Grasleysa

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. nóvember 2005 kl. 20:23 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. nóvember 2005 kl. 20:23 eftir Frosti (spjall | framlög) (mynd sett inn)
Fara í flakk Fara í leit
Grasleysa

Grasleysa er 40 m hár hraunstapi sem stendur norðvestan við Hrauney. Hún er nokkuð lítil ummáls og er með álíka hömrum umhverfis og Hæna. Einungis er hægt að komast upp í hana að vestanverðu þar sem hamrarnir lækka mikið. Að ofanverðu er eyjan flöt og þar verpir fýll og langvía. Nafn eyjunnar er engin tilviljun því þar sést ekki stingandi strá, þar sem oft ganga öldur yfir eyjuna í vonskuveðri.