Cruise Vestmannaeyjar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. september 2007 kl. 15:35 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. september 2007 kl. 15:35 eftir Frosti (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

DRÖG DRÖG


VESTMANNAEYJAHÖFN

Í Vestmannaeyjum er stór fiski- og flutningahöfn. Höfnin er sú eina á svæðinu frá Hornafirði til Þorlákshafnar. Vestmannaeyjar eru einn stærsti útgerðarbær landsins, en Eyjarnar liggja vel að mjög góðum fiskimiðum. Verstöðin í Vestmannaeyjum hefur lengi vel haft mikla þýðingu fyrir afkomu allra Íslendinga, en umtalsverður hluti af heildar¬útflutningi íslenskra sjávarafurða kemur frá Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyjar og höfnin í Eyjum vakti heimsathygli í eldgosinu 1973. Bæjarbúar voru fluttir til lands með fiskibátaflota Eyjanna. Óttast var um tíma að höfnin yrði jarðeldunum að bráð. Mikið hraun þrengdi innsiglinguna í höfnina og um tíma var útlit fyrir að hraunstraumur lokaði höfninni. Þar með hefði verið skorið á lífæð Eyjanna. Skjót viðbrögð og þrotlaus vinna við hraunkælingu hægði á og stöðvaði hraunrennslið til hafnarinnar. Í dag er innsiglingin í Vestmannaeyjahöfn lygnari og betri en hún var fyrir eldgosið á Heimaey 1973.

Skemmtiferðaskip í Vestmannaeyjum

Skemmtiferðaskip minni en 170 m Skip allt að 170 metra lengd geta siglt inn í Vestmannaeyjahöfn og snúið þar við. Bryggjukantur fyrir skemmtiferðaskipin er 220 metra langur. Við góðar aðstæður er hægt að taka inn skip allt að 200 m.

Skemmtiferðaskip stærri en 170 m Þrjú mismundandi svæði eru fyrir skip lengri en 170 m.

  • Svæði A: Athafnasvæði skemmtiferðaskipa ( drifting area) . Svæðið er staðsett austan við hafnarminni. (harbour entrance) .

Þaðan er einungis um 5 mínútna sigling fyrir farþegabáta að farþegabryggju. Á farþegabryggju er góð aðstaða

  • Svæði B: Akkerislega austan við Heimaey.

15 mínútna sigling að farþegabryggju.

  • Svæði C: Akkerislega norðan við Heimaey.

25 mínútna sigling að farþegabryggju.


Þjónusta hafnarinnar

Hafnsögubáturinn Lóðsinn (tugboat) er með 30 tonna (pulling power) og tvær skrúfur. Vestmannaeyjahöfn uppfyllir ákvæði alþjóðalaga um siglinga- og farmvernd.

  • Port: Vestmannaeyjar (Westman Islands), Iceland
  • Telephone: +354 481 1207 and +354 893 0027
  • Fax: +354 481 3115
  • Address: Vestmannaeyjahöfn, Básaskersbyggju, 900 Vestmannaeyjar, Iceland
  • Radio: VHF Channel 12
  • Quayage: 1.950 metres of quayage with depth of 8 metres
  • Quayage for cruiselines: Length 220 m, depth 8 m LW
  • Fuel: Available from 3 suppliers
  • Ice: Available
  • Water: Available
  • Slipways: Available
  • www.vestmannaeyjar.is/hofnin and www.vestmannaeyjar.is/port
  • e-mail: hofnin@vestmannaeyjar.is

Siglingarleið

Vakin er athygli á áhugaverðri siglingu fyrir skemmtiferðaskip á leiðinni frá Surtsey til Reykjavíkur. Áhugavert er að sigla austur og norður fyrir Heimaey á leiðinni til Reykjavíkur. (Sjá nánar á korti)