Árni Filippusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júní 2005 kl. 09:54 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júní 2005 kl. 09:54 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Árni Filippusson var barnakennari og skólastjóri í Vestmannaeyjum árin 1886-1893. Hann var fæddur að Háfshóli í Holtum 17. mars 1856. Hann dvaldist þar til tvítugsaldurs og stundaði nám á Rangárvöllum. Eftir að vinna sem sýsluskrifari í 8 ár í Hvolhreppi fluttist hann til Vestmannaeyja árið 1885. Bjó hann fyrsta árið í Nýborg og vann í verslun J.P.T. Bryde. Hann réðist kennari við Barnaskólann haustið 1886. Aldrei var hann kallaður skólastjóri en brátt öðlaðist hann fullt traust yfirvalda til að stjórna eftirlitslaust skólastarfinu. Hann kenndi af óeigingirni og kenndi yngri börnum í frítíma sínum. Hann kenndi við Barnaskólann fram til ársins 1893. Með Jóni Magnússyni stofnaði Árni sparisjóð í Vestmannaeyjum árið 1893. Frá 1893 fram á aldamót dvaldist Árni við verslunarstörf í Hafnarfirði og Reykjavík. Aldamótaárið fluttist hann svo aftur til Eyja og bjó þar til æviloka.