmenn, Stjörnuna, Breiðablik og FH. Í úrslitaleiknum mætti liðið Val  og ekki byrjaði leikurinn gæfulega fyrir Eyjamenn.   Valsarinn Sigurður Egill Lárusson fékk fyrsta færið og skoraði fyrsta markið eftir tæpar tíu mínútur, hann var síðan aftur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forystuna eftir tuttugu mínútna leik. Í millitíðinni hafði Gunnar Heiðar Þorvaldsson fengið gott tækifæri til að jafna leikinn fyrir Eyjamenn.  Restin af leiknum var nokkuð tíðindalítill og ekki mikið sem gerðist í síðari hálfleik, ÍBV fékk fá eða engin færi til að minnka muninn og Valsarar í raun verðskuldaðir sigurvegarar.
=== '''Hrafnhildur til fyrirmyndar''' ===
Ansi áhugavert atvik átti sér stað í handboltaleik ÍBV og Hauka í Íslandsmótinu í handbolta haustið 2016.   Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, sýndi þá af sér afar íþróttamannslega hegðun. Forsaga málsins er sú að leikmaður ÍBV varð fyrir hnjaski í leiknum og var spurð af dómara leiksins hvort hún þyrfti aðstoð sjúkraþjálfara. Hún svaraði því neitandi en þá var sjúkraþjálfari Haukaliðsins engu að síður lagður af stað inn á völlinn til að hlúa að leikmanni ÍBV en Hrafnhildur hafði beðið sjúkraþjálfara Hauka um að aðstoða sinn leikmann þar sem sjúkraþjálfari ÍBV var staddur inni í klefa að hlúa að öðrum leikmanni. Þar sem dómarar leiksins höfðu ekki gefið sjúkraþjálfara Hauka leyfi til þess að stíga inn á völlinn fékk Haukaliðið tveggja mínútna brottvísun og þurfti að spila manni færri. Það fannst Hrafnhildi ósanngjarnt þar sem hún hafði beðið sjúkraþjálfarann um að fara inn á völlinn. Brá hún þá á það ráð að kippa einum af sínum leikmönnum útaf líka næstu tvær mínúturnar svo áfram yrði jafnt í liðum.Tekið skal fram að ÍBV var undir á þessum tímapunkti og liðið endaði líka á að tapa leiknum. Hrafnhildur fær þó mikið hrós fyrir þessa gríðarlega íþróttamannslegu hegðun en ætla má að afar fáir þjálfarar hefðu gert það sama í þessari stöðu.
=== '''Jafnréttisstefna ÍBV íþróttafélags''' ===
Stefnt skal að því að réttur hvers og eins einstaklings til að stunda íþróttir sé ávallt fyrir hendi. Uppbygging íþrótta, hvort sem um æfingar eða keppni er að ræða, þarf að tryggja að allir hafi sömu tækifæri. Þessi jafnréttishugsjón þarf að verða eitt megineinkenni íþrótta. Einstaklingur á rétt á að vera metinn af verðleikum sínum en ekki vegna uppruna, þjóðfélagsstöðu, litarháttar eða kyns.
Hvers vegna á íþróttahreyfingin að vinna að jafnrétti kynja? “Rannsóknir í íþróttaiðkun barna og unglinga sýna að þátttaka í íþróttum hefur bein áhrif á andlega og félagslega vellíðan og styrkir sjálfsmynd þeirra.” (RUM, Þórólfur Þórlindsson o.fl. 1994). Þessar sömu rannsóknir sýna einnig að þátttaka stúlkna og drengja er ekki sambærileg. Stúlkur stunda íþróttir síður en strákar og brottfall þeirra er mun meira en stráka. Það er óumdeilt að íþróttir hafa uppeldislegt, menningarlegt og heilsufarslegt gildi fyrir þá sem þær stunda. Því er mikilvægt að íþróttafélögin séu meðvituð um ábyrgð sína og áhrifamátt hvað þetta varðar og tryggi að allir hafi þar sambærilega möguleika.
ÍBV gerir sig út fyrir það að bjóða upp á æfingar í öllum flokkum í báðum kynjum. Reynt er að bjóða upp á sama æfingamagn hjá báðum kynjum með eins vel menntuðum þjálfurum og kostur er á hverju sinni.


''(Heimildir: Eyjafréttir, Morgunblaðið, fundargerðir ÍBV íþróttafélags, Íþróttafélagið Þór í 100 ár)''
''(Heimildir: Eyjafréttir, Morgunblaðið, fundargerðir ÍBV íþróttafélags, Íþróttafélagið Þór í 100 ár)''
160

breytingar

Leiðsagnarval