Freymóður Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júní 2005 kl. 16:31 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júní 2005 kl. 16:31 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti 1963 til 1973. Fæddur 13. nóvember 1903 á Höfða í Þverárhlíð. Foreldrar: Þorsteinn bóndi Jónsson bónda á Úlfsstöðum í Hálsasveit Þorvaldssonar og kona hans Sigríður Jónsdóttir vinnumanns í Hringsdal í Grýtubakkahreppi Einarssonar. Stúdent í Reykjavík 1926, cand. juris frá Háskóla Íslands 1932. Fulltrúi hjá Eggert Claessen hrl. 1932 til 1937. Stundaði síðan lögfræðistörf í Reykjavík og víðar og var m.a. settur sýslumaður í Múlasýslu fyrri hluta árs 1939, er sýslumaður sat á þingi. Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum 1942 til 1963 þar til hann var skipaður bæjarfógeti þar. Fékk lausn frá störfum frá 1. des. 1973. Varaformaður yfirkjörstjórnar í Suðurlandskjördæmi 1963 til 1973. Kona hans er Ragnheiður Henrietta Elisabet Hansen dóttir Jörgen Hansen skrifstofustjóra í Reykjavík.