„Árni Jónsson (Ólafshúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Árni Jónsson''' frá Ólafshúsum fæddist 27. ágúst 1853.<br> Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 181...)
 
m (Verndaði „Árni Jónsson (Ólafshúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 24. mars 2016 kl. 15:05

Árni Jónsson frá Ólafshúsum fæddist 27. ágúst 1853.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1823, d. 29. október 1878.

Árni var með foreldrum sínum meðan beggja naut við, með móður sinni í Ólafshúsum 1870. Hann var vinnumaður í Godthaab frá 1871 uns hann fór til Kaupmannahafnar 1874 og fór síðar til Vesturheims.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.