Ísleifur Högnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júní 2005 kl. 15:16 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júní 2005 kl. 15:16 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ísleifur Högnason


Ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri. Landskjörinn þingmaður 1937 til 1942. Fæddur á Seljalandi undir Eyjafjöllum 30. nóvember 1895. Dáinn í Reykjavík 12. júní 1967. Foreldrar Högni (fæddur 4. október 1863, dáinn 26. febrúar 1923) bóndi þar, síðar útvegsbóndi í Vestmannaeyjum Sigurðsson bóndi á Barkastöðum í Fljótshlíð Ísleifarsson og kona hans Marta (fædd 31. desember 1867, dáin 12. október 1948) Jónsdóttir bónda að Eystri-Sólheimum í Mýrdal Þorsteinssonar. - K. (20. ágúst 1921.) Helga (fædd 6. desember 1900) Rafnsdóttir (Rafns Júlíusar) formanns í Nesi í Norðfirði, síðar í Vestmannaeyjum, Símonarsonar og konu hans Guðrúnar Gísladóttur. Tungumálanám í Reykjavík 1916-1917 hjá Alexander Jóhannessyni síðar prófessor og Boga Ólafssyni menntaskólakennara. Við verslunarnám og skrifstofustörf í Kaupmannahöfn 1918-1919. Kaupfélagsstjóri við Kaufélagið Drífanda í Vestmannaeyjum 1920-1943. Framkvæmdastjóri Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis í Reykjavík 1943-1953. Forstjóri Kaupstefnunnar í Reykjavík frá 1955 til æviloka.


Heimildir

  • Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930