Snið:Grein vikunnar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. desember 2007 kl. 22:32 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. desember 2007 kl. 22:32 eftir Frosti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þorsteinn Þórður Víglundsson

Þorsteinn Þórður Víglundsson fæddist 19. október árið 1899 að Melum í Mjóafirði og lést 3. september 1984. Foreldrar hans voru Jónína Guðrún Þorsteinsdóttir og Víglundur Þorgrímsson. Á barnsaldri var hann tekinn í fóstur að Hóli í Norðfirði til hjónanna Stefaníu Guðjónsdóttur og Vigfúsar Sigurðssonar. Eftir nám í Barnaskóla Norðfjarðar lá leiðin í Búnaðarskólann á Hvanneyri og varð hann búfræðingur, tvítugur að aldri. Þorsteinn stundaði nám í Noregi árin 1921–1923 í lýðháskóla nálægt Björgvin, Noregi og ári seinna lauk hann lokaprófi í nokkrum greinum í menntaskóla á Suður-Mæri. Eftir heimkomuna fór Þorsteinn í Kennaraskóla Íslands og tók hann lokapróf þar árið 1927. Strax um haustið 1927 flutti hann til Vestmannaeyja ásamt konu sinni, Ingigerði Jóhannsdóttur, en þá voru þau nýgift.




Lesa meira...