Guðjón Jónsson (vélsmíðameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júní 2012 kl. 08:08 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júní 2012 kl. 08:08 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Jónsson vélsmíðameistari í Magna, fæddist 22.febrúar 1891 og lést 19.okt. 1974. Hann bjó að Hásteinsvegi 28, frá 1939 (eða ´40 ?) fram að gosi 1973.

Guðjón var Heiðursfélagi Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja. Hann var sæmdur Íslensku Fálkaorðunni, fyrir vel unnin störf. Útvegsmenn, vélstjórar og formenn héldu honum samsæti, er hann var sextugur og færðu honum vandaða fólksbifreið að gjöf, sem hann átti til dauðadags.


Heimildir

  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.