Á þjóðhátíð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2005 kl. 16:30 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2005 kl. 16:30 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Dagur er risinn,
úr djúpinu lyftir sér sól
og brosir til barna
á eyju er bar þau og ól.
Af hafinu öldur,
glettnar berast að strönd
og flytja fregn
um ókunn lönd.
Þessi ágústnótt
hún skal gleðja,
hún skal oss kær þessi nótt
á Heimaey.
Nú minnumst við vina
er forðum hér gengu um völl
en örlög svo réðu
að Heimaey er þeim öll.
Við skulum því þakklát,
gleðjast saman um stund.
Enginn flýr örlaganna fund.
Sól er hnigin.
Byggðin hvílir nú hljóð.
En Dalurinn bjartur
og gleðin þar flytur sinn óð.
Við tjörnina mætist
mannfólkið aldrað og ungt,
í hlíðum mætast ástir
í tjöldum rætast óskir.
Lag og texti: Árni Sigfússon