Baldur Johnsen (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júní 2005 kl. 09:00 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júní 2005 kl. 09:00 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Baldur Johnsen, héraðslæknir 1951 til 1960. Fæddur í Reykjavík 22. október 1910. Foreldrar Sigfús J. Johnsen, bæjarfógeti og Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir trésmíðameistara í Reykjavík Jónssonar. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og cand. med. frá Háskóla Íslands 1936. Stundaði framhaldsnám erlendis bæði í Englandi, Danmörku og víðar. Skipaður héraðslæknir 1938 í Reykjafjarðar- og Ögurhéraði og Ísafjarðarhéraði 1942 og héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1951. Formaður Læknafélags Vestfjarða 1942 til 1943, átti sæti í bæjarstjórn Ísafjarðar 1944 til 1950. Gekkst fyrir stofnun Rotarýklúbss Vestmannaeyja og var fyrsti forseti hans. Kona hans er Jóhanna Söngkona, Johannsdóttir bónda á Möðruvöllum í Eyjafirði og eiga þau fjögur börn.