Karl Sigurbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júlí 2007 kl. 13:25 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2007 kl. 13:25 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Karl Sigubjörnsson flytur setningarræðu á Þjóðhátíðinni árið 1996.

Karl Sigurbjörnsson var prestur Vestmannaeyinga frá 1973 til 1974. Karl fæddist þann 5. febrúar 1947 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Sigurbjörn Einarsson fyrrverandi biskup og Magnea Þorkelsdóttir.

Karl varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og tók cand. theol. próf frá Háskóla Íslands 1973. Hann var við nám í Haslev udvidede höjskole sumarið 1962 og fór síðan út sem skiptinemi til Tacoma, Washington, U.S.A frá 1964 til 1965. Karl var starfsmaður alkirkjuráðsins í Uppsölum 1968. Hann var síðan settur annar sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli 1973 og skipaður annar prestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík 1975 og gegndi til ársins 1997. Þá tók hann við embætti biskups Þjóðkirkjunnar.

Kona hans er Kristín Þórdís Guðjónsdóttir.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.