Jóhann Hlíðar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júní 2005 kl. 11:54 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júní 2005 kl. 11:54 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Séra Jóhann Hlíðar, Sóknarprestur. Varaþingmaður af lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. Sat á Alþingi í apríl 1970. Fæddur á Aukureyri 25. ágúst 1918. Foreldrar Sigurður E. Hlíðar alþingismaður og kona hans Guðrún Luisa Hlíðar. Stúdent á Akureyri 1947. Guðfræðipróf frá Háskóla Íslands 1946. Framhaldsnám í kennimannlegri og samstæðilegri guðfræði við Menighedsfakultetet í Osló 1946-1947. Kynnti sér unglingafræðslu og störf presta í Stokkhólmi veturinn 1953-1954. Kynnti sér starf M. R. A. -hreyfingarinnar í Caux í Sviss 1949. Ráðinn til starfa hjá Sambandi íslenskra kristniboðafélaga frá 1. september 1947. Kallaður til prédikunarstarfa á vegum þess og vígður prestsvígslu 18. janúar 1948. gegndi því starfi til 1. október 1953. Settur sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Siglufirði 15. Júlí 1951 og til 15. September sama ár. Settur aðstoðarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli 1954. Sóknarprestur þar 1956-1972. Sóknarprestur í Nesprestakalli í Reykjavík 1972-1975, en gegnir íslenska prestsembættinu í Kaupmannahöfn síðan. Kennari við Mentaskólan á akureyri 1949-1952. Kennari við Gagnfræðiskólann í Vestmannaeyjum 1954-1970 og stýrimannaskólann þar 1967 til 1969.

Heimildir

  • Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930