Árni Jónsson (Jónshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Árni Jónsson vinnumaður frá Jónshúsi fæddist 22. júlí 1841 í Jónshúsi .
Foreldrar hans voru Jón Oddsson tómthúsmaður í Jónshúsi, síðar bóndi á Bakka í A-Landeyjum, f. 23. febrúar 1817, d. 2. desember 1894, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1817, d. 25. janúar 1907.

Systir Árna var Guðný Jónsdóttir húsfreyja, frá Bakka í A-Landeyjum, síðar í Utah, f. 16. júlí 1858, d. 20. desember 1891.

Árni var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim að Bakka 1847 og var með þeim, uns hann fluttist til Eyja 1860. Hann var vinnumaður í Godthaab til 1862, í Sjólyst 1862-1865, í Juliushaab 1865-1867, en réðst þá sjómaður á skip til Kaupmannahafnar ásamt sveitunga sínum Jónasi Sæmundssyni.
Árni var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.