Ástríður Hallgrímsdóttir (Þingeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ástríður Halldóra Hallgrímsdóttir.

Ástríður Halldóra Hallgrímsdóttir frá Þingeyri, húsfreyja fæddist 25. september 1924 á Grímsstöðum og lést 21. september 2010 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Hallgrímur Guðjónsson frá Sandfelli, skipstjóri, f. 8. maí 1894 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, drukknaði 24. ágúst 1925, og síðari kona hans Vilhelmína Jónasdóttir, húsfreyja á Þingeyri og Hæli, f. 6. júlí 1902, d. 31. maí 1966.

Barn Vilhelmínu og Einars Jósefssonar Reynis var
1. Ragnheiður Einarsdóttir Reynis húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30. júní 1929 á Þingeyri, d. 16. júlí 2002.

Börn Hallgríms og Ástríðar Jónasdóttur fyrri konu hans voru:
2. Jóna Laufey Hallgrímsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 6. mars 1920 í Sætúni, d. 24. febrúar 2011.
3. Júlíus Vilhelm Hallgrímsson sjómaður, netagerðarmaður í Eyjum, f. 20. ágúst 1921 í Sætúni, d. 20. mars 2011.

Ástríður var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hennar drukknaði, er hún var á fyrsta árinu. Hún var með móður sinni og Marsibil ömmu sinni, var vinnukona hjá Sigurlaugu Guðnadóttur og Þorsteini Steinssyni á Ásavegi 14 1940.
Þau Kai giftu sig 1949, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á Strandvegi 39 við giftingu, á Steinsstöðum síðar á því ári, seinna í Reykjavík.
Kai lést 1968 og Ástríður lést á elliheimilinu Eir 2010.

I. Maður Ástríðar Halldóru, (4. júní 1949), var Kai Ólafsson Sigurðsson, þá fógetaritari, síðar skrifstofumaður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1921, d. 28. september 1968.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.