Sigfús Maríus Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júní 2005 kl. 16:02 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júní 2005 kl. 16:02 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigfús Marius Johnsen, bæjarfógeti 1940 til 1949. Fæddur 28. mars 1886. Foreldrar Jóhann Jörgen kaupmaður og útvegsbóndi Johnsen kaupmaður í Flensborg í Hafnarfirði og Papós og kona hans Anna Sigríður Árnadóttir bónda á Hofi í Öræfum. Stúdent í Reykjavík 1907. Cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla 1914. Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1917 til 1940. Hæstaréttarritari 1929 til 1936. Stundaði í þrjú ár fræðirannsóknir í Kaupmannahöfn um ættir Íslendinga í Danmörku. Eftir hann liggja allumfangsmikil rit og söguþættir aðalega um vestmannaeyjar og 1946 gaf hann út sögu Vestmannaeyja í heild í tveimur bindum. Kona hans var Jarþrúður Pétursdóttir prests á Kálfafellsstað Jónssonar háyfirdómara Péturssonar. Voru þau barnlaus, en son átti hann áður en hann kvæntist með Sigurveigu dóttur Guðrúnar á Sveinsstöðum sem er Baldur Garðar héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1951 til 1960.