Snið:Grein vikunnar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. desember 2007 kl. 16:35 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. desember 2007 kl. 16:35 eftir Frosti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjóslys

Eyjamenn hafa verið duglegir að sækja sjóinn allt frá því byggð hófst í Vestmannaeyjum. Fyrst í stað voru bátarnir smáir og hættulegt var að fara út á þeim í vondum veðrum, því voru sjóslys algeng. Þegar konungsútgerðin byrjaði á 16. öld var smíðað mikið af skipum í Vestmannaeyjum, mest teinæringar og tólfæringar. Árið 1862 varð svo mikil framför í öryggismálum sjómanna er Bátaábyrgðarfélagið var stofnað. Það var eins konar tryggingafélag fyrir skip, þó fyrst aðeins fyrir opin róðrarskip. En eftir að bátarnir urðu stærri, traustari, aflmeiri og þekking jókst, þá jókst öryggi til muna. Einnig hafa uppfinningar Eyjamanna orðið til þess að öryggi á sjó hefur aukist, til dæmis hefur Björgvinsbeltið sýnt það í verki margoft, sem og Sigmundsgálginn er Sigmund Jóhannsson, teiknari og uppfinningamaður hannaði. Hér fyrir neðan er að finna nokkrar frásagnir af sjóslysum við Vestmannaeyjar í gegnum aldirnar. Sýna frásagnirnar kjark, hugarró, drengskap og fórnarlund formanna og sjómanna í Vestmannaeyjum.



Lesa meira...